Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 22

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 22
20 SVEINN SKOUIU IIÖSKULDSSON ANDVARI Stefánsson, síðar prestur í Vigur og al- þingismaður. Sigurður var hagmæltur og birti mjög eftir sig kveðskap og ritsmíðar í blaði Bandamanna, og báðir kornu þeir Skúli mjög við sögu félagsins. Ymsum neðri bekkingum mun þó einkum hafa þótt Sigurður nokkuð ráðríkur, og þegar lesið var eltir bann Bréf til Bandamanna á fundi 9. desember 1877, þar sem bann vandaði unr ýmsar ódygðir skólasveina, einkurn drykkjuskap, befur Hannesi þótt mælirinn skekinn og fullur, og sarndi hann skopsögu, sem nefndist Draumur. Var benni beint að Sigurði og lesin upp á fundi 23. desember. Enn kom hann þó ekki fram undir sínu eigin nafni, heldur nefndist nú „Jeg“. Sem vænta mátti, lét Sigurður slíku ekki ósvarað og samdi nú leikrit, Draumamaðurinn í vöku, og birti í blaði Bandamanna. Gerði bann þar óspart gys að höfundinum ,,Jeg“. Þá tók Jón Þorkelsson, síðar þjóðskjalavörður, upp hanzkann fyrir „Jeg“ og deildi hvasst á Sigurð, og Hannes svaraði einnig á fundi 20. janúar 1878 og valdi sér sem einkunnarorð um Sigurð „Bósi geltu, Bósi minn.“ Sú grein er undir sama dul- nefni. Hannes lýsti síðar þessari deilu í grein, sem hann nefndi Félagsbyltingin í Reykjavíkurskóla árið 1878, og kemst þar meðal annars svo að orði um viðskipti þeirra Sigurðar: „Nú var friðnum lokið með þeim Sigurði og Ilannesi. Þeir mæltust cigi orð við, en áttu blaðadeilu lítt mjúkyrta. Skólinn tók mjög þátt í þessu, og lætur því að líkindum, að sumurn þætti annar hafa rétt, en öðrum binn. Skiptist þannig skólinn, svo sem heyra mátti í svefnloftum á kveldum, þar er einatt var tilrætt um þetta. A kvistinum voru oft ómjúkar yrð- ingar milli þeirra Sigurðar og Jóhann- esar1) af annarri hálfu og Lárusar Eysteins- 1) Jóhannesar Ólafssonar, síðar sýslumanns. sonar,1) er tók málstað Hannesar. Jón Þorkelsson reit rit eitt með honum og fékk aftur skammir ómældar bjá Sigurði, en er hann ætlaði að gjalda honum aftur í sömu mynt, var rit hans gjört afturreka með háðulegum orðum. Mæltu sumir, að stjórnin myndi ekki hafa gjört það aftur- reka, ef jafnmikið hefði verið með Sig- urði sem það var á mót.“2) Enn verður að geta til fleiri atvika, sem urðu piltum til sundurþykkis. Nokkrir neðribekkingar gengust fyrir því um jólaleytið 1877 að leika smáleiki i skólanum „til gamans bæði sér og skóla- bræðrum sínum, og ef vera rnætti, að það gæti haldið einhverjum frá að fá sér í staupinu," segir Elannes í fyrrnefndri grein. Voru þeir forvígismenn þessa Bertel Þorleifsson, Hannes, Jónas Jónas- son3) og Einar Hjörleifsson. Var Einar nafntogaðastur leikari. Þessu reiddust þeir Sigurður Stefánsson og Skúli, töldu sig sniðgengna og þá félaga seilast inn á starfssvið Bandamannafélagsins. Segist Hannesi svo frá einum þessum leik: „Þótt leikur þessi sé alls eigi þess verður að setjast í annála, þá verður þó að geta höfuðpersónunnar, með því að hún kemur við þráð sögu vorrar. Það var burtrekinn búðarstrákur einn, óþokki mesti og ónytjungur, er biður ríkrar bóndadóttur og einfaldrar, lýgur frá ýmsu sér til ágætis, svo sem að bann sé sigldur, og segir af því margt fagurt, kveðst vera stúdent og bókhaldari bjá Jóni Steffensen. Einar Hjörleifsson lék búðarstrákinn, og tókst bonum það hvorki betur eða verr en svo, að Sigurður Stefánsson kvað bann leikið hafa sjálfan sig og hæddist mjög 1) Síðar prestur á Helgastöðum og Staðar- bakka. 2) Lbs. 3335, 4to, 328.-329. dálkur. 3) Síðar prestur á Hrafnagili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.