Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Tíminn 13 ÚTLÖND Landnemar gyðinga á hernumdu svæðunum bregðast ókvæða við ásökunum vinstri sinnaðra þingmanna: Vopnaðar leynisveitir gyðinga ekki til staðar Leiðtogar landnema gyðinga á hinum hernumdu svæðum á Vestur- bakkanum vísuðu á bug ásökunum vinstrisinnaðra ísraelskra þing- manna um að landnemarnir hafi komið á fót ólöglegum vopnuðum sveitum til að berja á Palestínu- mönnum sem gert hafa uppreisn gegn hernámi ísraela. Óeirðir urðu á hernumdu svæðun- um um helgina eins og við mátti búast og skutu ísraelskir hermenn á tvo palestínska unglinga á Gaza- svæðinu í gær. Unglingarnir liggja nú á sjúkrahúsi og eru þeir í lífs- hættu. Þingmennirnir Yossi Sarid og Dedi Zucker beindu því til ísraelsku ríkisstjórnarinnar á sunnudag, að þeir hefðu heimildir fyrir því að landnemar hefðu stofnað með sér vopnaðar sveitir til að berjast gegn Palestínumönnum. Sveitirnar væru skipaðar um það bil eitthundrað mönnum sem ættu að tryggja öryggi landnemanna, þar sem þeir óttist að ísráelskir hermenn dragi úr aðgerð- um gegn Palestínumönnum vegna almenningsálitsins í heiminum. Italía: Fatlaður drengur vistaður í kassa ítalska lögreglan leysti ellefu ára fatlaðan dreng úr hræðilegri prís- und sem foreldrar drengsins hafa haldið honum í dögum saman. Drengurinn var á hverjum degi lokaður inni í litlum rimlakassa allt þar til lögreglan tók málið í sínar hendur eftir ábendingar þorpsbúa í hinu afskekkta þorpi Girifalco á suðurhluta Ítalíu. Lögreglan skýrði frá því að drengurinn, Oscar De Vito hafi verið lokaður inni í kassanum á hverjum morgni á meðan foreldrar hans héldu til vinnu og leystur úr prísundinni að kvöldi þegar for- eldrarnir sneru heim á ný. Faðir Oscars skýrði lögreglunni frá því að drengurinn hafi verið lokaður inni svo hann færi sér ekki að voða á meðan foreldrarnir væru fjarverandi. Læknar sem rannsakað hafa Oscar litla segja hann við góða heilsu og mun hann vera áfram í vörslu foreldra sinna á meðan réttarhöld yfir þeim fara fram, en þó ekki í kassanum illræmda. ísraelskir hermenn hafa hingað til tekið hart á uppreisnarseggjum Palestínu- manna á hernumdu svæðunum. Nú berast fréttir af því að landnemar gyðinga telji það ekki nóg og að þeir hafi sjálfir stofnað vopnaðar öryggissveitir. Leiðtogar landnemanna vilja þó ekki kannast við það. Hér má sjá vopnaðan landnema kjósa í síðustu kosningum. FJALLGÖNGUMENN FARAST Á SPÁNI Þrír franskir fjallgöngumenn létu lífið og þriggja er saknað eftir að snjóflóð féll á þá í hlíðum Sierra Nevada fjalla á Spáni á sunnudag. Pjóðvarðliðar héldu með þyrlum á þær slóðir sem snjóflóðið féll í þrjúþúsund metra hæð í hlíðum fjallsins Mulhacen sem er hæsta fjall Spánar, 3478 metrar. Þjóðvarðlið- arnir fundu þar lík hinna þriggja manna en ekki hefur verið borin kennsl á þá. Kona sem var í fjallgönguhópnum slapp naumlega úr snjóflóðinu og náði sambandi við björgunarsveitir gegnum talstöð sem var í birgðastöð fjallgöngumannanna neðar í hlíðum fjallsins. Réttarhöld yfir hvítum öfgamanni í Suður-Afríku: „Burt með kaffíra!“ Fyrrum lögreglumaður hvítur á hörund sem myrti sjö blökkumenn í miðborg Pretoríu í haust fór í gær fram á að blökkumönnum yrði rutt úr kviðdómi sem fjalla á um mál hans og að blökkumönnum yrði yfir höfuð meinaður aðgangur að réttarsalnum. - Ég vil fara fram á það að lögreg^an fjarlægi alla kaffíra úr réttinum, sagði hinn 23 ára gamli Barend Strydom sem sjálfur sagðist vera fasisti, þegar hann mætti í réttinn. Orðið kaffír kemur úr arabísku og þýðir heiðingi, en í Suður-Afríku er þetta orð notað í niðrandi merkingu um blökkumenn. Þrátt fyrir kröfu Barends var blökkumönnum ekki vísað úr saln- um né kviðdómi. Strydom var klæddur eins og her- maður í khaki einkennisklæðum er hann kom í réttinn og hrópaði „lengi lifi aðskilnaðarstefnan" áður en mál- flutningur hófst. Strydom neitar kærum um að hann hafi myrt sjö blökkumenn og sært sautján aðra á torgi í Pretoríu í nóvembersíðastliðnum. Hann hefur áður neitað að svara spurningum fyrir dómi fyrr en kröfum hans um ríki hvítra manna sé mætt og að „kommúnistar" eins og til dæmis blökkumaðurinn og biskupinn Des- mond Tutu verði tekinn fastur. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Forval Póst- og símamálastofnunin hyggst láta leggja Ijósleiðarastreng á milli Borgarness og Búðardals, og á milli Búðardals og Blönduóss. Verkið felur í sér lögn á strengnum ásamt frágangi á tengibrunnum."- Óskað verður eftir tilboðum í verkin sitt í hvoru lagi, þó þannig að hægt verði að semja við einn verktaka um bæði verkin. Til greina kemur að leigja til væntanlegs verktaka sérhæfðan búnað (plóg, kap- alvagn o.s.frv.). Þeir sem óska eftir að gera tilboð í fyrrgreind verk sendi upplýsingar um vinnuvélakost sinn og fyrri verk til Póst- og símamálastofnunar, Tæknideild, Landsímahúsinu, 150 Reykjavík, merkt: Forval Borgarnes - Blönduós, fyrir 21. febrúar n.k. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanns ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármáiaráðuneytið. Orðsending til bænda á fjárskiptasvæðum Sauðfjárbændur sem eiga rétt á að taka upp sauðfjárhald að nýju haustið 1989, þurfa að leggja inn pöntun á líflömbum fyrir 15. márs 1989. Pöntuninni þarf að fylgja úttektarvottorð héraðs- dýralæknis um að sótthreinsun hafi verið lokið skv. samningi. Allar pantanir skulu vera skriflegar og sendast til Sauðfjárveikivarna, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Reykjavík 9. febrúar 1989 Sauðfjárveikivarnir Tamningarog þjálfun Tökum hross í tamningu og þjálfun að Miðdal í Laugardalshreppi. Upplýsingar í síma 98-61169. Þór og Danni. t Móðir okkar Jónína Jóhannsdóttir Hátúni 8 lést að heimili sínu, sunnudaginn 12. febrúar. Eyþór Steinsson Jóhann Steinsson t Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og dóttursonar Magnúsar Grétars Heiðarssonar Jón Heiöar Magnússon Kolbrún Leifsdóttir Óli Þór Heiðarsson Guörún Sveinsdóttir Valdís Heiðarsdóttir HörðurJónsson Lárus Heiðarsson Leifur Heiðarsson Júlíanna Guðmundsdóttir Lárus Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.