Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 9
'Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR l!llllllinillllllllllll!l!llilll!!l!llll!U!l Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður: Berjumst með öllum ráðum gegn mengun sjávar Ræða flutt á ráðstefnu þingmanna norðlægra þjóða um mengunarvandamál, sem haldin var í Moskvu dagana 31. jan. og 1. febr. Á síðustu misserum hafa umhverfísmál verið í brenni- depli víða um heim og er ísland þar engin undántekning. Þeir sem mest hafa velt þessum málum fyrir sér og bent á hætturnar sem allt mannkyn stendur frammi fyrir, verði ekkert að gert, hafa því eygt þá von, að betri tímar séu framundan og meiri skilnings sé að vænta af hálfu þeirra sem halda um stjórnartaumana. Ég vil því lýsa ánægju með það að til þessarar ráðstefnu hefur ver- ið boðað af hálfu Sovétmanna og leyfi mér að vona að hún muni leiða af sér meiri skilning á vanda- málinu og betri samvinnu þjóða á meðal, sem þýðir betri heim fyrir afkomendur okkar að búa í. Umhverfismál á íslandi eru á margan hátt sérstæð. Það gerir staðsetning landsins í Atlantshaf- inu, atvinnuhættir þjóðarinnar, en 75% af útflutningstekjum þjóðar- innar er sala á fiskafurðum. Raf- orkuver eru ekki mengunarvald- andi svo talist geti, stóriðjuver fá og síðast en ekki síst: þjóðin er fámenn í tiltölulega stóru landi. En þrátt fyrir þetta eigum við okkar staðbundnu vandamál, auk þeirra sem snerta okkur öll, svo sem gróðurhúsaáhrifin og eyðing óson- lagsins. Gróðureyðing á Islandi á þeim 1100 árum sem landið hefur verið 1 byggð er gífurleg. Nú er aðeins um >/4 hluti landsins gróinn og aðeins um 1% klætt skógi, en um 1/4 hluti landsins er talinn hafa verið klæddur birkiskógi við landnámið. Á síðustu árum og áratugum hefur verið barist gegn gróðureyð- ingu. T.d. hefur verið sáð í þúsund- ir km2 af sandbreiðum. Samt sem áður er álitið að við höldum áfram að tapa landi. Víkjum nú að þeim málefnum sem snúa meira að okkur sameigin- lega, norðlægum þjóðum, og þá vil ég fyrir hönd íslensku sendinefnd- arinnar leggja höfuðáherslu á mengun hafsins. Eins og ég nefndi í upphafi, þá eru um 3A útflutningsverðmæta Is- lands sjávarafli. í>að þarf því ekki að hafa mörg orð til að skýra hvers virði það er þjóðinni að sjórinn umhverfis landið haldist ómengað- ur, en í dag er hann talinn lítið mengaður. Við álítum að hættan á að fiskimiðin við ísland mengist alvarlega sé fyrst og fremst fólgin í því að mengun berist með haf- straumum eða í andrúmslofti utan frá, t.d. efnamengun í sjó, geisla- virk mengun í andrúmslofti, en ekki frá takmörkuðum iðnaði og fámennri byggð í landinu. Við vitum að flutningur á geislavirku efni og kvikasilfri á sér stað um höfin. Við vitum að fyrirhugaðir eru flutningar á plútóníum frá Japan til Bretlands, við vitum um flutninga á eitruðum efnum á milli austurstrandar Bandaríkjanna og Evrópu. Við vitum af umferð kjarnorkuknúinna kafbáta og við vitum að herskip og herbúnaður hvers konar fellur ekki undir al- þjóðasamninga sem gilda um mengunarvarnir á sjó. Það er því enginn sem fylgist með ferðum þessara „tóla“ um heiminn. Hver vill hugsa þá hugsun til 'enda, ef slys yrði á eða í hafi á þeim ferðum sem hér hafa verið upp taldar? Þá viljum við leggja sérstaka áherslu á að öll lönd sem menga samningssvæði Parísarsamningsins gerist aðilar að samningnum. Hér er átt við lönd eins og Rússland, Pólland, Austur-Þýskaiand, Sviss og Austurríki. Samningurinn fjall- ar um mengun sem berst út í hafið úr landi. Þetta er mjög mikilvægt atriði í baráttunni gegn mengun hafsins og alls ekki einangrað vandamál þeirra þjóða, sem nefndar hafa verið. Nú er meira vitað um