Réttur


Réttur - 01.02.1928, Side 95

Réttur - 01.02.1928, Side 95
Rjettur] GALDRA-LOFTUR 97 þjóðsagnaritun hans hefir borið, löngu síðar en hann er horfinn úr lifenda sveit. En hvað seiddi Jóhann Sigurjónsson að Oaldra-Lofti? Hví heillaðist hann til að yrkja um hann? Ef leyst er úr þeirri spurningu, skilst frumhugsun sjónleiksins betur en áður. Efnisval er eigi alls kostar heppilegt heiti á því, er skáld tekur sér efni til um-yrkingar. Oft er sanni nær, að efni velji skáld en skáld velji efni. Slíkt orðalag er þó villandi. Efnið kveikir í skáldinu, hrífur hann. Pví Iýstur sem eldingu í hug honum. Pað verður honum að vitrun eða skuggsjá. í skuggsjá efnisins kennir skáldið sjálfs sín reynslu, sorgir og sælu eða skilning sinn á lögmálum lifs og sálar. Kviknun yrkisefna fer því eftir lífsskoðun skáldsins, lífsreynslu, hæfileikum og þeirri tegund listar, er hann er leiknastur í. En stundum virðist sem fólgin forsjón í, að þau efni berast að rithöfundum, sem þeir einmitt þörfnuðust og þeim dugðu bezt. Jóhann Sigurjónsson varð í æsku mjög hrifinn af þjóð- sögunni af Galdra-Lofti. Er slíkt eigi undarlegt um fæddan sjónleika-höfund. Oaldra-Loftur í þjóðsögu Skúla Gísla sonar er hinn válegasti skaðræðismaður. Hann er þar magnaður fjölkyngi og djöfullegum skelmiskap, logandi af losta og ástríðum, sturlaður af banvænu hugarstríði, æfilok hans hroðaleg og fáránlegri ófreski blandin. Er þjóðsagan all sköpuð af tröll-auknu ímyndunarafli. Er mikill leikrænn kraftur í frásögninni af særingum Lofts í veglegasta helgidómi landsins. Alt er hér áhrifaríkt, hroll- vænlegt, drungalegt. Að næturþeli þylur galdramaðurinn særingar sínar. Heilög dómkirkjan þrumir þögul sem leiðin í garðinum umhverfis hana. Pað eykur áhrifin, að tunglskin lýsir kirkjuna, verpur á hana annarlegum fölva og huldublæ. Sýning á slíku var likleg til mikilla áhrifa á leiksviði, ef gera mætti hana þannig úr garði, að áhorfendur festu nokkurn trúnað á. Slík áhrif voru þó auka-atriði, smámunir. Eitt sér gat slíkt aldrei laðað 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.