Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.02.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. febrúar 1989 Tíminn 7 Fimm bændur á Suðurlandi ganga á fund ráðherra og leggja fyrir hann sínar eigin tillögur til stuðnings loðdýraræktinni, segjast ekki sáttir við vinnubrögð S. Í.L.. Vilja 15-20 ár til að greiða skammtímalán Allt bendir til að upp sé að koma klofningur innan Sambands loðdýrabænda. Fimm Ioðdýrabændur af Suður- landi gengu í síðustu viku á fund Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráðherra og gerðu honum grein fyrir leiðum er þeir telja vænlegri til úrbóta fyrir loðdýrabændur en þær sem fulltrúar loðdýraræktarinnar og ríkisstjórnin hafa náð samkomulagi um. Þar hafna þeir m.a. öilum styrkjum til greinarinnar. í aðgerðum sem ákveðnar hafa verið til stuðnings loðdýraræktinni er reiknað með að 60 milljónum verði varið til þess að gera nauð- ungarsamninga við viðskiptabanka loðdýrabænda. Priðjungur allra lausaskulda verði afskrifaður og það sem eftir er verði greitt á skuldabréfi. Aðsögn ViðarsMagn- ússonar í Ártúnum, sem er einn þessara fimm bænda, eru hann og félagar hans ekki tilbúnir til að sætta sig við svona vinnubrögð. Hann bendir á að ef farið verður út í nauðungarsamninga við bankana og einn þriðji af skuldum bænda afskrifaður njóti þeir ekki láns- trausts lengur og verði annað hvort að fá lánuð traust veð, eða láta aðra taka lánin fyrir sig. Þess utan tapi fóðurstöðvarnar og fyrirtæki tengd loðdýrabændum s.s. Hag- feldur tugurn milljóna. Viðar nefndi sem dæmi að Fóðurstöð Suðurlands tapaði, ef farið væri út í slíka nauðungarsamninga urn það bil 10 milljónum, og það tap kæmi fram í hækkuðu fóðurverði til bænda. Sú leið sem þeir félagarnir benda á er að þær 60 milljónir scm um ræðir renni ekki sem styrkur til bænda heldur verði eins konar bakábirgð þeirra við skuldbreyt- ingar. Viðar Magnússon heldur því frani að það sem raunhæft væri að gera fyrir loðdýrabændur sé að breyta öllum þeirra skammtíma- skuldum í langtímaián til 15-20 ára, lán með hóflegum vöxtum. En lausaskuldir loðdýraræktenda eru nú á bilinu 250-300 milljónir. í tillögum bændanna fimm er reikn- að með að milljónirnar 60 verði bakábirgð vegna þeirra bænda er , hugsanlega kynnu að verða gjald- þrota á þessu tímabili. en Fram- leiðnisjóður veröi sjálfsskuldar- ábirgðaraðili fyrir skúldbreyting- unni. Þá verði afborgunum til Stofnlánadeildar landbúnaðarins ekki frestað en settur 10% skattur á hvert skinn erseljist ápeningsem er yfir ákv. viðmiðunarverði (1.400 kr. ísl.jog gangi hann upp í skuldir viö Stofnlánadeildina. Bændurnir fimm sem gengu á fund ráðherra gerðu það upp á sitt einsdæmi og án samráðs við Sam- band íslenskra loðdýraræktenda. Þeir höfðu ekki heldur fengið sam- þykki fyrir öllum þeint hugmynd- um er þeir lögðu fyrir Steingrím J. Sigfússon innan raða sinna félaga í loðdýraræktinni á Suðurlandi. „Við verðum væntanlega teknir á beinið al' félögum okkar“, sagði Viðar. ,.en við ákváðum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar. Okkur fannst þetta ganga hægt og hug- myndin var sú að sjá hvernig kerfið brygðist við ef við kæmum rneð skítinn undir nöglunum og sett- umst inn á borð hjá þeim". Hann bætti við að honum fyndist að Samband íslcnskra loðdýrarækt- enda hefði cinfaldlega ekki staðið sig nógu vel og þegar þessi fimm manna hópur fór af stað hafi viss taugatitringsgætt innan raða S.Í.L. Jón Ragnar Björnsson fram- kvæmdastjóri S.