Menntamál - 01.04.1946, Síða 41

Menntamál - 01.04.1946, Síða 41
MENNTAMÁL 71 við. Gat hann meðal annars um vaxandi áhuga og framkvæmdir í skólabyggingum, t. d. byggðu að minnsta kosti 6 hreppar í Árnessýslu skólahús á suniri komandi. Skólahúsin væru að vísu ekki svo mörg, því að norðvesturhreppar sýslunnar sameinuðust um skóla við Ljósa- foss. Mundi þctta met um skólabyggingar í einni sýslu, en víðar væri mikill áhugi og framkvæmdir i þessu efni. I>á lauk hann lofsorði á samþykktir síðasta ársþings ungmennasambandsins Skarphéðins um skólamál. Skólabyggingarnar ættu að verða baráttumál kennarasam- takanna. Þá skýrði hann frá, að skólabílar væru nú notaðir í 5 skóla- hverfum á Suðurlandi og tvö skólahverfi væru að byggja heiman- akstursskóla. Gagnfræðaskólarnir gætu vafalaust notað skólabíla, t. d. gagnfræðaskóli fyrir suðurlireppa Arnessýslu og í Gullbringusýslu. Vakti námsstjóri athygli á, að skólabílar ættu að fá hér sömu forrétt- indi á vegum eins og jteir hafa sums staðar erlendis. 3. Stjórnum kennarafélaganna var falið að hafa forgöngu um stofnun kennarasambands fyrir Suðurland. 4. Vorstörf í barnaskólum voru ntikið rædd, sérstaklega ntóður- málskennsla yngri barna, vorpróf og skólaskemmtanir. 5. Sigurður Eyjólfsson skólastjóri á Selfossi hóf umræður um sendi- bréf sem verkefni til samanburðarprófs, en það hefur verið notað á Suðurlandi undanfarin ár. Lauk fundurinn lofsorði á prófverkefni jjetta, enda hafa framfarir á jtessu sviði orðið geysimiklar. 6. Kennarar á Eyrarbakka buðu fundarmönnum á skemmtun barnaskólans. Guðmundur Þorláksson skólastjóri bauð gesti velkomna, en Guðmundur Daníelsson kennari skýrði skemmtiatriði. Að lokinni skemmtun þakkaði námsstjóri ágæta skémmtun og frábæra fjölbreytni og hugkvæmni, Jtar sem sérhvert skólabarn kom fram á sviðið til jtess að skemmta. Ivennarar hér og víðar legðu mikla vinnu í skólaskemmi- anir, og væri sannarlega til mikils að vinna, ef skólunum auðnaðist að hafa bætandi áhrif á skemmtanalíf þjóðarinnar, jafn mikilvægur og sá þáttur væri í lífi hverrar þjóðar. Síðan sátu fundarmenn kaffi- boð hjá kennurum Eyrarbakka. Höfðu menn bæði gagn og ánægju af þessari heimsókn. Kennnrafélag Fœreyja hefur nýlega gefið 1500 krónur í Minningarsjóð Aðalsteins Sig- ?nundssonar. Sjóðurinn er nú um 22 þúsund krónur að stærð. Stjórn Ungmennafélags íslands og afgreiðsla Tímans í Reykjavík taka á móti framlögum í sjóðinn. — í Kennarafélagi Eæreyja eru nú )6o kennarar.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.