Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1996, Page 57
Sigrún Ólafsdóttir sjómannskona sendi blaðinu eftirfarandi bréf arasamningar Nú fer að líða að því að kjarasamningar sjómanna falli úr gildi, en það mun eiga sér stað þann 31. desember næstkomandi. Það vekur því margar spurningar um hvað skal verða: Munu samningar lagast, verður boðað verkfall og ef svo er, ætli stjórnvöld mundu setja lög á verkfallið eins og gert hefur verið áður, skyldi hagur sjómanna batna eða munu þeir enn einu sinni tapa rétt- indum? Eins og málin standa í dag eru samningar vægast sagt til háborinnar skammar. Sjómenn eru eina launastétt þessa iands sem hefur einungis sjö daga uppsagnarfrest og gildir þá einu hvort viðkomandi hefur unnið hjá útgerðinni í einn dag eða í 25 ár, það er að segja hafi ekki verið gerður sér- samningur um annað. Þætti mér gaman að sjá svipinn á forsvarsmönnum sjómanna og útgerðarmönnum ef þeir byggju við sömu kjör, - án efa væri hann ekki glæsilegur. Væri ekki viturlegra að koma upp samn- ingi þess efnis að þegar menn eru ráðnir væri það til reynslu í þrjá mánuði og þá mætti segja mönnum upp störfum án fyrirvara, en að loknum reynslutíma kæmi til fastráðning og uppsagnarfrestur yrði þrír mánuðir? Það hlýtur að vera hagur útgerðar og sjómanna að hafa öryggi í starfsmannaráðningum. Þetta myndi koma í veg fyrir þá mis- notkun sem sum útgerðarfélög stunda á upp- sagnarfrestinum, en þess eru mörg dæmi að útgerðir segi upp starfsmönnum sínum viku fyrir jólastopp, til þess eins að þurfa ekki að greiða þeim trygginguna. Einnig eru þess fjöldamörg dæmi að sjómönnum sé sagt upp starfi þegar skip fer í yfirhalningu. Sjö daga uppsagnarfrestur er ekkert starfsöryggi og skyldi maður ætla að þetta mál ætd að vera einna hæst á baugi hjá sjómönnum. Að standa saman Sumir hafa talað mikið um að það erfitt sé að fá sjómenn til þess að standa saman, en mér þykir það ekkert skrýtið þar sem þeir hreinlega hafa ekki efni á því. Hvernig geta forsvarsmenn sjómanna, sem sjálfir búa við öruggt starf, ætlast til þess að sjómenn leggi niður vinnu og berjist allir sem einn fyrir réttindum sínum meðan samningar leyfa útgerðarmönnum að reka þessa sömu menn án nánari skýringa og það aðeins með sjö daga fyrirvara? Þessir sömu menn hafa sínar fjölskyldur til þess að sjá fyrir, þeir hafa sín húsnæðislán og annað slíkt alveg eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Dæmi er um að útgerð ein ákvað að hunsa verkfall sjómanna og lagði af stað til veiða, tóku þá þrír skipsfélagar sig saman og gengu í land til þess að standa á rétti sínum. Þeim var öllum sagt upp störfum og enginn þeirra endurráðinn. Var farið í mál við útgerðina og hún dæmd til að greiða sekt. Sjómennirnir þrír sáu aldrei krónu afþessum peningum. Hvernig stendur á því að við- komandi sjómannafélag gat ekki varið þessa menn? Svarið er einfaldlega það að vegna þess hversu hörmulegir kjarasamningar eru gátu þeir ekkert gert, samningarnir veittu útgerð- inni fullan rétt til að reka sjómennina. Stjórnarskráin Þá hafa verið uppi raddir um að sjóman- naafslátturinn sé brot á stjórnarskránni, þar sem ekki má mismuna mönnum á neinn hátt. Mér þætti gaman að vita hvort olíu- kaup, umbúðakaup og netakostnaður sá sem sjómenn eru skyldugir til að greiða af hlut sínum til útgerðar sé þá ekki einnig brot á stjórnarskránni. Sjómenn eru eina launastéttin í landinu sem er skyldug, samkvæmt lögum, til að taka þátt í beinum rekstrarkostnaði vinnustaðar. Ég hygg að flestir sjómenn myndu með glöðu geði gefa eftir sjómannaafsláttinn ef þáttur þeirra I rekstrarkostnaðinum yrði þá á sömu leið felldur niður. Einnig er sjómannastéttin sennilega eina launastéttin í landinu sem verður að kaupa öryggisfatnað fyrir sinn eigin kostnað og fær ekki kaupin til frádráttar launum við skatta- uppgjör. Öryggisbúnaður um borð í skipum er í alltof mörgum tilfellum til skammar. Við skoðun á mörgum skipum mætti ætla að við værum á nítjándu öldinni en ekki þeirri tut- tugustu. Hvar er allt eftirlitið sem á að vera með þessum málum? Þessir blessaðir samningar sem sjómenn þurfa að lifa við hafa því miður ekki haft mikið að segja hingað til. Utgerðir brjóta hvað eftir annað á mönnum sínum og enginn þorir að segja neitt af ótta við að missa vinnuna. Þær sektir sem útgerðir verða að borga vegna brota eru það lágar að það getur borgað sig að brjóta samningana. Sem dæmi má taka síðasta sjómannadag. Útgerð ákvað að láta reyna á samningana og kom ekki í land á sjómannadag, eins og lög gerðu þó ráð fyrir. Með þessu var hægt að halda skipinu um fjórum dögum lengur að veiðum. Ætla má að aflaverðmæti þá daga hafi verið sex til átta milljónir króna. Otgerðin var dæmd til að greiða hlægilega lága upphæð fyrir brotið. Segja má að hún hafi fengið u.þ.b. 5,5 til 7,5 milljónir í aukn- ar tekjur vegna þessa. Þetta er einn allsherjar vítahringur, sem sjómenn neyðast til að búa við, og þykir mér kominn tími til að forsvarsmenn sjómanna fari að vinna fyrir kaupi sínu og geri eitthvað í þessum málum. Það er ekki nóg að hrópa úlfur, úlfur einu sinni á ári, en sitja þess á milli inni á skrifstofu, drekka kaffi og reka félagið sem hálfgerðan saumaklúbb. Það þarf stöðugt að vinna að málefnum sjómanna og herða eftirlit með að ekki sé brotið á þeim. Til hvers að hafa lög og samninga þegar ekki er farið eftir þeim? Það er löngu orðið tímabært að þeir menn sem þiggja laun frá sjómönnum - og eiga að vera til að vernda hagsmuni þeirra - taki sig til og dusti af sér rykið og geri eitthvað í þes- sum málum. Til þess eru þeir ráðnir. Sjómannablaðið Vf kingur 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.