Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 39

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 39
Búið til sósu úr smjörl., hveiti og mjólk. Sjóðið gulræt- ur í 10 mín. Leggið i mót og látið rifna ostinn yfir ásamt sósunni. Bakað í 'A klst. bakaður blaðlaukur með osti 3 stórir blaðlaukar 1—2 msk. smjörlíki 6—8 sneiðar ostur 2 msk. brauðmylsna 10 tómatsneiðar Blaðlaukurinn hreinsaður og soðinn meyr í vatni, soðið lát- síga vel af honum. Blaðlauk- Uririn lagður í vel smurt eld- íast mót, þakinn með osti og tómatsneiðum, brauðmylsnu stráð yfir og einnig nokkrum smjörlíkisbitum. Bakað í vel heitum ofni, þar til osturinn hefur bráðnað og rétturinn tengið fallegan brúnan lit. Rauðrófubuff 4-500 g soðnar rauðrófur 2 msk. hveiti 1 tsk. salt 100 g smjörlíki 1 laukur 1 dl mjólk Soðnar rauðrófurnar afhýdd- af °g skornar i sneiðar, ekki of hunnar. Salti blandað saman V1ð hveitið og rauðrófusneið- Unum velt upp úr því og steiktar ljósbrúnar á báðum 'hðum. Laukurinn skorinn í sneiðar og brúnaður og settur ^l’r buffið. Mjólkinni hellt á Ponnuna og soðið saman við tituna á pönnunni. Sósunni hellt yfir buffin. Rauðrófubuff er borið fram með lirærðum kartöflum og grænum baunum. TÓMATAR MEÐ OSTASMJÖRI 4—(i tómatar 100 g ostur 50 g smjör (salt) pipar paprika salatblöð (seljurót) steinselja Bezt er, að tómatarnir séu sem jafnastir að stærð. Lok er skorið af hverjum tómat. Tek- ið innan úr tómötunum með te- skeið og þeir settir á hvolf um stund. Smjörið er hrært vel. Þar í blandað fint rifnum osti og öllu kryddinu. Tómatarnir fylltir með ostasmjörinu. Klipptri steinselju stráð yfir. Lokið sett á og þeir settir á sal- atblað. Steinseljugrein stung- ið í. Rétt þennan má borða sem millirétt eða forrétt, einn- ig með kjöt- og fiskréttum eða hafa á kalt borð. SPÍNATSALAT 3 hnefar spínat 10-20 hreðkur 2 msk. sítrónusafi 1 msk. salatolía sykur eftir smekk Spínatið þvegið blað fyrir blað, klippt i mjóar ræmur. Hreðkurnar rifnar á rifjárni, sítrónusafa, olíu og kryddi blandað saman, grænmetið sett út i. Mjög ljúffengt með fiskréttum. BLÓMKÁLSSALAT, BLANDAÐ 1 blómkálshöfuð 1 blaðlaukur eða lauk- sneiðar 8 hreðkur steinselja 1 dl rjómi 2—3 msk. sítrónusafi 1—2 tsk. púðursykur Blómkálið tekið i sundur i smáar hríslur. Laukurinn eða blaðlaukurinn skorinn í mjög þunnar sneiðar. Hreðkurnar rifnar smátt. Steinseljan klippt smátt. Öllu grænmetinu blandað í hálfþeyttan rjómann ásamt sítrónusafa og púðursykri. RIFSBERJAHLAUP MEÐ GRÆNMETI 5 dl hrá rifsberjasaft vatn 4—5 blöð matariim 2 boilar rifið grænmeti sítrónusafi púðursykur Matarlímið lagt í vatn. Tekið upp úr og brætt. Hrært út í saft- ina, sem er blönduð, ef hún er bragðsterk. Sett i mót. Hlaup- inu hvolft á fat, og hið rifna grænmeti sett í kringum lilaup- ið. Sítrónusafi og púðursykur sett yfir grænmetið. Gott er að setja þeyttan rjóma ofan á grænmetið. Hafa má flestar grænmetistegundir, en ljúffeng- ast er grænt salat eða hvitkál. Salatið skal þá skera í ræmur. GULRÓFUSALAT MEÐ APRÍKÓSUM 200 g gulrófur 25-50 g púðursykur 50 g aprikósur % msk. skyr 1 dl súrmjólk !4 dl rjómi Apríkósurnar lagðar í bleyti yfir nótt. Skornar smátt. Skyr- ið er hrært með púðursykri og súrmjólk, þar i blandað rjóm- anum, rifnum gulrótum og apri- kósum. Gott er að lúta sitrónusafa i salatið. I stað apríkósa má hafa aðra þurrkaða ávexti. OSTASALAT 200 g ostur 4 tómatar % gúrka Ostur og gúrka rifið saman. Tómatar brytjaðir og blandað í. Skreytt með tómatsneiðum. HVITKÁLSBAKSTUR 1 kg hvítkál 4 dl mjólk og hvítkálssoð 75 g hveiti 40 g smjörliki 2 egg brauðmylsna !4 tsk. salt Yztu óhreinu biöðin eru tek- in af kálinu og l>að skorið i fínar lengjur frá leggnum. Jafningur búinn til úr kálsoði, mjólk og hveiti, soðinn og kældur lítið eitt. Eggjunum hrært saman við og kálinu blandað i. Hellt í smurt mót, brauðmylsnu stráð á og jafn- ingurinn bakaður í gufubaði % klst. Hrært smjör er gott að bera með. BLÓMKÁLSSÚPA % 1 vatn 1 msk. kjötkraftur 6—8 hríslur blómkál V2 1 mjólk 2 msk. heilhveiti eða 4—(i marðar kartöflur Sjóðið kjötkraft og blómkál i 5—8 mín. Hrærið hveitið út i mjólk og sjóðið i 5 mín. I stað- inn fyrir liveitið er gott að jafna með mörðum kartöflum. 395
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.