Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 38

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 38
36 SVEINN SKORHI IIÖSKULDSSON ANDVARI andi og bræður hans. Sendu þeir frá sér flugrit um Lærða skólann og stjórn hans, sem ollu mikilli ólgu á sínum tíma. Voru nokkrar greinir meS þeim og raunsæis- mönnum, og hafa bæSi ráSiS persónu- legur metnaSur og skoSanaágreiningur. Tryggvi Gunnarsson, móSurbróðir 1 Iannesar, sat þessa vetur löngum í Höfn, og lætur aS líkum, aS systursonur hans, ungt og gáfaS skáld, hafi veriS aufúsu- gestur á heimili hans ásamt vinum sín- um. 1. nóvember 1882 var Tryggva haldiS samsæti í Höfn, og orti þá Einar I ljörleifsson til Iians kvæSi, sem prentaS var sérstaklega. Þó aS Hannesi og skáld- bræSrum hans stæSu opnar dyr Tryggva Gunnarssonar, var því svo fariS um hann sem ýmsa þá menn, er fyrirferSarmiklir gerast, aS ekki una allir stjórn þeirra jafnvel. Tryggvi var urn þessar mundir formaSur íslendingafélagsins í Kaup- mannahöfn, og tók nú aS brydda á mik- illi óánægju meS stjórn hans. Stóðu fremstir í andstæðingaliSinu sömu menn og myndaS höfðu leynifélagið Velvak- anda og bræður hans. Þótt einkum syði upp úr í íslendingafélaginu veturinn 1883—1884, höfðu þar smávegis ýfingar áður orðið. Skrifaði Skúli Thoroddsen skemmtilega lýsingu á einum fundi í bréfi til Þorvalds bróður síns 13. janúar 1883: „íslendingafélag gengur venju betur í vetur; fyrirlestrar eru haldnir á viku hverri og discussion á eftir, sem stund- um stendur yfir fram á 12. tíma; skáldin, sem eigi eru tiltökufá, lesa og stundum upp skáldsögur eftir sig, sem reyndar eru sumar nokkuð vatnsblandnar, cn þó má hlæja að, ef eigi af öðru, þá af því, hve ódýrar þær eru. A síðasta fundi sló dá- lítið útí; þá las Einar Hjörleifsson skáld- sögu eftir sig, en áður hafði verið breitt út, að sagan væri kopia af Jóhannesi Ólafssyni og föður hans; þessu reiddust sumir og bjuggu sig út með pípur og önnur verkfæri, sem óhljóðum mega valda. Þegar í félagið kom, skiptust menn í flokka, sumir blésu, en aðrir klöppuðu og stöppuðu; það var allgóð skemmtan; sagan heldur billeg í sjálfu sér."1) Einar Hjörleifsson minntist löngu síðar á þetta atvik við son sinn Einar E. Kvaran og kvað það hafa farið víðs fjarri, að fyrirmyndir sögunnar væru þær, er menn hefðu ætlað. Mun hér hafa vcrið um að ræða sögu eða drög að sögu, sem hann birti síðar í vestur-íslenzka blaðinu Heimskringlu og nefnist Félagsskapurinn í Þorbrandsstaðahreppi. Þeir Finnur Jónsson, Skúli Thoroddsen og nokkrir fleiri höfðu með sér félag eða samtök utan íslendingafélagsins, cr kölluðust lestrarfélag. Segir af því í Fjall- konunni 17. maí 1884, að haustið 1883 bafi Tryggvi Gunnarsson talið æskilegt, að fullkomin sameining gæti orðið með þessum tveimur hópum, en Hannes og realistarnir, eins og þar segir, hafi staðið gegn þeim fyrirætlunum. Hannes var þá ritari íslendingafélagsins, og segir í þess- ari Fjallkonugrein, að Tryggva hafi snú- izt hugur í málinu fyrir atbeina hans. Skúli Tlioroddsen lauk lögfræðiprófi með miklum glæsibrag 19. janúar 1884. Kom hann heim til íslands 13. marz s. á. og mun þá hafa flutt með sér þá frétt, er birtist í Þjóðólfi tveimur dögum síðar: „Tryggvi riddari Gunnarsson rekinn við lítinn orðstír úr stjórn Islendinga- félags í Khöfn með miklurn atkvæða- fjölda." Þessari frétt andmælti Hannes í grein, er birtist í Þjóðólfi 3. maí, og segir þar: „í vetur voru tveir flokkar í félaginu, sem komu sér ekki saman. Á fundi ein- um stakk maður einn af öðrum flokknum upp á því, að stjórn félagsins (Tryggvi 1) Ny kgl. saml. 3006, 4to, 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.