Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 58

Réttur - 01.01.1966, Page 58
58 RÉTTUR vart borgaraflokkunum að veruleika og á vissum sviðum þjóðfélags- ins tekst nú verkalýðnum að framfylgja forystuhlutverki sínu, bæði með starfi Alþýðusambandsins og verklýðsfélaganna á þessum árum og í nýsköpunarstjórninni 1944—47. Enn tekst að sundra þeirr.i samstöðu verkalýðsflokkanna, sem er forsendan fyrir forystu verkalýðs og launþega í þjóðfélaginu. „Kalda stríðið“ vinnur sitt verk fyrir auðvald heimsins hér sem annars staðar. Alþýðuflokkurinn lendir fyrst í samsteypu með báðum borg- araflokkunum, en er svo sparkað og fésýsluflokkarnir tveir mynda sína helmingaskiptastjórn 1950—56. A árinu 1955 hafði samstæð verklýðshreyfing enn sýnt sjálfstæði sitt og vald í sex vikna verkfallinu mikla, og fésýsluflokkastjórnin síðan sundrazt um veturinn. En í stað þess að Alþýðuflokkurinn sem lieild tæki nú höndum saman við Sósíalistaflokkinn, eins og eðlilegast hefði verið, — nær Framsóknarforustan enn tökum á honum, ánetjar hann sér í „Mræðslubandalaginu“, þannig að þeir bjóða fram sem einn flokkur væri í þingkosningunum 1956. Hinir yngri for.ingjar Alþýðuflokks- ins þurftu nú að læra sjálfir það, sem hinir eldri höfðu þegar gengið í gegnum. Framsókn hafði hins vegar ekkert lært og beitti hús- bændavaldinu yfir Alþýðuflokknum af slíkri hörku í vinstri stjórn- inni 1956—58, að þegar Framsóknarforingjarnir sundruðu henni í ofstæki vegna kauplækkunarkrafna sinna, strauk Alþýðuflokkur- inn úr vistinni beint til íhaldsins. Ólafi Thors tóksl með stjórn- kænsku sinni að gera þann hlut í desember 1958, sem Jónas frá Hriflu var að koma í veg fyrir með stjórnkænsku sinni 1916: að burgeisastéttinni í Reykjavík tækist að ná tökum á verulegum hluta verkalýðsins eða einum heilum flokki hans. Enn lendir það á Sósíalistaflokknum einum og handamönnum hans í Alþýðubandalaginu að halda uppi merki sjálfstæðis verka- lýðshreyfingarinnar í stéttabaráttunni eftir beztu getu og halda á lofti þeirri hugsjón að verkalýðs- og launþega-stéttin tæki forystu í þjóðfélaginu. Sú hugsjón verður eins og hér standa mál ekki framkvæmd án samstarfs beggja verklýðsflokkanna. Og frá því í nóvember 1963 að afstýra tókst þeim harðstjórnaraðgerðum, sem þá voru fyrir- hugaðar af afturhaldsöflum í ríkisstjórnarherbúðunum, hafa verk- lýðsflokkarnir verið að nálgast livor annan, skilningur þeirra á sam- eiginlegri skyldu um samstarf vegna sömu umbjóðendastéttar farið

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.