Réttur


Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 36

Réttur - 01.01.1966, Blaðsíða 36
36 RETTUR löngu og endanlega nú, þegar fyrir liggur að óhjákvæmileg eru stór- felld miðlunarvirki fyrir ofan virkjunarstaðinn. í umræðum um þessi atriði hefur það verið athyglisvert að stjórnarvöldin hafa aldrei fengizt til að nefna ákveðna tölu um kostnaðarverð á raforku frá Búrfellsvirkjun — um það atriði hefur ríkt óvissa, þótt sagt hafi verið stundum með almennu orðalagi að tilboð hringsins muni vera fyrir ofan kostnaðarverð. Virðist ekki seinna vænna að hæstvirt rikisstjórn ger.i fullkomna og ýtarlega grein fyrir þessu atriði og dragi ekki undan neina kostnaðarliði. Komi þá í ljós — eins og full ástæða virðist til að ætla — að tilboð svissneska hringsins nær ekki raunverulegu kostnaðarverði, væri fróðlegt að fá skýringar stjórnar- valdanna á því hvernig samningar af því tagi geta verið hagkvæmir íslendingum, hvernig hægt er að ætlast til þess að íslendingar borgi hreinlega með raforku til hins erlenda fyrirtækis. Sú röksemd heyrist stundum að hér sé um að ræða afgangsorku sem íslendingar þurfi ekki að hagnýta á næstunni, og því séu tekj- urnar af viðskiptum við alúmínhring.inn fundið fé, þótt verðið sé lágt, og létti okkur það stórvirki að beizla Þjórsá við Búrfell. En ekki þarf að líta langt fram í tímann til þess að átta sig á því að þessi röksemd stenzt engan veginn. Af 210 þúsund kílóvatta virkjun ætlar hringurinn sér 126 þúsund kílóvött, en okkur verða aðeins eftirskilin 84.000 kílóvött. Raforkunotkun íslendinga eykst hins vegar mjög ört, hún hefur tvöfaldazt á hverjum áratug að undan- förnu, og samkvæmt orkuneyzluspá Raforkumálaskrifstofunnar verða íslendingar búnir að fullnýta alla þá orku sem þeim verður eftir skilin frá Búrfellsvirkjun 1976—1977. Þá yrði ný virkjun að vera komin í gagnið í okkar þágu, þannig að framkvæmdir við hana yrðu að hefjast mjög fljótlega eftir að Búrfellsvirkjun væri lokið. Sérfræðingar telja að Búrfellsvirkjun sé hagkvæmasta virkjun sem finnanleg er á íslandi, svo að næsti áfangi verði mun dýrari; bilið milli þess raforkuverðs sem íslendingar eiga að búa við og alúmín- hringurinn greiðir heldur áfram að stækka. Ef kaup alúmínhrings- ins á umframorku ættu að vera hagkvæm íslendingum, yrðum við að eiga kost á því að taka þessa umframorku í okkar þágu þegar er við þyrftum á henni að halda. En því er sannarlega ekki að heilsa. Hringurinn áskilur sér rétt til þess að halda orkuviðskiptunum í hvorki meira né minna en 55 ár. Þegar að þeim tíma kemur blasir sú staðreynd við að íslendingar verða búnir að beizla alla þá vatns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.