haf- strauma en fyrr og mengaður sjór berst ótrúlega hratt um heimshöf- in. T.d. hefur í gegnum aldirnar borist gífurlegt magn rekatimburs á land á íslandi, komið frá Síberíu. Þetta hefur að vísu verið góð búbót fyrir íslenska bændur, en jafnframt ótvíræð sönnun á straumum í haf- inu. Mengunarslys hafa átt sér stað og við getum því miður ekki fullyrt að þau eigi ekki eftir að verða fleiri. Þess vegna er mikilvægt að koma á aukinni og nákvæmari tilkynningaskyldu slysa. Annað atriði vil ég nefna sem varðar það ástand sem skapast ef mengunar- slys verður, en það er flutningur á mengunarvarnabúnaði og hjálpar- tækjum á milli landa við slíkar aðstæður. Þessi búnaður flokkast oft með hertækjum og því hefur sú staða komið upp að nauðsynleg tæki hafa ekki fengist á slysstað eins hratt og nauðsynlegt hefði verið. En það sem hlýtur að vera allra mikilvægast í þessu sambandi er að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Hjá Norræna fjárfestinga- bankanum hefur þegar verið tekin sú stefna að lána til landa utan Norðurlanda til að fjármagna framkvæmdir vegna mengunar- varna. Þetta er m.a. hugsað til þess að draga úr þeirri mengun sem berst til Norðurlandanna frá ná- grannalöndunum og staðfestir það sem við vitum að er skilyrði þess að árangur náist, þ.e. að samvinna þjóða á sviði umhverfismála geti verið sem best. Ríkisstjórn íslands hefur, ásamt ríkisstjórnum hinna Norðurland- anna, nýlega undirritað tvær fram- kvæmdaáætlanir á sviði umhverfis- mála. Þá hefur ríkisstjórn íslands samþykkt framkvæmdaáætlun um minnkun notkunar ósoneyðandi efna um 38.8% fyrir árið 199T Heildarnotkun ósoneyðandi efna á Islandi er talin vera um 200 tonn. Sala úðabrúsa sem innihalda ósoneyðandi efni verður bönnuð frá og með 1. júní 1990. Mestur hluti þeirra ósoneyðandi efna sem notuð eru á íslandi er notaður í kælikerfi frystihúsa. Fram til þessa hefur þessum efnum verið hleypt út í andrúmsloftið við viðhald og eftirlit, en það verður algjörlega bannað. Þá er í gildi sérstök áætlun um skipulag og uppbyggingu mengun- arbúnaðar hafna. í íslenskum höfnum hefur víðast hvar verið komið fyrir sorpgámum á bryggj- um. Stórátak hefur verið gert af hálfu samtaka útgerðarmanna í þá átt að fá skipverja til að safna sorpi frá skipum og skila þegar komið er í höfn. Fyrir nokkrum árum var öllu hent beint í sjóinn og einn helsti mengunarvaldur í hafinu við ísland eru lífræn efni í formi drauganeta og kaðla úr gerviefnum og dúkar úr plasti. Auk þess má nefna einangrunarplast sem mulist hefur niður og sjávardýr gleypa sem fæðu. Það er óhætt að fullyrða að hugarfarsbreyting hefur átt sér stað hvað snertir það að henda rusli í sjó, enda höfum við málshátt á íslensku, sem segir: „Lengi tekur sjórinn við“ = lengi, ekki enda- laust. íslensk stjórnvöld hafa ákveðið sérstaka mengunarlögsögu um- hverfis ísland. Mengunarlögsagan nær 200 sjómílur til hafs eins og efnahagslögsagan, en getur þó náð 350 sjómílum á vissum svæðum. Þetta hefur verið gert á grundvelli ákvæða hafréttarsáttmála Samein- uðu þjóðanna til þess að koma í veg fyrir mengun í hafi. Ég vil því að síðustu leggja sérstaka áherslu á að þær þjóðir sem standa að hafréttarsáttmálan- um taki sig nú til og staðfesti samninginn hið fyrsta, enda er samningurinn þegar kominn í gagnið. í Brundtlandsskýrslunni „Our Common Future“ segir orðrétt: „Mikilvægasta aðgerð sem þjóð- ir geta hrundið í framkvæmd í upphafi til að vernda lífsskilyrðin í sjónum, sem nú er ógnað, er að staðfesta hafréttarsáttmálann.