Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.1997, Side 14

Bjarmi - 01.12.1997, Side 14
Sr. Kristján Valur Ingólfsson ... og hvað mun blíða? Sr. Kristján Valur Ingólfsson er rektor Skálholtsskóla. Fáum guðfræðingum sem mæltir eru á íslenska tungu hefur tekist að koma kjarna jólaguðspjallsins fyrir með eins fáum og auðskiljanlegum orðum og Valdimar Briem í sálminum: „í dag er glatt í döprum hjörtum." Þar er að flnna spuminguna sem hér er gerð að fyrirsögn. Sálmurinn er ekki frásögn um liðinn atburð, heldur lýsing þess sem verður í undri jólanæturinnar. Og það undur er nýtt á hverjum jólum. Baksvið atburðarins er í senn Betlehemsvellir og óblíð íslensk náttúra. Það erum við sem fáum boðin. Það erum við sem erum hirðar. Það er reynsla trúarinnar. „Þegar ljósið dagsins dvin, - oss Drottins birta kringum skin.“ Venjur okkar og atferli á jólum taka mið af því. Ljósið er komið í heiminn. Þessvegna er víða enn sá siður að láta loga ljós alla jólanóttina og tengja þannig saman dag og nótt. Vegna þess að Orðið sem var í upphafi hefur verið talað til okkar. Orðið sem skapaði þennan heim og greindi ljósið frá myrkrinu, - Orðið sem geymir allan sköpunarkraft Guðs, varð maður, - er orðinn bam í jötu og sýnist ofur- seldur mannlegum duttlungum og mann- legum breyskleika. Hann er gefinn í hendur mannanna á ótryggum tímum. Heródes bíður skammt undan og vill granda honum. Þar er hið raunverulega myrkur (Mt. 2:13 -23). Annað sálmaskáld, Helgi Hálfdánar- son, sagði: „Sem Heródes er heimurinn, svo herradóm hann elskar sinn, að sak- leysið og sannleikann, hann sviptir lífi nær sem kann. Og til þess vald sitt við- haldist, hann vill, ef gæti, deyða Krist" (Sb. 570). Ljósið skin í myrkrinu. Myrkrið getur ekki unnið bug á því þvi að ljósið er orðið til vegna þess að sköpunarorðið sjálft er komið í heiminn tll að vera orð frelsisins og orð hinnar nýju sköpunar. Allir okkar jólasiðir byggja með ein- hverju móti á því að við viljum sjálf miðla ljósi í myrkrinu og vera það sjálf þegar við höfum tekið á móti þvi. Engillinn flutti Maríu Orð Guðs. Það Orð varð hold á jörð. Það er hið sama Orð og sérhver, í engils stað, flytur söfnuðinum - kirkjunni, en hún hefur Maríu að fýrirmynd. Hún heyrir það Orð í auðmýkt ambáttarinnar, tekur á móti og segir: „Verði mér eftir orðum þinum.“ (Þessvegna heilsar presturinn í kirkj- unni söfnuðinum á undan bæninni, sem innleiðir lestrana úr heilagri ritn- ingu, með orðum engilsins við Maríu.) Þess vegna verður líka til á jólum sem svar við boðskap engilsins: Ég vil sjálf(ur) vera vaggan þín, jatan þín, Jesús. Oss öllum mikinn fögnuð flytur Enn mun engill jólanæturinnar syngja á komandi jólum. Enn er kallað til fundar á Betlehemsvöllum. Þar er Friðarengill- inn og flytur mfkinn fögnuð: „Sá Guð, er hæst á himni situr, er hér á jörð oss nær. Sá Guð er ræður himni háum, hann hvílir nú í dýrastalli lágum. Sá Guð, er öll á himnins hnoss, varð hold á jörð og býr með oss.“ Allt kann þetta að hljóma eins og öfug- mæli, þversögn eða bara tóm vitleysa. Sagan, allt til þessa dags, þekkir nöfn sem af einhverjum ástæðum geta ekki tekið á móti þessum boðskap. Guð á

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.