Réttur


Réttur - 01.01.1966, Page 42

Réttur - 01.01.1966, Page 42
42 RÉTTUR Þegar Ólafur dvaldi á Akureyri þennan vetur lét hann fjölrita lög Jafnaðarmannafélagsins og frumvarp, er liann gerði að stefnuskrá jafnaðarmanna á Islandi. Þessi skjöl mun hann hafa sent ýmsum, en m. a. Þórólfi Sigurðssyni frá Baldursheimi, sem þá dvaldist í Reykjavík. Og í bréfasafni Þórólfs, sem sonur hans Sigurður hefur varðveitt svo vel, eru bæði þessi skjöl. Mér er ekki kunnugt um að jiau séu annarsstaðar til og hef ég ekki séð þau áður. Gerðum við þó á sínum tíma á Akureyri ýmsar ráðstafanir til þess að hafa upp á einhverju um gamla félagið, en tókst ekki. Þessi skjöl birtast nú hér eins og þau eru með ritvillum og eyðum. Er stefnuskráin öll, en þó sérstaklega síðasti hluti hennar, táknrænn fyrir hugsunarhátt Ólafs Friðrikssonar á þessum tíma, jafnframt því, sem hún lýsir því hvernig hugmyndin er að koma í veg fyrir jiróun auðvalds á Islandi. STEFNUSKRÁ ÍSLENZKRA JAFNAfiARMANNNA I. Vér viljimi vinna af alefli móti því, að sú skipting á landslýðnum í ríka og öreiga, sem er í flestum mentalöndum, verði á Islandi. Vér viljum minka þann mun, sem nú þegar er orðinn hér á landi á ríkum og fátækum með því að láta atlðsuppsprettlir landsins renna sem rikulegast, og Jiannig aS l>að verði eigi einstakir menn sem græði ofjjár heldur alrnenn- ingur, l>.e. hver og einn sem vill vinna. Það er langt frá því, að vér viljum lianna eða koma í veg fyrir, að duglegir og framtakssamir menn verði auðugir, því vér viljum veita einstaklingnum fullt frelsi til hvers sem er, skaði jtað eigi aðra. Réttur einstaklingsins takmarkast af rétti annara einstaklinga. Hið sanna frelsi er því takmörkun réttar hins sterka til þess að troða niður Jiann, sem minni er máttar. Vér viljum gera fátœktinu útlœga og réa öllum árum að því, að hér á landi verði aðeins EIN STÉTT Ji.e. starfandi mentaðir menn. Ekki að heimtað sé, að allir vinni líkamsvinnu, Jié flestum sé hún holl og heilsusamleg, heldur að hver og einn sé í raun og sannleika metinn eingöngu eftir Jiví, hve duglegur, nýtur og góður maður hann er, en ekki einsog oft er nú eftir því hvar hann er settur í þeim af fávísum tilbúnum metorðastiga Jijóðfélagsins, sem oft er þess valdandi, að ungir menn, af Jiví einn starfi þykir ‘fínni’ en annar, leggja eigi það fyrir sig, er Jieir sam-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.