Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 29

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 29
ANDVARI LÁTTU GAMMINN GEISA 27 Garði. Segir svo frá henni í Kirkju- hók: „En del smáborde blev belagt med industrielle genstande, der pá h0jst for- skellige máder stod i forbindelse med gár- dens beboere, og væggenc blcv behængt med billeder af samme art, blandt hvilke især má nævnes „reglementets s0n“ (klokkeren if0lge reglemcntets § 15) og „reglementets datter“ (sigtende til en i den nærmeste fortid forefalden begiven- hed af kvindelig art), tegnede af hr. Haf- steinn."1) Þannig varð kvennamálið veturinn áður til að opna augu danskra stúdenta fvrir dráttlistarhæfileikum Hannesar. Sama haustið og Hannes fluttist inn á Garð hvarf þaðan Gestur Pálsson. Hann hafði sumarið 1880 gerzt forgöngumaður þess, að íslenzkir stúdentar þar stofnuðu með sér lestrarfélag, er kaupa skvldi allar bækur og blöð, er út kæmu á íslandi nerna markaskrár og guðsorðabækur. Auk þess héldu ýmsir menn fyrirlestra í fé- laginu um bókmenntir. Vafalaust hefur Ilannes tekið þátt í þessu félagi, þótt ekki hafi ég fundið heimildir um sér- staka forystu hans þar. Þá voru það rnikil hlunnindi Garðbúum í þennan tíma, að þangað bárust ókeypis á lestrarstofu stúd- enta öll helztu rit, sem þá komu út á dönsku. Var slíkt ómetanlegt bókmennta- lega sinnuðum mönnum. Einnig fengu stúdentar, þeir sem þess óskuðu, við og við gefins miða á sýningar Konunglega leikhússins. Forystumenn Dana í andleg- um efnum heimsóttu og Garð á stund- um, fluttu þar fyrirlestra eða lásu úr verk- um sínum. Sama haust og Elannes settist að á Garði var þangað boðið skáldinu Sophus Schandorph. Hann var þá í fremstu fylkingu danskra raunsæismanna 1) Regensens Arkiv: Regensens Kirkebog 1879 —1887. og einhver mcstur lærdómsmaður í þeirra hópi; varð doktor 1874 fyrir rit sitt um ítalskar bókmenntir og var einmitt um þessar mundir að hljóta viðurkenning Dana sem skáld; hafði þetta ár fyrst hlotið skáldlaun á dönskum fjárlögum. Schandorph las fyrir stúdenta úr verk- um sínum, Ijóðum og lausu máli, og á eftir var honum haldin mikil veizla með fjölmennum ræðuhiildum. Um þau segir m. a. í Kirkjubók: „Efter at T. Bjarnarson havde udbragt et varmt og med begejstring modtaget lcve for Drachmann, hvem dr. Schan- dorph lovede at bringe Regensens hilsen, svarcde dr. Schandorph med et leve for Islands digtere, af hvilke han særlig nævnede Steingrimur Þorsteinsson (sic) hvis personlige bekendtskab han glædedc sig ved."1) Má nærri geta, hvort þetta atvik hefur ckki snert strengi í brjóstum íslendinga, sem ekki töldu sig ávallt njóta virðingar um of á Garði. Hannes innritaðist í lögfræði, en margt mun hafa orðið laganáminu til tafar, skaldskapariðkanir og lystisemdir stúd- cntalífsins. í Höfn vann hann bug á feimni sinni, segir Einar H. Kvaran,2) og nú var sem hann leystist úr læðingi. Veturinn 1880—1881 sat Jón Ólafsson í Höfn og gaf þar út blað sitt Skuld og tók rnikinn þátt í félagslífi Islendinga. Meo Skuld gaf hann út fylgiritið Nönnu, sem e.nvörðungu birti efni fagurbók- menntalegs eðlis. Vafalaust befur þessi Hafnardvöl Jóns og blaða hans orkað örvandi á ungskáldin, og nú lætur Hannes gamminn geisa. Hann vrkir gleðikvæði, drykkjukvæði, ástarkvæði og 1) Regensens Arkiv: Regensens Kirkebog 1879 —1887. 2) Hannes Hafstein á stúdentsárunum, Eim- reiðin 1932, bls. 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.