Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 56

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 56
54 •ÁSGEIU ÞORSTEINSSON ANDVARI getur ekki verið ágreiningur; því þótt deila yrði um atriði eins og „land“ eða „ríki“, var það eins og deilan um keisarans skegg. „Land“ og „ríki“ var notað jöfnum höndum um sama hugtakið, t. d. af Jóni Sigurðssyni (Ríkisréttindi Islands, bls. IV). Friðrik 8. talaði á Kolviðarhóli 1907 um „bæði ríkin“. Titill konungs átti að vera „Konungur Danmerkur og Islands" og er því þar um tvö konungsríki að ræða. Millilanda- eða ríkjasambandið, sem löndin tvö bundust, fékk heitið „veldi Danakonungs" á íslenzku, en „det sam- lede danske Rige“ á dönsku. Það var viðurkennt í millilandanefnd- inni 1908, að íslenzka orðalagið væri rétt þýðing. ísland varð með Llppkastinu sjálfstætt ríki, og í þessu tilviki konungsríki. Kon- ungurinn varð þjóðhöfðingi tveggja ríkja samkvæmt titlinum, í stað eins áður. 'Nú er „ríki" sama og „vald“. Gagnvart konunginum urðu því ríkin tekin saman (samlet) „veldi“ hans, veldi Friðriks 8. Til frambúðar varð „veldið" að tengj- ast almennu heiti og „Danakonungur" varð fyrir valinu með samþykki Islands, án þess að Danmörk fengi við það nokkur hlunnindi gagnvart Islandi, því um þeirra samskipti gilti samningur. „Veldi Dana- konungs" var því ekki nema heiti, sem sést bezt á því, að Dönum var alls ósárt um, þó að það félli úr Uppkastinu, þótt þeir tækju þvert fyrir efnisbreytingar við alþingisforsetana eftir stjórnarskiptin 1909. Einar Arnórsson skrifaði um Upp- kastið í „Reykjavík" 16. júní 1908, m. a. á þessa leið: „Ut á við er „veldi Danakonungs" ein heild, meðan sömu stjórnarvöld fara með utanríkismálin fyrir bæði löndin. Þetta er þjóðréttarhliðin á sambandinu. „Det samlede danske Rige“ og „Veldi Dana- konungs" er því rétt heiti og þarf engan að hneyksla". Andstæðingar Uppkastsins vildu gera lítið úr gagnsemi hinnar viðurkenndu þýðingar, „veldi Danakonungs", þar sem réttari þýðing væri „danska alríkið" eða „danska ríkisheildin". Þessi þýðing sam- rýmist ekki hagsmunum íslands og má af því sjá, hvert snjallræði það var að öðlast hina viðurkenndu þýðingu, sem hafði það í för með sér, að merking orðsins „Rige“ sem „Kongedömme" varð ótvíræð. Hinar þýðingarnar gátu hins vegar átt við „Rige“ í merkingunni „Stat“. Nú var það úti- lokað. Yfirlýsingin í Uppkastinu hljóðaði endanlega á þessa leið, eins og fyrr segir: „ísland er frjálst og sjálfstætt ríki.“ Ef látið er liggja á milli hluta, hvers konar ríki ísland var, er samt engum blöð- um um það að fletta, að þessi yfirlýsing af hálfu Danmerkur og Danakonungs var gerbreyting á Stöðulögunum, og ísland ekki lengur í tölu hjálendna Danmerkur eða landshluta hennar. Samtengt konungssamband við utan- ríkismál og hermál var ófrávíkjanlegt skil- yrði af Dana hálfu, sem fallizt var á vegna fullyrðingar dönsku nefndarinnar, „að konungssamband milli landanna væri með öllu óaðgengilegt, nema og væri samband um utanríkismál og hervörn", eins og segir í nefndarálitinu. Þetta var alvarlegasta krafa Dana í sambandsmálinu, og sú, sem mestum hita olli á alþingi 1909. Flún verður skýrð síðar. Um varanleika þessara tengsla við kon- ungssambandið hlaut því að fara eftir því, hvort ísland gæti beitt náttúruleg- um rökum við konung vegna breyttra atvika eða kringumstæðna, fjárhagslegra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.