Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 4

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 4
vorrar, — og reisnina hingað til í alhliða sókn nútíma íslendinga, eigi hvað síst í bókmenntum og velferð almennings. En hin mikla reisn fortíðar og nútíðar verður að renna saman í lifandi heild í þjóðarsálinni, ef land vort og þjóð þess á að vera sú andans „stórþjóð og heimsveldi og ósigrandi jaðar heims“, eins og bestu skáld hennar sáu hana í draumsýn og þjóð vor gerði að veruleika, þá hæst hún reis. Kosning kristjáns Eldjárns 1968 og starf hans síðan, sýndi að hann var maðurinn sem í krafti þessara meginkosta skírskotaði til þess sterka, en oft dulda í þjóðardjúpinu, sem gat brotist fram sem reginafl er mest á reið. Ræður hans, — jafnt nýársávörpin til þjóðarinnar sem eggjandi áminningar til Alþingis að reynast starfi sínu vaxið — voru þrungnar alvöru þess manns, sem fann og skildi þá hættu, sem yfir þjóðinni vofir. Oft var sem dulinn kvíði gæfi ávörpum hans þann djúpa siðferðilega þunga, er einkenndi þær. Kristján Eldjárn hafði til að bera reisn hins menntaða alþýðumanns, hvort sem hann umgekkst drottnara stórvelda eða þrýsti hrjúfa sigggróna hönd hins íslenska verkamanns eða bónda í heimsóknum hans í bæ og sveit. Forseti íslands er valdamesti maður þjóðar vorrar, þegar mest á reynir, af því hann getur skírskotað örlagaríkustu málum hennar undir þjóðardóm, ef meirihluti Aþingis bregst skyldu sinni og trúnaði við þjóðina. Og þá þarf forsetinn um leið að vera sá fulltrúi samvisku þjóðarinnar, sem vekur hana til ábyrgðar, svo hún þekki sinn vitjunartíma, ef meðvitund hennar um vald sitt yfir örlögum sjálfrar sín skyldi hafa sljóvgast um stund eða verið stungið svefnþorni voldugra og ríkra fjölmiðla um skeið. Megi gæfa íslands gefa að vér ættum þá á örlagastundu slíkan mann í forsetastóli sem Kristján Eldjárn var. Einar Olgeirsson. 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.