Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 2

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 2
qiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.nl iiiiitiiiiiiiiiiiiiuitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiJ»iiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiai;iiiiijiiiiiiiiiiiilll||l|l|ii.a JESKBN 70. árg. 9. tbl. Ritstjóri: GRÍMUR HNGILBERTS, ritstjórn: Lækjargötu 10A, simi 17336, hoimasími 12042. Framkvæmdastjóri: KRiSTJÁN GUÐMUNDSSON, skrifstofa: Lækjargötu 10A, heimasími 23230. Útbreiöslustjóri: Finnbogi Júlíusson, skrifstofa: Lækjar- götu 10A, simi 17336. Árgangur kr. 250,00 innanlands. Gjalddagi: 1. apríl. í lausasölu kr. 35,00 eintaklð. — Utaná- skrift:: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavik. Útgefandi Stórstúka islands. Prentun: Prentsmiöjan ODDI hf. September 1969 OMAR SHARIF OIVIAR SHARIF Hið upprunalega nafn egypzka kvikmyndaleikarans Omars Sharifs er Faechel Shalhoub, og áður en hann gerðist leikari var hann framkvæmdastjóri timburverzlunar. Omar er fæddur í Kairó og það var árið 1955, sem kvikmyndagagnrýnendur alls heimsins hrósuðu honum fyrir leik í mynd, sem hét „Ljómandi sól.“ Þetta var egypzk mynd og var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Heimsfrægð hlaut hann þó ekki, fyrr en honum var falið stórt hlutverk i myndinni ,,Arabíu-Lawrence.“ Fyrir leik í þeirri mynd hlaut hann hin frægu Oscarverðlaun. Eftir það kepptust leikstjórar um að íá hann til að leika í myndum þeirra, og kvenfólkið tók að tilbiðja hann. Það hlutverk, sem Omar hefur hlotið bezta dóma fyrir, er tvímælalaust hlutverkið í „Zívago lækni.“ Omar er vand- látur og tekur ekki hvaða hlutverk sem er, þótt ávísun upp á offjár fylgi með. — Ég vildi óska, að ég þyrfti ekki að leika nema eitt hlutverk á ári — og þá að sjálfsögðu afbragðsgott. Síðar langar mig einnig að fá að spreyta mig sem leikstjóri.........Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að fá að vinna starf, sem veitir meðbræðrum mín- um gleði og énægju. Stundum hefur hvarflað að mér að hætta kvikmyndaleik. En hvaða starf get ég þá fengið í staðinn? Ég kann ekkert annað en þetta. Enda er það eflaust svo með öll meiriháttar störf, að þau eru eríið og slítandi, — en skemmtileg íyrir það. Omar Sharif stendur nú á hátindi frægöar sinnar og segja má, að hann njóti í ríkum mæli velgengni sinnar og aðdáunar milljóna kvenna um allan heim. Hann er kvæntur egypzkri kvikmyndastjörnu, Fatem Hamama, og eiga þau hjón einn son. Aðal tómstunda- gaman Omars er veðreiðar og bridge, og á hann sex dýra hesta, sem taka oft þátt í veðhlaupum í París, en þar vildi Omar helzt eiga heima. BJÖRNIIMN TALANDI Bjarndýr hafðist við í skógar- þykkni. Tveir veiðimenn sem þar voru á ferð, fréttu af því og sögðu: „Við veiðum hann bráð- um.“ Daglega fóru þeir inn í skóginn. Á kvöldin komu þeir aftur heim í gistihúsið, og þó þeir ættu enga peninga drukku þeir beztu vínin. „Björninn borgar skuldir okkar með feldi sínum,“ sögðu þeir. Einu sinni komu þeir auga á þessa miklu skepnu. Annar veiðimannanna, sem hitti ekki af hræðslu, klifraði upp í tré. Hjá hinum klikkaði byssan, þá fleygði hann sér niður og lézt vera dauður, því honum hafði verið sagt að bjarndýr hefði engan áhuga á dauðum mönn- um. Björninn þefaði af munni hans, nefi og eyrum og vór bvo burtu. Veiðimaðurinn, sem far'® hafði upp í íré kom nú niður og spurði hinn í spaugi: „Hvað sagði björninn í eyra þér?“ Þá svaraði hinn: „Hann sagði að við skyldun1 ekki selja bjarnarfeldinn, áður en við ættum björninn." K. G. Kjörorðið er: ÆSKM FTRIR ÆSKUIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.