Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 54

Réttur - 01.04.1980, Page 54
tveir ráðherrar, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis og fv. formaður íslensk- ameríska félagsins. Um mánaðamótin maí-júní árið 1973 varð Island fyrir þeirri hremmingu, að tveir oddvitar Atlantshafsbandalagsins, Nixon Bandaríkjaforseti og Pompidou Frakklandsforseti, áttu fund á Kjarvals- stöðum til að reyna að útkljá deilumál sín. Samtök herstöðvaandstæðinga höfðu í frammi ýmis mótmæli gegn því að land okkar væri gert að vettvangi þessara stríðsfáka. Hámarki náðu þau með fjöl- mennri mótmælagöngu 31. maí frá Von- arstræti framhjá sendiráðum stórveld- anna og umhverfis Klambratún. Gang- an endaði með fundi við Sjómannaskól- ann. Vöktu þessar aðgerðir mikla athygli hinna fjölmörgu erlendu fréttamanna, sem hér voru staddir í tilefni fundarins. Æskulýðssamband íslands stóð einnig að göngunni. VL og Þjóðhátíðin Þegar kom fram á þjóðhátíðarárið 1974, tóku hjartans vinir hersetunnar að óttast, að einhver áfangi kynni að nást varðandi ákvæði stjórnarsáttmálans um brottför hersins. 14 þeirra mynduðu sam- tökin Varið land í janúar og hleyptu af stað undirskriftasöfnun til að skora á stjómvöld að hætta við öll slík áform. Var nú, öfugt við söfnun hernámsand- stæðinga 1961, unnt að beita öllu kerfi og hræðslutökum Sjálfstæðisflokksins, at- vinnurekenda og annarra hernámssinna til að knýja menn til undirskriftar. Samt fengust ekki undirskriftir nema 2/5 at- kvæðisbærra kjósenda eða minna en Sjálfstæðisflokkurinn einn fékk við kosn- ingarnar í júní. Því að ríkisstjórnin sprakk um vorið vegna ágreinings um efnahagsmál einsog venja er til. Herstöðvaandstæðingar snerust hart gegn þessari herstöðvabeiðni Vl.-inga og skrifuðu margir meiningu sína hispurs- laust um athæfi þeirra. 12 VL-inganna sviiruðu þessum skrif- um með því að kæra fjölda manns lyrir meiðyrði með miklum fjárkröfum. Hóf- ust nú umfangsmestu málaferli vegna ritfrelsis í sögu þjóðarinnar og voru kveðnir upp dómar í undirrétti og hæsta- rétti. Haustið 1977 var stofnaður Málfrelsis- sjóður, sem hefur það markmið að styrkja menn og verja gegn fjárhagslegum of- sóknum fyrir að láta skoðun sína í ljós á prenti. Sumarið 1974 var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum til að minnast 11 alda af- mælis Islandsbyggðar. Tugþúsundir manna voru þar saman komnar. Nokkr- um herstöðvaandstæðingum fannst ástæða til að minna þjóðhátíðargesti á, að þeir byggju enn í hersetnu landi. Reistu þeir upp kröfuspjöld á vestari barmi Almannagjár. Lögreglan brá skjótt við, handtók mótmælendur og flutti til yfirheyrslu í Reykjavík. Nokkrir þeirra kærðu þessa meðferð, og þótt merkilegt kunni að þykja, hafa þeir fengið dæmd- ar táknrænar skaðabætur fyrir nauðung- arflutninginn. Síðustu ár Keflavíkurganga var farin vorið 1976 í fyrsta sinn í 8 ár. Aldrei hafa jafnmargir gengið alla leiðina eða 7—800 manns. Hernaðarumsvif NATO-ríkisins Biæt- lands á íslandsmiðum vegna 200 míln- anna munu háfa átt sinn þátt í því. 118

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.