Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 79

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 79
ANDVARI GRÆNAR HJÓLBÖRUR 77 — Halldóri — hvaða djöfuls Halldóri? spurði karlinn og setti undir sig hausinn. Eg hélt að hann ætlaÖi að fara að vitkast. — Halldóri héma fisksala. Hann er að selja fisk úr þeim uppi á Bræðra- borgarstígnum. Þá tók Runólfur andkaf mikið: — Hann — hann með sitt helvítis slor, og tók um leiö til fótanna og að þessu sinni ekki kringum húsið, heldur stytztu leið á Bræðraborgarstíginn. Og ég veit ekki hvað að mér kom: ég þreif sprett- inn líka og hljóp við lilið hans. Það var furða hvað hann mæddist lítið á hlaupunum þessi gamli smali. Hann hljóp álútur, löngum skrefum og góðri spyrnu. Fjandakornið sem hann hlés úr nös. Hann virtist ekki veita mér neina athygli eða láta sig það nokkm skipta að ég rann þarna fram með og þá sennilega til þess að vera honum Björn að baki Kára. En sem hann hleypur sem ákafast heyri ég að hann tautar eitthvað iyrir munni sér, langa þulu, þvílíkt senr erfiði brjósts og hjarta, vegna hins hraða fótaburðar, snerti hann ekki, hinn mjög-hlaupandi. Og ekki fæ ég hent nema samhengislaus brot úr einræðum Starkaðar, en nóg til þess að ég geri því skóna hvað hann sé að tuldra. — Nú rekur hann sér raunimar, hugsa ég með mér, — nú æsir hann sig upp: — drenginn missti ég, jörðina seldi ég . . . og eins og ég hefði getið mér rétt til, hefur hann allt í einu raust sína og klykkir út torrekið: — og börunum hafa djöflarnir stolið. Og sem hann hefur þetta mælt, herðir hann enn hlaupin, og óneitanlega flökrar það að mér að hér sé ég á þindarlausu gönuskeiði um götur bæjarins, við hliðina á snarbrjáluðum manni. En nú er ekki tími til heilabrota: markið er í augsýn og bersýnilegt að Runólfur muni sigra mig á endasprettinum. Fótatak okkar hlymur á götunni og hefur þegar vakið athygli kvenfólksins, sem ennþá er að stappa í kringum Dóra. Konumar líta upp og horfa á okkur, sumar dálítið liissa, sumar glottandi. En það glott stendur ekki lengi því Rúnki gamli æðir yfir liópinn eins og hvirfilbylur. — Það er ekki að undra þó mér sé þetta minnisstætt því þetta er eina áhlaupið sem ég hef séð gert á fylkingu, og áhlaupið gerði einn einasti maður. En þau undur gerðust, að svo mátti heita að fylkingin stráfélli þegar í stað, hún beinlínis lyppaðist niður í dauðans skelfingu eins og hendi væri veifað. Sumar skriðu burt á fjórum fótum. Aðrar stóðu upp og reyndu að hlaupa og féllu síðan aftur á nasirnar. Og Dóri gamli, sem átti sér einskis ills von, var í bezta gæti að vikta ýsutitt, stillandi lóðið sér í hag upp undir mundanginu. Hann varð þegar fyrir hrind-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.