Réttur


Réttur - 01.01.1966, Side 27

Réttur - 01.01.1966, Side 27
II É T T U R 27 betur en nokkru sinni fyrr samhengið milli atvinnulegra framfara í landinu og |)ess pólitíska frelsis, sem keppa yrði að. Hann trúir því, að verzlunarfrelsi á Islandi verð.i undanfari liins pólitíska frelsis, hann vill að menn „ólmist“ í húnaðarfélögum og bændaskólum, Politiken kemur af sjálfu sér, en líkamleg framför er nú það sem mest ríður á, segir hann í bréfi til Páls Melsteds yngra. Hann kann sér engin læti þegar hann segir séra Þorgeiri Guðmundssyni, að farið sé að flytja inn plóga til Islands í stórum stíl. I hverr.i efna- hagslegri og tæknilegri framför á Íslandi eygir hann pólitískt frelsi þjóðarinnar á næsta leiti. En á hinn bóginn lelur hann víst, að innlimunartilraun.in frá 1851 verði ítrekuð og þá verði ekki hægt að reiða sig á embættismennina, „sízt þá, sem eru í æðri röðum. Þeir álíta sig selda og eru það“, segir hann í bréfi til Gísla Hjálm- arssonar, „og mega líka gjarnan vera það, þegar þeir passa embætti sín, og enginn ætlast til að hafa þá til annars. Þeir eru góðir að vaka yfir anncienniteti sjálfra sín, en ekki yfir réttindum þjóðar- innar.“ Enn sem fyrr kennir fyrirlitningar hjá Jóni á íslenzkum embættismönnum og þá setur hann allt sitt traust á alþýðuna. „Mér finnst nú allt benda til þess, að alþýðan á íslandi sé það eina sem megi fá vit úr, og kenna vit, en þessir hálfstúderuðu dönsku emb- ættismenn, sem liggja andfæting hvor um annan í drabbi og sukki, sýnist mér lakari," segir hann í bréfi til Gísla Hjálmarssonar 6. sept. 1856. Stuttu eftir að þessi orð voru skrifuð var kosningarréttur til alþingis rýmkaður að miklum mun. Frá því að alþingi var endur- reist 1843 hafði kosningarréttur verið bundinn við 10 hundraða jarðeign, eða 20 hundraða leigujörð í eign þjóðar eða kirkju, leigu- liðar einstakra manna höfðu ekki kosningarrétt. I bæjuin var kosn- ingarréttur bundinn húseign, sem metin var til 1000 rd. Arið 1857 var kosningarréttinum breytt á þá lund, að hann skyldi veittur bænd- um, sem hefðu grasnyt og greiddu nokkuð til allra stétta, en í bæj- um fengu kaupstaðarborgarar, er greiddu 4 rd til sveitar og tómt- húsmenn er greiddu 6 rd í sveitarsjóð kosningarrétt. Með þessum ákvæðum fengu íslenzkir bændur stóraukinn kosningarrétt, aðeins jieir sem ekkert guldu til allra stétta eða ])águ sveitarstyrk misstu af kosningarréttinum. En fjölmennasla stétt landsins, vinnuhjúin voru eftir sem áður án kosningarréttar. Islenzk bændastétt, sem nú var að meiri hluta búin pólilískum réttindum, fylkti sér nær einhuga um Jón Sigurðsson og fylgis-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.