Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 10

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 10
 \ ~ ' - f*"1 t , ^ '&S 1 / ■ > Villi benti undrandi á bíl, sem ók fram hjá með skíSi á þakinu. Miguel ók nú með vini sína til höfuðborgar Chile, sem heitir Santiago, til þess að fara þangað í kynnisferð. Þegar búið var að koma bílnum fyrir á öruggum stað, fóru vinirnir þrír í göngu- ferð niður á aðaltorg borgarinnar Alamed de Las Delicias, sem þýðir ,,Unaðstorgið“. „Hér er aðalgata borgarinnar," sagði Miguel við Villa, ,,og íbúarnir nefna hana í daglegu tali aðeins „Alameda", en hún hefur einnig annað nafn, „Bern- ardo-Higgins“.“ „Það hljómar eins og það sé írskt nafn,“ sagði Villi. „Alveg rétt,“ svaraði Miguel. „Bernardo Higgins er þjóðhetja Chile-búa, eins og St. George er þjóðhetja Englendinga. O’Higgins var sonur írsks hermanns, sem átti heima í Chile á 19. öld. Bæði Chile og Perú lutu þá spánskri stjórn. En undir stjórn O’Higgins tókst Chile-búum að hrekja Spánverja af höndum sér og landið fékk sjálfstæði sitt árið 1818. í þakklætis- skyni kaus þjóðin O’Higgins fyrsta forseta sinn og hann gerði þjóðinni mikið gagn.“ Þegar Villi, Miguel og Hannibal gengu niður eftir aðalgötunni komu þeir að kirkjunni San Francisco. „Þetta er elzta kirkjan í borginni," sagði Miguel. „Hún var byggð árið 1568, nokkrum árum eftir að Pedro Valdiva, spænski landvinningamaðurinn hafði lagt landið undir Spánarkonung. Hann reisti borgina Santiago.“ Eftir að þeir höfðu gengið víða um og skoðað margt í borginni sá Villi allt í einu rauðan bíl með skíði bundin á þakið aka fram hjá. „Mér datt ekki í hug, að það væri nokkur snjór hér nálægt,” sagði hann undrandi við Miguel. „Þar hefurðu ekki rétt fyrir þér,“ sagði Miguel bros- andi. „Ekki langt hér frá er skíðabrautin Portillo, og þar var alheims skíðakeppni árið 1966. Þar eru glæsi- leg gistihús og stór skíðalyfta, sem gaman er að sjá og ferðast með.“ „Ég vildi gjarnan sjá hana,“ sagði Villi, „og ég er viss um, að Hannibal væri til í að fá sér svolitla æf- ingu þar!“ „Það vildi ég gjarnan líka,“ svaraði Miguel, „en því miður fékk ég símskeyti í morgun frá föður rnínum, sem þarf mjög á aðstoð minni að halda við tinnám- urnar, svo ég verð að snúa heim. Ég vona bara, að ykkur líði vel og að þið skemmtið ykkur þessa daga, sem þið verðið enn í Chile.“ VILLI ferðalangur ogfíllinn hans. 366
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.