Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 2

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 2
Ef alþýða manna ætlar að hindra innrás atvinnuleysis og kauplækkunar á (slandi, verður hún að gerast sterkasta stjórnmálaaflið. Alþýðan verður öll að horfast með fullu raunsæi á það ástand, sem myndi skapast hér, ef heimskreppan fær að skella yfir landið óhindrað. Það er ekki aðeins gífurlegt atvinnuleysi og kauplækkanir, — með tilheyrandi eignamissi og fátækt, — sem myndi verða hlutskipti verkalýðs og allra annarra launastétta á íslandi, heldur sýnir og reynslan að yfirstéttin hér reynir að koma sér upp vopnuðu liði gegn verkalýðnum, er stéttabaráttan harðnar. Hún reyndi það (ríkislög- reglufrumvörpin) 1923 og 1933, er heimskreppan gamla skall yfir. Hún var eggjuð af Ameríkönum til að gera slíkt 1952, en alltaf hefur það mistekist. Nú hefur íhaldið látið íslending einn læra manndrápsaðferðir í herskóla í Noregi, — ætlar auðsjáanlega að geta stjórnað vígbúnu fasistaliði hér gegn verkalýðnum, ef hann dirfist að mögla þegarfátækt og kreppu auðvaldsskipu- lagsins er hleypt inn á heimili hans. íslenskt launafólk hefur miklu að tapa. Það hefur allt frá fyrsta stóra sigrinum yfir afturhaldinu 1942, getað útrýmt örbirgðinni úr þjóðfélaginu: eignast á fjórum áratugum síðan eigin íbúðir og margskonar þægindi og eignir, sem óhugsandi hefðu þótt á verkamannaheimilum áður og auðmönn- um blöskraði að sjá þar. En það duga ekkert annað en harðvítugar pólitískar ráðstafanir til að vernda lífskjör og eignir launafólks. Og til þess þarf sterka pólitíska samfylkingu og samstarf allra launastétta, allrar alþýðu á íslandi. Samtímis því sem heimskreppan færist nær íslandi og hættan af árásum auðvalds á alþýðu vex hér, er svo unnið að því af erindrekum bandaríska auðvaldsins á íslandi að minnka viðskiptin við Sovétríkin í stað þess að afla þar ekki síst íslenskum iðnaði stórmarkaða — eins og hvað eftir annað hefur sýnt sig í sögu íslenskrar verslunar. Tilgangurinn er auðsær: Það á að steypa (slandi æ dýpra í skuldafenið hjá bandarísku bönkunum, svo þessir hákarlar auðsins hefðu öll ráð vor í hendi sér. Hins vegar sýnir m.a.s. auðmannastétt Vestur-Evrópu á sama tíma það verslunarvit og manndóm að standa uppí hárinu á Ronald Reagan og yfirdrottnunarklíku hans, sbr. gasleiðsluna miklu. Takmarkið, sem bandaríska auðvaldið ætlar sér að ná með þessari pólitík erindreka sinna á íslandi, er að knýja það fram í krafti kverkataka á landi og þjóð, að hér á landi verði settar þær vígvélar, er stjórnað geti kjarnorkuárásum á Sovétríkin, af því andstaðan gegn staðsetningu slíkra hervopna vex í Vestur-Evrópu. ísland yrði þannig amerískur skotpallur — og varnaraðilum skotmark. íslensk alþýða væri því mað markvissri stjórnmálabaráttu eigi aðeins að bjarga sjálfri sér úr heimskreppu, heldur og forða þjóð vorri frá hel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.