Réttur


Réttur - 01.02.1928, Page 98

Réttur - 01.02.1928, Page 98
ÍOO GALDRA-LOFTUR [Rjettur mannskemdum og þjóðarskaða. Pessi orð má ekki skilja svo, sem hér sé öll stjórnmáiabarátta lítils virð, þótt hún sé einatt meinlega gölluð, af spiltum rótum sprottin, sem mörg önnur iðja og ástundun breyskra manna. Pað er engum efa orpið, að þýzkur ritsnillingur og stórmenni andans hefir orkað á skoðanir skáldsins á áhrifum og magni mannlegrar valdagirni. Á fyrstu Hafn- arárum sínum dáðist Jóhann mjög að heimspekingnum Nietzsche, ritsnild hans, andagift og kenningum. Nietzsche verður, sem kunnugt er, tíðrætt um valdagirni mannanna, og hversu mannleg viðleitni á oft rót að rekja til hennar*. Og eigi virðist óhugsandi, að Jóhann hafi kallað »Rauð- skinnu« Göttskálks grimma »bók máttarins« fyrir áhrif frá heiti á einni bók eða bókarbroti Nietzsches, „ Wille zur Macht“, þótt slíkt sé — auðvitað — getgátan ein, En það styrkir þessa ágizkun, að á dönsku kallar skáldið Rauðskinnu »Magtens Bog« eða »bók valdsins«, sem kalla ætti hana, eftir því, á íslenzku. En það »kom til af orsök«, sem stundum er sagt, að Jóhann varð svo snortinn af þessum mikla Rjóðverja. Kenningar hans um mannlega valdabaráttu hafa komið vel heim við athuganir sjálfs hans og reynslu. Jóhann hafði þegar á skólaárum sínum næman skilning á ráðríki og forustuveiki. Eitt sinn bar hann upp einhverja tillögu í skólamálum og ræddi um hana við einn skólabróður sinn, sem andæfði. Segir Jóhann við hann að lyktum eitthvað á þessa ieið: »Eg skal segja þér, hvers vegna þú ert þessari tillögu mótfallinn. Pað er af því, að hún kemur ekki frá N. N.« (hann nefndi viðdeilanda fullu nafni). Sennilega hefir þessi skilningur skáldsins réttur verið. En hvað sem því líður, sýnir þetta svar, að snemma beygðist hér krókurinn til þess, er verða vildi um mann- * Sjálfur er eg ókunnugur Nielzsche og þekki hann nær eingöngu af annarra frásögn. En hér er verkefni handa ungum bókiðna- manni, að kanna ger áhrif Nietzsches á jóhann Sigurjónsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.