Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 43

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 43
lega byltingarsinnaða herstjórn stofnuð. í áliti Fastadómstóls þjóðanna sem kom saman í Mexíkóborg 9.—11. febrúar 1981 segir svo: Meirihluti þjóðarinnar er and- stæður herforingjastjórninni og í póli- tískri samfylkingu gegn henni, í Lýð- ræðislegu byltingarfylkingunni (FDR), er að finna pólitíska hópa af öllu tagi og fulltrúa allra stétta landsmanna, allt frá kristilegum demókrötum, kristileg- um sósíalistum, frjálslyndum demó- krötum til sósíaldemókrata, sósíalista og kommúnista. Hin vopnaða barátta er samræmd og stjórnað af Þjóðfrelsis- fylkingu Farabundo Martí (FMLN). Það hefur hvarvetna vakið mikla at- hygli hversu kristilegir hópar hafa verið virkir í frelsisbaráttu alþýðunnar í E1 Salvador. Romeró erkibiskup stóð fyrir virkri og skipulagðri andstöðu við hina kerfisbundnu ógnarstjórn áður en hann sjálfur var myrtur af hægri dauðasveitun- um 24. mars 1980. „Kirkjan hlýtur að taka afstöðu með því fátæka fólki sem hér býr. Ég mun sjálfur berjast þangað til allir landar okkar eru orðnir frjálsir“. Margir trúarleiðtogar fleiri hafa goldið fyrir störf sín í frelsisbaráttunni með lífinu, eins og t.d. presturinn Ernesto Bamera Moto foringi í FMLN. Þá sjaldan kosningar hafa farið fram í E1 Salvador hafa þær nánast verið skrípa- leikur og margsönnuð kosningasvindl þykja ekkert tiltökumál. Kosningarnar 28. mars sl. þóttu engin undantekning frá reglunni. „Sigurvegarinn D’Abuisson var fyrir kosningarnar leiðtogi alræmdra dauðasveita í landinu. Þær eru margar í landinu til að verja tök hinnar fámennu yfirstéttar og hersins: Þjóðvarðliðar, Rík- islögreglan, Lögregla fjármálaráðuneytis- ins, sameinaðar sveitir lögreglu og hers, landherinn, ORDEN, Dauðasveitir og Borgarasveitir. Sumar þessara sveita heyra beint undir forseta og stjórnarkerf- ið en hinar njóta opinbers stuðnings eða vinna náið með lögreglu og heryfirvöld- um. Herforíngjastjómir og blandaðar stjóm- ir undanfarinna ára hafa beint og óbeint haldist í valdasessi fyrir tilverknað Banda- ríkjastjórnar. Hin kerfisbundna ógnar- stjórn í E1 Salvador fær peninga, hergögn, hernaðarráðgjafa, samgöngutæki og allt sem nöfnum tjáir að nefna frá Bandaríkja- stjórn. Ekki má gleyma í upptalningunni pyndingartækninni sem boðið er uppá af þjálfuðum pyndingarmeisturum með reynslu frá Vietnam. Allt um það hafa viðbrögð almennings í Bandaríkjunum verið mikilvægust frels- isbaráttunni í E1 Salvador. Öðru hvoru hafa blossað upp mótmæli í Bandaríkjun- um vegna stuðnings stjórnarinnar við ógnarstjómina. Það gerðist t.d. í kjölfar morðanna á bandarísku nunnunum í des- ember 1980. í mars sl. gengu um fjörutíu 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.