Réttur


Réttur - 01.02.1928, Page 112

Réttur - 01.02.1928, Page 112
114 GALDRA-LOFTUR [Rjettuv síns á samúð með öðrum mönnum og á kærleiksþeli í þeirra garð. Er hvorttveggja, að einræningsháttur Lofts fær ekki samþýðst umhyggju um annarra velfarnað, enda er einangrun hans ekki lagið að glæða svo dýra dygð. En Loftur ér ekki undinn úr einum streng. Hann er breyti- legur, valdalöngun hans breytist. Pvf er erfitt að átta sig á honum. Sumir, bæði innan lands og utan, skilja svo, að hann sækist eftir valdinu til að beita því í þarfir hins góða. Sá skilningur styðst við nokkur rök. Hann ráðgerir, með fram og annað veifið, að minsta kosti, að neyta því til góðs. Annars er þetta atriði harla óljóst, of óljóst. En þótt Loftur sé eigingjarn, er hann ekki eintóm ill- menskan. Pótt hann brjóti hræðilega boðorð mannlegrar samvizku, fer fjarri, að hann sé samvizkulaus. »Eg er brotasilfur, molar af illu og góðu«, segir hann. Loftur er tvíeðlis maður, sem Sigurður Nordal myndi að orði kveða. Pað veiklar hann og tvístrar orku hans í baráttu fyrir valdinu, að í sjálfum honum er samtímis háð stríðið mikla milli góðs og ills. Hann sér ekki aðeins með aug- um dómgreindar og skynsemi muninn mikla á illu og góðu. í hjarta sér finnur hann til sliks meginmunar. Annaðhvort hlýtur jafn-ástríðu-fullur maður sem Loftur að kenna samvizkubits æsilega, óþolanlega, eða kenna þess alls ekki. Dularfylsta fyrirbrigði mannlegrar sálar og jafn-framt eitt hið mikilvægasta þeirra allra eru þau hegn- ingarlög, sem letruð eru í flestra hjörtu og sjálf fram- kvæma þar sjálfra sín ákvæði. Slík hegningarlög eru stórum stöfum letruð í hjarta Galdra-Lofts. Barátta góðu og illu molanna í sjálfum honum tryllir hann, sprengir hann allan i sundur. Sökum ósigurs góðu molanna í baráttu við illu molana öðlast hann ekki »valdið«. Hegningarlögin í sjálfs hans hjarta dæma hann dauða- sekan og taka hann af lífi. Sú er skýringin á ósigri hans og aldurlokum. Athugum gerr sálarstríð hans, úrslit þess og sögu. Ilt og gott á siðferðilega vísu er eitt helzta umhugs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.