“ Þessi orð læt ég verða mín loka- orð og þakka áheyrnina. VEIÐIMÁL Laxveiðin við Grænland í skýrslu Grænlensku fiskirann- sóknanna fyrir árin 1986 og 1987, sem var að koma út, er greint frá heildarveiði á laxi í sjó við Grænland umgetin ár. Þar kemur fram, að laxveiðin 1986 var 966 lestir (320.100 laxar) og 1987 960 lestir (306.200 laxar). Rannsóknir fóru fram á þessum árum á laxinum, sem veiddist, á vegum nefndrar stofnunar í sam- vinnu við kanadíska og bandaríska líffræðinga. Meðal annars voru tekin hreistursýni af 3 til 4 þúsund löxum og 15 til 20 þúsund fiskar lengdar- mældir úr efnivið sem fékkst í lönd- unarbæjunum Sisimiut, Nuuk, Pa- amiut og Narsaq. Ríflega 50% amerískur lax Niðurstöður rannsóknanna leiddu m.a. í ljós, að hlutdeild lax sem upprunninn er í Bandaríkjunum og Kanada var þessi ár á bilinu 54-58 af hundraði, en hitt Evrópulax. Þannig fengust 1986 alls 179.800 laxar af norður-amerískum uppruna að heildarþyngd 520 lestir (54%) og 140.300 laxar upprunnir í Evrópu að heildarþunga 446 lestir (46%). Á árinu 1987 voru NA-laxarnir 179.900 talsins að heildarþunga 553 lestir (58%) og frá Evrópu 126.400 laxar að þunga 407 lestir (42%). Langmest 2ja ára lax Um það bil 96% af laxinum hafði dvalið rúmlega eitt ár í sjó þegar hann veiddist við Grænland. Einnig kom fram að laxinn frá Norður-Am- eríku var minni en Evrópulaxinn. Kemur þetta heim og saman við fyrri ára rannsóknir á þessu sviði. Meiri laxgengd en árin áður Athuganir á dagveiði laxveiði- manna þeirra á árunum 1986 og 1987 bentu til að laxastofninn væri stærri en árin þar á undan. En þrátt fyrir þessa vitneskju er ekki hægt að segja neitt til um hversu öflug laxgengdin verði á næsta ári vegna þess að nær öll veiðin byggist á rúmlega eins árs fiski úr sjó, eins og áður var greint frá. Dregið úr sjávarveiði Eins og kunnugt er, hefur með alþjóðlegu samkomulagi tekist að þrýsta niður laxveiðifeng, sem tek- inn er við Grænland. Þannig fengust á sínum tíma á einu ári um 2.400 lestir af laxi í sjó í grænlenskri lögsögu. Nú er kominn kvóti á þessar veiðar, eins og fyrrgreindar tölur sýna, og hafa orðið mjög mikil umskipti hvað afla snertir. íslenskur lax í veiðunum Meðal þeirra landa, sem leggja til lax í veiðarnar við Grænland, er ísland. Nokkur fiskmerki, sett á laxaseiði hér á landi, hafa komið fram í veiðunum á þessum slóðum. Samræmdar fiskmerkingar Hér að framan var minnst á merk- ingar á laxaseiðum, sem hafa verið mjög umfangsmiklar á vegum opin- berra aðila hér á landi seinni árin. Þannig hafa verið merkt um 200 þúsund gönguseiði af laxi á ári. Eru notuð örmerki sem skotið er inn í snjáldur seiðanna og síðan er klippt- ur af merktum seiðum veiðiugginn til að seiðin hafi útvortis einkenni um að merki sé í viðkomandi laxa- seiði. Að þessu starfi er unnið í samvinnu við erlenda aðila. Nokkuð hefur borið á því að forráðamenn eldisstöðva hafi ugga- klippt eða merkt lax- og silungsseiði til notkunar í fiskeldi eða fiskrækt án samráðs við Veiðimálastofnun. Hef- ur viðkomandi aðilum verið bent á það, að skylt er samkvæmt lögum að leita heimildar hjá nefndri stofnun fyrir merkingum af þessu tagi. Það liggur í augum uppi hversu mikilvægt það er að ekki sé sleppt veiðiuggaklipptum laxaseiðum, án þess að þau séu örmerkt. Þetta gæti valdið ómældum óþægindum fyrir rannsóknir af þessu tagi, þar sem veiðimenn eru hvattir til þess að skila snoppum af hausi laxa, sem vantar á veiðiuggann. Skortur á samhæfingu í merking- um veldur einnig óhagræði í alþjóða rannsóknarverkefnum, við Færeyjar og Vestur-Grænland, þar sem leitað er að útvortismerkum og örmerkjum úr löxum úr sjávarveiði. Af fyrrgeindum ástæðum eru við- komandi aðilar hvattir til að stunda ekki merkingar á laxi nema að hafa um það samráð við Veiðimálastofn- un. e.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.