Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 35

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 35
ur, er á kemst, munu að líkindum verða eins ólíkar innbyrðis og þjóðirnar, sem framkvæma hann, og þróunarstigið, sem þær standa á, — þótt grundvallaratriðið; samhjálp mannanna verði hið sama hjá öllum í stað hinnar vægðarlausu baráttu allra gegn öllum, stundum kölluð „frjáls samkeppni“, sem er grunntónn kapítal- ismans. Sósíalistar innbyrðis (kommúnistar, sósíaldemókratar o.s.frv.), þjóðfrelsis- sinnar og aðrir bandamenn, er með berj- ast gegn alþjóðlegu auðvaldi og harð- stjórn þess a.m.k. á vissum hluta leiðar- innar löngu, þurfa alvarlega að gæta þess að láta umburðarlyndið, þá skoðanir eru skiptar, verða ofstækinu yfirsterkara, því sameining allra krafta, sem saman eiga, getur ráðið úrsitum um sigur eða ósigur, er örlögum kann að valda. Og þrátt fyrir skoðanaágreining sósíalista innbyrðis, þá á einnig hugsjónin sjálf, lokatakmark- ið, — sem Stephan G. lýsir ógleymanlega í „Martíus“5 — að sameina þá, er mest á ríður, svo og meðvitundin um hvað í húfi er. 1933 ætti aldrei að líða sósíalistum úr minni — og hvað það kostaði. Marxistar geta margt lært af óförum kristninnar gegnum aldimar, þeirrar kenn- ingar er boðaði samfélag bræðralagsins á jörð, frelsi þræla og þrælkaðra bænda, en varð yfirstéttunum að bráð og vopni, þótt kjarnann í henni hafi þær aldrei getað drepið6. —En „trúarbragða“-stríð, ofsóknir, galdrabrennur, bannfæringar, bálkestir og fjöldamorð á „villutrúar- mönnum“, sem héldu fast við boðskap Jesú frá Nasaret, minna alla hugsjóna- menn sósíalisma og bræðralagsins á að til þess eru vítin að varast þau. En þótt flestum valdhöfum kirknanna finnist nú nóg að vísa fólkinu bara á bræðralag í himnaríki, þá fjölgar æ þeim kristnu mönnum, einnig prestum og jafnvel erki- biskupum, sem berjast fyrir rétti hinna kúguðu hér á jörð og fordæma að hætti uppreisnarmannsins frá Nasaret þá auð- ugu kúgara, sem nú eru versta böl heims- ins. Valdataka hinna vinnandi stétta verð- ur vissulega frumskilyrðið og grundvöll- urinn að öllu því sem á eftir kemur, upp skal byggja og breyta. Eað mun kosta eina til tvær kynslóðir minnst að festa þetta vald, verja það gegn öllum árásum og skemmdarverkum, innan frá og utan. Hinar vinnandi stéttir munu og þarfnast slíks tímaskeiðs til þess að gera sjálfar sig færar um að stjórna, en ekki eftirláta það til langframa embættismönnum, sem allt- af hafa tilhneigingar til að einoka valdið, verða persónugervingur ríkisvaldsins meðan það er til. Það verða mörg viðfangsefnin, marg- vísleg þróunin, sem vinnandi stéttirnar verða við að glíma í þjóðfélagi sósial- ismans, svo erfiður sem arfur kapítalsism- ans í manninum sjálfum og vélabrögð þeirra auðvaldsríkja, er áfram lifa, munu reynast. Pað má ef til vill orða það svo að þróunin í þjóðfélagi sósíalismans muni samstanda af mörgum „byltingum", er gerist samtímis á löngu þróunarskeiði. Unnið verður að menningarlegri bylt- ingu, útrýmingu gróðahugsunarháttarins, lönguninni til að hagnýta og arðræna aðra fyrir sig, en unnið í þess stað að því að efla bróðurþel, samhjálp og ekki hvað síst að skapa hjá hverjum einum það manngildismat, — sem eitt sinn var — og til allrar hamingju að nokkru leyti er enn — aðal okkar íslendinga, í stað þess peningagildis, sem gagnsýrir auðvalds- 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.