Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 61

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 61
Káthe Duncker og kvenfrelsishreyfiní þýskrar alþýðu Hin sósíalistíska verklýðshreyfing Þýska- lands átti frá upphafi á að skipa í hópi for- ustu sinnar einhverjum bestu forustukvenn- um sósialismans í Evrópu. Þarna var ekki aðeins Rósa Luxemburg, einhver besti for- ustukraftur sósíalismans í Vestur-Evrópu, heldur og Clara Zetkin, sem frá upphafi starfsemi sinnar í Sósíalistaflokki Þýska- lands, helgaði allt sitt mikla þrek og gáfur einmitt frelsisbaráttu kvenna. Og sjálfur aðalforingi flokksins, Ágúst Bebel, hafði einmitt sýnt þessum þætti í frelsisbaráttu hins vinnandi lýðs sérstakan áhuga og skilning. Hann skrifaði bókina ,,Konan og sósíalism- inn”, er kom út í ársbyrjun 1879, rétt eftir að öll sósíalístisk útbreiðslustarfsemi í ræðu og riti hafði verið bönnuð. Aðeins í þinginu mátti flokkurinn starfa. Var bók Bebels gef- in út með leyndum hætti og varð ein vinsæl- asta bók sósíalismans. 50. útgáfan kom út á þýsku 1909, aukin og endurbætt og þakkar Bebel í formálanum N. Rjazanov alveg sér- staklega fyrir samstarfið við þá útgáfu. Káthe og Hermann Duncker. „Konan og sósíalisminn” voru oft gefin út síðan og þýdd á fjölda tungumála. Þessi marxístíski flokkur þýska verka- lýðsins sýndi þannig frá upphafi frelsisbar- áttu konunnar þann áhuga, er vera ber. Gætti þar máske nokkuð áhrifa frá bók Friedrich Engels: „Uppruni fjölskyldunnar, einkaeignarinnar og ríkisins”, er út kom 1884 og hafði vafalaust áhrif á þá stækkun bókar sinnar, er Bebel síðar framkvæmdi. — Bók Bebels endar á þessum orðum: „Frarn- tíðin tilheyrir sósíalismanum, það er í fyrsta lagi verkamanninum og konunni.” Clara Zetkin var fulltrúi á stofnþingi 2. Alþjóðasambandsins 1889 og flutti þar einmitt einarða framsöguræðu um kvenfrels- isbaráttu verklýðshreyfingarinnar. Var það eitt höfuðmál hennar alla ævi. Strax og banninu á starfsemi sósíalista var aflétt 1890, hóf hún útgáfu sósíalistíska-tímaritsins „Gleichheit” (Jafnrétti) 1892 og var það alla tíma helgað þessu baráttumáli. Það kom út til 1917. Að frumkvæði hennar voru 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.