Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 41

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 41
ANDVARI LÁTTU GAMMINN GEISA 39 Bertel um rússneska skáldið Ivan Túr- genéff. Var boðað framhald í næsta blaði, en það kom aldrei. í því sambandi má geta þess, að Bertel mun fyrstur þeirra Verðandimanna hafa kynnzt persónulega aðalforvígismanni raunsæisstefnunnar á Norðurlöndum, Georg Brandesi. Er í Brandesarsafninu í Konunglegu bókhlöð- unni varðveitt nafnspjald Bertels, og á það hefur hann ritað orðsending til Brandesar, þar sem hann biðst einmitt leyfis að mega þýða eftir hann grein um Túrgenéff. Þetta hefur gerzt í septem- ber 1883, en nánari atvikum í þvi sam- bandi hefur Einar H. Kvaran lýst í grein- inni Georg Brandes og íslendingar í Isa- fold 7. marz 1927. Fremst í þriðja tölu- hlaði Heimdallar birtist síðan heilsíðu- mynd af Brandesi, og þar ritar Hannes grein um hann. Fékk Hannes í marz léð í Fláskólabókasafninu rit eftir Brandes. Hefur hann þá að líkindum haft grein þessa í smíðum. I þetta sama tölublað þýddi Hannes kafla úr Meginstraumum Brandesar urn Alfred de Musset og George Sand og söguna Karen eftir norska skáldið Alexander Kielland. Að því er Einar segir í grein sinni um stúdentsár Hannesar, hófust persónuleg kynni hans af Brandesi, er hann fékk leyfi hans til að þýða þennan kafla úr Meginstraumum. Segir Einar, að Bran- des hafi orðið mjög hugfanginn af hon- um, og þeir skrifuðust á eftir heimför hans, einkurn á ísafjarðarárunum. Er síð- asta varðveitta bréf Hannesar skrifað 1906. Þau hafa nú verið gefin út í hinu stórmerka bréfasafni þeirra Brandesar- bræðra. Hannes birti síðan ekkert í Heimdalli fyrr en í júní, að þar kom eftir hann smásaga í gamansömum stíl, Brennivíns- hatturinn. Þetta er gáskafengin saga og sver sig mjög í ætt við ýmsar franskar húmoreskur, senr þá var mjög tíðkað að þýða í dönsk blöð, einkum Dagsavisen, er ýmsir raunsæismenn stóðu að, áður en Politiken var stofnuð. Þótt Hannes hefði lítið eitt fengizt við smásagnagerð, einkum gamansagna, er hann var í Lærða skólanum, var þessi samt fyrst birt á prenti. Réttu ári síðar birti hann í Austra 23. júní 1885 VII kafla úr „Landsins gagn og nauðsynjar, nýrri sögu.“ Hún er rituð í hinum sama gamansama tón. Ekki er mér kunnugt, hvort annað er varðveitt úr henni. 1 júlíhefti Heimdallar birti Hannes fjögur kvæði frumsamin, þar á meðal Sannleikurinn og kirkjan, og nú glymur ádeilan: Og svo er það enn fram á síðustu stund, er sannleikann vilja menn finna og grafast að æð lians í andans grund, svo alheimur sjái þann dýrindis fund, menn óp heyra ófrelsis-sinna: „Kirkjan er byrjuð að brenna." Þeir bannfæra þá, sem ei renna. Hann þýðir þarna einnig tvö kvæði eftir Ibsen og eitt eftir Heine. f sama tölu- blaði birtir Einar söguna You are hum- bug, Sir, ádeilu á kirkjukreddur og trúar- hræsni, en léttvægt listaverk. í ágústheftið þýddu þeir saman Hannes og Einar Pestina í Bergamó eftir J. P. Jacobsen. í það ritaði Hannes einnig minningargrein um Gísla Guðmundsson frá Bollastöðum, sem drekkti sér af danskri ferju í júlímánuði Jretta ár. Gísli var herbergisfélagi Hannesar á Garði og fól honum í bréfi, sem hann skildi eftir á ferjunni, að brenna ritverk sín, bók- menntagreinir, dagbækur og lýsingar á bekkjarbræðrum sínum, sem hann hafði samið. Ólafur Davíðsson getur fráfalls Gísla í dagbók sinni og segir: „Merkilegastar voru lýsingarnar, enda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.