Í.L. hafði ekki kynnt sér nákvæmlega hvað bænd- urnir af Suðurfhndinu höfðu lagt til en sagði slíkt upphlaup kjánalegt þegar loðdýrabændur þyrftu þess með að standa saman. - ág. Norðurlandamótið í skólaskák: Sigursælir íslendingar Arnar E. Gunnarsson yngsti sigur- vegarinn á Norðurlandamótinu í skólaskák. Arnar var jafnframt sá eini sem hlaut fullt hús eða 6 vinn- inga af 6 mögulegum. Tímamynd: Pjetur íslendingar urðu sigurvegarar í fjórum aldursflokkum af fimm á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fór fram um helgina. Keppt var í Gerðubergi í Reykjavík en um var að ræða einstaklingskeppni og voru keppendur 64 á aldrinum tíu til tuttugu ára. í flokki 17 til 20 ára sigraði Þröstur Þórhallsson með 5 vinninga af 6 mögulegum. I flokki 15 til 16 ára Þröstur Árnason með 5 vinninga. I flokki 13 til 14 ára Héðinn Stein- grímsson með 5 1/2 vinning. Finninn Erkki Lassila sigraði í flokki 11 til 12 ára með 4 vinninga. Helgi Áss Grétarsson keppti í þessum flokki og hafði sama vinningafjölda en var hálfu stigi lægri og varð því að láta sér lynda annað sætið. I flokki tíu ára og yngri bar Arnar E. Gunnars- son sigur úr býtum með 6 vinninga af 6 mögulegum. Þegar vinningar tveggja efstu keppenda í hverjum flokki höfðu verið lagðir saman urðu fslendingar efstir nteð 40,5 vinninga. Danir og Finnar urðu jafnir með 30,5 vinn- inga, Svíar fengu 27,5 vinninga og Norðmenn ráku lestina með 24 vinn- inga. SSH Keppendur á skákmótinu létu rafmagnsleysið ekki hafa áhríf á gang mála og luku mótinu á tilsettum tíma. Timamynd: Pjetur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra varpaði fram þeirri spurningu á fundinum í gær hvort ekki væri rétt að láta Grænlendingum NATO-flugvöllinn eftir. Fundurinn var haldinn á efri hæð veitingastaðarins Gaukur á Stöng. Tímamynd: Árni Bjarna. Forsætisráöherraleggstgegn NATO-flugvelli hérálandi: NATO-völlurinn til Grænlands? Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist á hádegisverð- arfundi Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík í gær þeirrar skoðunar að ekki ætti að byggja varaflugvöll fyrir fé Atlantshafs- bandalagsins hér á landi, en benti á Grænland í því sambandi. Nokkuð var rætt á fundi F.U.F. í Reykjavík um tilboð Atlantshafs- bandalagsins um að reisa flugvöll á íslandi er gæti þjónað hlutverki varafiugvallar fyrir þotur bandalags- ins. Er þar um að ræða mannvirki upp á 10-11 milljarða kr. Steingrím- ur vísaði í því sambandi til orðalags í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn- ar, þar sem segir að ekki skuli ráðist í byggingu frekari hernaðarmann- virkja hér á landi og sagði að þar hefði Alþýðubandalagið neitunar- vald. Hann benti á þá leið sem Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- málaráðherra hafur lagt til að Sauð- árkróksllugvöllur, Egilsstaðaflug- völlur og Akureyrarflugvöllur þjóni sem varaflugvellir fyrir farþegaflug íslendinga. „Jonatan Mosfeldt vill fá þennan völl til Grænlands, eigum við ekki bara að leyfa honum að byggja hann þar,“ sagöi forsætisráð- herra. spurningar hvort tilboð þetta væri gert í þeim tilgangi að spilla starfs- anda vinstristjórnar á íslandi og vitnað í því sambandi til tilboðs um byggingu hafnar í Hvalfirði í tíð vinstristjórnar Hermanns Jónasson- ar, en kvað hann slíkt ekki trúverð- Steingrímur var spurður þeirrar ugt. ag- Söngferð til ísraels Kirkjukórasamband Austur- lands ráðgerir söngferðalag til ísra- els um næstu jól. í ferðinni verður meðal annars sungið við fæðingarkirkjuna í Betlehem á aðfangadag og í Þjóð- leikhúsinu í Jerúsalem á jóladag ásamt kórum frá fleiri löndum. Þátttakendur koma víðsvegar af Austurlandi, samtals urn áttatíi ntanns. Kirkjukórarnir þiggja engin laur fyrir sína vinnu og eiga því engt sjóði. Kórfélagar munu þess vegnr afla peninganna með vinnufram- lagi á ýmsan máta. Einnig mur sambandið leita eftir styrkjum sem síðan verður skipt niður á alla kórfélagana. jkfa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.