Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 89

Andvari - 01.10.1959, Qupperneq 89
ANDVARI JÓN ÞORKELSSON OG THORKILLIISJÓÐUR 199 dóttir, veglega gjöf til stofnunar alþýðu- skóla í Flensborg í Ilafnarfirði. Um gjöf þessa segir m. a. í Minningarriti Flens- borgarskólans: „Það er ekki fjarri að ætla, að hið fagra fordæmi Jóns Skálholts- rektors og ræktarsemi við starfsemi afa síra Þórarins í þágu barnauppeldis ein- rnitt þar í sókninni, hafi orðið til þess að bcina huga þeirra hjóna að því að verja gjöf sinni á þann hátt, sem þau gcrðu.“ Thorkilliisjóðurinn. Saga Thorkilliisjóðsins er sú, að í stað þess, eins og vera bar, að varðveita hann á tryggum stað og ávaxta hann vel, hefir oltið á ýmsu um velfcrð hans. Má segja, að öll saga sjóðsins sé samfelld rauna- saga, því að hann hefir ávaxtazt illa, verið misnotaður lengst af og orðið fyrir stór- kostlegum áföllum, einkum er Dan- merkurríki varð gjaldþrota 1813. Er saga sjóðsins því lærdómsrík fyrir nútíð og framtíð. Frá árinu 1855 hefir Thorkilliisjóði verið stjórnað hér á landi, fyrst af stiptsyfirvöldunum, en frá 1904 af stjórnarráði íslands. Urn bækur þær, sem um var getið og áttu að varðveitast í Njarðvíkurkirkju, er það að segja, að þær hafa aldrei þangað komið, og má telja víst, að þær séu fyrir löngu með öllu glataðar. Þann veg hefir farið urn framkvæmd á þessu hugsjóna- máli Jóns Þorkelssonar. Nú er þess að gæta, að ríkisvaldið hefir tekið að sér það hlutverk, sem Thor- killiisjóðnum var ætlað í upphafi. Er því allt óráðið um tilgang og verkefni sjóðs- ms í framtíðinni. Segja má, að Thorkillii- sjóðurinn sé, eins og nú standa sakir, ostarfhæfur og gleymdur vegna þeirrar þróunar, sem orðið hefir í uppeldis-, skóla- og fjármálum hér á landi á síðast liðnum hundrað árum, en aðallega frá síðustu aldamótum. Talið er, að gjöfin mundi samsvara um 6 milljónum króna eftir núverandi verðgildi. Sjóðurinn nem- ur nú um 330 þúsundum króna og er því lítils megnugur sakir verðbólgunnar. Má af þessu ljóst vera, að þá er minn- ast skal á verðugan hátt tvö hundruð ára afmælis Thorkilliisjóðsins, sem var hinn 3. apríl síðast liðinn, og tvö hundr- uðustu ártíðar gefandans, skiptir aukn- ing sjóðsins meginmáli, en hún hlýtur að sjálfsögðu að verða háð því, hvaða hlutverki sjóðnum er ætlað að gegna í framtíðinni, en það er, því miður, óráðið enn, svo sem áður segir. Spurningin er, hvort lagaheimild fengist ekki til þess að breyta erfðasluánni í samræmi við kröfur tímans og breyttar aðstæður og þó í anda gefandans, þar eð hún hefir lengst af verið þverhrotin og sniðgengin. Er einmitt ástæða til að minna á það nú, að það er Thorkilliisjóðurinn, sem hefir haldið á loft minningu Jóns Þor- kelssonar þau tvö hundruð ár, sem liðin eru frá stofnun sjóðsins, hvað sem síðar kann að verða, cn það mun framtíðin leiða í Ijós. Thorkilliisjóðurinn hefir komið mjög við menningar- og mannúðar- mál Kjalarnessþings hins forna á liðn- um tímum og Flausastaðaskóli var á sín- um tíma stórmerk stofnun, sem brúaði bilið í skólasögu landsins. Vcrður minning Jóns Þorkelssonar, frumherja alþýðufræðslunnar á Islandi, vart heiðruð sómasamlega ncma Thor- killiisjóðurinn verði gerður starfhæfur á nÝ- Maklegt væri, að stofnað yrði Thor- killiifélag, sem hafi þann mcgintilgang að halda í heiðri minningu Jóns Þorkels- sonar og vinna að eflingu hinnar merku stofnunar, Thorkilliisjóðsins, og að skrifað verði minningarrit hans. Þá tel ég vera sanngjarnt og skylt, að Alþingi hæti sjóðnum upp rýrnun hans sakir verð- fellingar krónunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.