Réttur


Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 54

Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 54
tveir ráðherrar, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis og fv. formaður íslensk- ameríska félagsins. Um mánaðamótin maí-júní árið 1973 varð Island fyrir þeirri hremmingu, að tveir oddvitar Atlantshafsbandalagsins, Nixon Bandaríkjaforseti og Pompidou Frakklandsforseti, áttu fund á Kjarvals- stöðum til að reyna að útkljá deilumál sín. Samtök herstöðvaandstæðinga höfðu í frammi ýmis mótmæli gegn því að land okkar væri gert að vettvangi þessara stríðsfáka. Hámarki náðu þau með fjöl- mennri mótmælagöngu 31. maí frá Von- arstræti framhjá sendiráðum stórveld- anna og umhverfis Klambratún. Gang- an endaði með fundi við Sjómannaskól- ann. Vöktu þessar aðgerðir mikla athygli hinna fjölmörgu erlendu fréttamanna, sem hér voru staddir í tilefni fundarins. Æskulýðssamband íslands stóð einnig að göngunni. VL og Þjóðhátíðin Þegar kom fram á þjóðhátíðarárið 1974, tóku hjartans vinir hersetunnar að óttast, að einhver áfangi kynni að nást varðandi ákvæði stjórnarsáttmálans um brottför hersins. 14 þeirra mynduðu sam- tökin Varið land í janúar og hleyptu af stað undirskriftasöfnun til að skora á stjómvöld að hætta við öll slík áform. Var nú, öfugt við söfnun hernámsand- stæðinga 1961, unnt að beita öllu kerfi og hræðslutökum Sjálfstæðisflokksins, at- vinnurekenda og annarra hernámssinna til að knýja menn til undirskriftar. Samt fengust ekki undirskriftir nema 2/5 at- kvæðisbærra kjósenda eða minna en Sjálfstæðisflokkurinn einn fékk við kosn- ingarnar í júní. Því að ríkisstjórnin sprakk um vorið vegna ágreinings um efnahagsmál einsog venja er til. Herstöðvaandstæðingar snerust hart gegn þessari herstöðvabeiðni Vl.-inga og skrifuðu margir meiningu sína hispurs- laust um athæfi þeirra. 12 VL-inganna sviiruðu þessum skrif- um með því að kæra fjölda manns lyrir meiðyrði með miklum fjárkröfum. Hóf- ust nú umfangsmestu málaferli vegna ritfrelsis í sögu þjóðarinnar og voru kveðnir upp dómar í undirrétti og hæsta- rétti. Haustið 1977 var stofnaður Málfrelsis- sjóður, sem hefur það markmið að styrkja menn og verja gegn fjárhagslegum of- sóknum fyrir að láta skoðun sína í ljós á prenti. Sumarið 1974 var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum til að minnast 11 alda af- mælis Islandsbyggðar. Tugþúsundir manna voru þar saman komnar. Nokkr- um herstöðvaandstæðingum fannst ástæða til að minna þjóðhátíðargesti á, að þeir byggju enn í hersetnu landi. Reistu þeir upp kröfuspjöld á vestari barmi Almannagjár. Lögreglan brá skjótt við, handtók mótmælendur og flutti til yfirheyrslu í Reykjavík. Nokkrir þeirra kærðu þessa meðferð, og þótt merkilegt kunni að þykja, hafa þeir fengið dæmd- ar táknrænar skaðabætur fyrir nauðung- arflutninginn. Síðustu ár Keflavíkurganga var farin vorið 1976 í fyrsta sinn í 8 ár. Aldrei hafa jafnmargir gengið alla leiðina eða 7—800 manns. Hernaðarumsvif NATO-ríkisins Biæt- lands á íslandsmiðum vegna 200 míln- anna munu háfa átt sinn þátt í því. 118
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.