Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1938, Qupperneq 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 iHiiiiiiimiiiimiimmiiiiiiiiiiimimiiimiiiiimiimimimmmiimiiiiiiiiiiiiimiimimiiiiiimiimimiimmiiiiiimiiiiiiiiimiiiii framdráttinn. Svona smáagnir heita frjósellur. Þegar frjósella nálgast eggsellu, hafa báðar laðandi áhrif hvor á aðra, vegna efnalegra eiginleika, og þannig lýkur leiknum, að fjölda margar frjósellur safnast utan um hverja eggsellu, og ein þeirra verð- ur eitthvað ofurlítið fljótari til en hinar að bora sig inn í eggið. Eftir það komast engar aðrar frjósellur inn í það, en sú, sem heppnin fylgdi, úrkynjast hér um bil á augabragði, þegar liún er komin inn í eggið, en eftir verður þó meðal annars kjarninn, sem rennur saman við kjarna eggsins, og þar með er gerð fyrsta byrjunin að nýjum einstakling, að nýjum niðja, komnum af þorski í karllegg og þorski í kvenlegg. Þessi nýja vera verður því að þorski, en ekki til dæmis hundi, og það er henni nóg. Þegar eggsellan er frjóvguð, en þannig er það nefnt, þegar frjósellan sameinast henni, tútnar hún mikið út, og verður við það allt eins létt eins og sjórinn í kring. Hún hættir nú að sökkva, en stígur upp undir yfirborðið, og staðnæmist þar. Þarna hefir náttúran búið henni vöggu, þarna á hún að skipta sér hvað eftir annað, án þess þó að sellurnar, sem fram koma við skiptinguna, verði viðskila hver við aðra, þarna breytist ein einasta sella í dýr, með mörgum milljónum sellna. Utan um eggið er dálítil himna, en innan hennar er það efni, sem fóstrið myndast úr, ásamt dálitlu af næringu, sem móðirin fekk því í veganesti. Eftir því, sem lirfan myndast og vex, verður þrengra og þrengra um hana inni í eggskurninni, hún verður að liggja þar beygð í boga, og einn góðan veðurdag, þegar sólkringlan speglast í sléttu yfirborði sjávarins, rifnar himnan, og lirfan, eða seiðið , eins og við nefnum það, kemur fram á sjónarsviðið, með malpokann sinn á kviðnum. Þá eru liðnar tvær til þrjár vikur frá því að eggið var frjóvgað, svo langan tíma voru eggin að klekjast. Seiðin, sem koma út úr egginu, eru ,,ekki mikil fyrir mann að sjá“, þau eru aðeins hálfur sentimetri á lengd, og að sama skapi hógvær og lítillát, því þau áreita engan, en óska þess eins að fá að vera í friði fyrir ágengni annara. Enga næringu taka þau til sín, heldur lifa á nestinu, sem mamma þeirra gaf þeim í vöggugjöf. En brátt kennir lífið þeim að þau geti ekki lifað á eintómri miskunnsemi og munnvatni, eftir nokkra daga er nestið þrotið, og seiðið þó ekki orðið nema sex eða sjö milli- metrar á lengd. Áður en lengra er haldið, verðum við að virða dálítið fyrir okk- ur náttúrufyrirbrigði, sem við íslendingar eigum allt okkar 9*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.