Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 8

Réttur - 01.07.1982, Síða 8
Gerður G. Óskarsdóttir: Dulda námsskráin Stéttarleg og kynferðisleg mismunun í skólum 1.0 Inngangur. 2.0 Úr niðurstöðum rannsókna Sigurjóns Björnssonar og félaga. 2.1 Menntun — stétt — kyn 2.3 Greindarvísitala og einkunnir 2.4 Uppeldislegar aðstæður og stétt 3.0 Aðstöðumunur nemenda 3.1 Mismunun eftir stétt 3.1.1 Dæmi: „Vandræðaungling- arnir“ 3.2 Námsárangur 3.3 Kynbundin mismunun 4.0 Vísir að niðurstöðu 4.1 Hvað er til ráða? 4.2 Hvernig er góður skóli? 5.0 Lokaorð 1.0 Inngangur Hugtakið dulda námsskráin (enska: The Hidden Curriculum) er notað yfir ýmiss konar markmið eða gildismat sem skólinn hefur að leiðarljósi án þess um sé rætt í opinberum námsskrám. Þar koma fjölmargir þættir til greina. Segja má að allt sem við höfum fyrir nemendum okkar í skóla með viðhorfum okkar, talsmáta og framkomu tilheyri duldu námsskránni, einnig val okkar á þekkingu eða umfjöll- unarefni sem gert er að námsefni. Við veljum eitt en höfnum öðru og opinberum þar með ákveðið gildismat. Staðsetning skóla, skipulag og niðurröðun náms- brauta, t.d. á framhaldsskólastigi, endur- speglar ákveðin viðhorf. Val á kennurum, starfsaðstaða þeirra og kjör byggjast einn- ig á ákveðnu gildismati. Húsnæði skóla, innbú og fyrirkomulag húsbúnaðar gegnir sínu hlutverki sem aðrir þættir. Að ekki sé talað um vinnuaðferðir skóla og mat á vinnu nemenda. Allt þetta tilheyrir duldu námsskránni og miklu fleira. Hér er í raun um að ræða alla hugmyndafræðina að baki skólastarfinu. Til nánari útskýringar verða hér nefnd nokkur dæmi. Nemandi kemur í skóla og sér fyrir sér hvítmálaða byggingu, engin gluggatjöld, ekkert skraut eða blóm, eng- in leikföng. Hann eða hún er e.t.v. að velta fyrir sér hvað sé skólaganga og menntun. Áhrifin eru undirstrikun á skörp- um skilum á milli heimilishlýju og leikja eða daglegs lífs annars vegar og menntun- ar og skóla hins vegar. Niðurröðun ein- staklingsborða í röðum í skólastofu sýnir að skólinn metur einstaklingsvinnu meira en hópvinnu. Stundataflan með yfir 20 lesgreinatíma, alla fyrir hádegi, en hand- menntir í tvo tíma á viku eftir hádegi niðri í kjallara eða í öðru húsi gerir greinarmun á gildi huglægs og verklegs náms. 136

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.