Réttur


Réttur - 01.01.1966, Síða 68

Réttur - 01.01.1966, Síða 68
68 R ÉTT UR stéttarmálum. En þar með er ekki sagt að það sé rangt frá sósíalist- isku sjónarmiði að verklýðsfélög séu sem heild jafnframt meðlimir í sósíalistiskum heildarflokki eða -bandalagi. Það er engum efa bundið að það hefur verið hinum stóru verklýðsflokkum Norður- landa og Bretlands styrkleikur og visst aðhald að þorri verklýðs- félaga er í þeim, þótt það vald hafi oft verið misnotað og hagnýtt í flokkspólitísku einokunarskyni. En ef allir verklýðsflokkar eins lands stæðu í einu sambandi eða bandalagi, þá væri þeim vissulega styrkur og aðhald í senn, að verkalýðurinn í sínum verklýðsfélögum hefði beina aðild að þeim samtökum og gæti þannig hjálpað til að halda flokkum sínum á réttri braut. Því voldugri og sterkari sem flokkur eða flokkasamsteypa verkalýðsins verður, því nauðsynlegra að fólkið sjólft í félögunum geti alveg beinlínis verið virkt í flokkn- um. Það má aldrei gleymast, að „oft voru fjötrar foringjans fastast sem að þér reyrðu.“ En auðvitað er slíkt fyrirkomulag ekki heldur nein trygging. Trygging fæst ekki í neinu skipulagsformi, heldur aðeins í þeim anda, sem í því ríkir: í tryggðinni við hugsjón sósíal- ismans og hagsmuni hins vinnandi fjölda, í hugdirfskunni að þora að berjast fyrir málstað fólksins hvar sem er, í þeirri vizku að kunna að stjórna baráttu fjöldans rétt í bráð og lengd. Eftir 1942 hafa hinsvegar hin pólitísku skipulagsmál verklýðs- hreyfingarinnar ekki fundið neina endanlega lausn. í aldarfjórðung hafa Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn háð hver sína bar- áttu, einstaka sinnum staðið saman. Ég ritaði um það 1946*) um *) Þessi grein birtist í Rétti 1. hefti 1946 bls. 1—39. Þar sagði m. a. á bls. 27—28 eftirfarandi. (Greinin er líka prentuð sér í „Vort land er í dögun“). Á bls. 27: „Friðsamleg framkvæmd lýðræðis al|)ýðunnar, sósíalismans, — sem reyndist hvað eftir annað hörmuleg tálvon eða sjálfsblekking á tímabilinu 1917—39, — er nú raunhæfur möguleiki, sem alþýða landanna hlýtur að ein- beita kröftum sínum að í fullu trausti þess, að yfirlýsingin um, að hver þjóð skuli sjálf ráða stjórnarfari sínu, eigi sér nú hina sterkustu stoð í veruleik- anum, sakir hinna breyttu valdahlutfalla í heiminum." Á bls. 28: „Breyttar aðstæður heimta breytta bardagaaðferð. Aðstæður tíma- bilsins 1917—39 eru að hverfa og með þeiin ástæðurnar til klofningsins í verklýðshreyfingunni, kjarnanum í lýðræðishreyfingu 20. aldar. Hið eðlilega pólitíska skipulagsform sósíalismans á tímabilinu eftir 1945 er einn fjölda- flokkur allra þeirra, sein berjast fyrir sósíalismanum, fyrir völdum alþýðunnar í stjórnarfari sem atvinnuiífi og gegn yfirráðum þeim, sem peningavaldinu tekst enn að lialda í ýmsum löndum heims. Slíkur flokkur getur einbeitt sér
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.