Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 105

Andvari - 01.04.1962, Blaðsíða 105
ANDVARI UM IIELJARSLÓÐARORUSTU 103 liver ofsalegur galsi, höfundurinn er eins og ótemja, sem hefur hrist fram af sér beizlið og fer síðan á þeim gangi, sem henni bezt líkar. Hann fer um allar jarðir og alla tima í huganum, sækir samlík- ingar, orð og tilvitnanir hvert á land sem er, og skrifar jafnóðum það sem upp flýtur í huga hans og ræður hending, hvað fyrst kemur í pcnnann. Heljarslóðar- orusta er fáránleg saga, höfundurinn ferðast frjáls og óháður um lönd dag- drauma sinna. VI Eðlilegt er, að manni verði að spyrja, hvers vegna Gröndal hafi skrifað Heljar- slóðarorustu. Sjálfur kallar hann hana skemmtilega uppáfinningu, en hvers vegna gerði hann þá uppáfinningu? Gröndal var víst ekki gáskafullur maður, hversdagslega var hann ekki garnan- samur, hann var ekki einn af þeim sem alltaf þurfa að vera að segja brandara. Og það er vissulega dálítið einkenni- leg uppáfinning af manni, sem heyrir sagt frá hryllilegum blóðugum samtíma- viðburði eins og orustunni við Solferino að setjast niður samstundis og skrifa um hana gamansögu. Má raunar segja, að við kippum okkur ekki upp við að heyra fréttir af hryðjuverkum stríðsins, samúð okkar nái ekki langt út fyrir land- steinana, en þó hygg ég að við munum spyrja önnur tíðindi fyrr en að Þórbergur eða einhver annar af húmoristum okkar hafi gert skopsögu um orustuna við Stalingrad. Og kaldrifjaður rnaður var Gröndal ekki, heldur þvert á móti mjög tilfinninganæmur. Það er því réttmætt að spyrja til hvaða eiginda í karakter hans það eigi rót sína að rekja, að hann gerði söguna af Heljarslóðarorustu. Gröndal var ekki mikill veruleikans maður. Hann fór hamförum um alls kon- ar ímyndaðar veraldir, en í hinum jarð- neska heimi kunni hann sig ekki og var í látlausum árekstrum við samtíma sinn. En því frjálsari var hann í draumórum sínum. Kjarkmaður var Gröndal ekki. Hann var svo hræðslugjarn, að hann þorði varla að ganga einn um Austur- stræti vegna útigangshrossa, sem þar voru. Hann hafði ekki hug til að horfast í augu við veruleikann. í stað þess að glíma við örðugleikana, flúði hann þá. Þess vegna var honum helzt til tamt að grípa til flöskunnar, þegar á móti blés. Jafnvel félagsskapur hans við Djúnka og förin til Þýzkalands var flótti frá náms- örðugleikunum í Höfn, og förin til Hafnar aftur var flótti frá Djúnka og kaþólskunni. Það hlýtur að standa í sam- bandi við þennan eiginleika Gröndals að hann sneri skelfingafregnunum frá Sol- ferino upp í skop. Ileljarslóðarorusta er vitanlega hrein gamansaga cftir sem áður, en hvötin til þess að hún var skrifuð er tilhneiging Gröndals til veruleikaflótta. I stað þess að kynnast veruleikanum eins og hann er, flytur hann hann upp á svið hugarburðarins, þar sem hann getur mótað hann og krvddað eftir geðþótta. Gröndal lagaði sig ekki eftir veruleikan- um, heldur lagaði hann í ímyndun sinni veruleikann eftir sér. í Heljarslóðarorustu sjáum við þá Gröndal sem húmorista og óviðjafnan- legt ólíkindatól, en ef skyggnzt er á bak við hana, kennir þeirrar skapveilu, sem mótaði feril hans. VII Að lokum skal ég lítillega geta þeirra þráða, sem liggja frá Heljarslóðarorustu til nýrri skopbókmennta okkar. Enginn rnaður hefur haft önnur eins áhrif á íslenzkan skopstíl og skoptækni og Grön- dal. Hann uppgötvaði fyrstur manna, hve frábært hið dauða forrn sálmakveð- skaparins gamla er fyrir skopkvæðagerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.