Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.09.1969, Qupperneq 31

Æskan - 01.09.1969, Qupperneq 31
ARMSTRONG COLLINS ALDRIN AFREKSMENN í GEIMNUM ^EIL ARMSTRONG var fyrsti maðurinn, Sem steig fæti sinum á tunglið. Hann Se9ist hafa tekið þátt í geimferðum vegna Þess, að hið óþekkta freistaði hans. Arm- strong hefur að baki afar mikla reynslu f ffu9i- Hann hefur flogið þotum í allt að 64 km hæð og með fimmföldum hraða h'jóðsins. — Armstrong fæddist i Wapa- ^oneta I Ohio hinn fimmta ágúst árið 1930. ^tnistrong gekk í herinn árið 1949 og 9erðist siglingafræðingur. Hann var í hern- Urn til ársins 1952. Alls mun hann hafa fahð sjötfu og átta árásarferðir í Kóreu- s,ríðinu. Hann var skotinn niður en bjarg- a®ist naumlega í fallhlíf. Eftir styrjöldina n9m hann loftsiglingaverkfræði og að loknu Prófi árið 1955, réð hann sig sem reynslu- fu9maður við hraðatilraunastöð flughers- lris- Hann hefur flogið ýmsum hraðfleygustu Vélum heims og á meira en 4000 flugtíma baki. Hann var valinn til geimferða- Pjélfunar árið 1962. Kona Armstrongs heitir °3n og eiga þau hjón tvo syni, Eric og ^ark, 12 og 6 ára gamla. — Ekki verður neinn vafi á að Armstrong verður valinn maður ársins 1969, og kemur sterklega til 9reina sem maður aldarinnar eða jafnvel arþúsundsins fyrir afrek sitt. MICHAEL COLLINS var valinn til geim- ferðaþjálfunar árið 1963 og þá spurði blaðamaður nokkur hann hverjar framtlðar- vonir hans væru. Collins hvaðst þá helzt mundi vilja verða karlinn í tunglinu. Þessi ósk hans rættist að nokkru f tunglferðinni, því Collins var eftir í aðalfarinu meðan félagar hans þeir Armstrong og Aldrin fóru i ferjunni niður til tunglsins, sveimaði Coll- ins um tunglið í rúmlega hundrað km hæð. Hann hafði í þessari för ekki minna hlutverk á hendi en þeir, því það valt á færni hans, að tenging ferjunnar og farsins heppnaðist, er félagar hans sneru aftur frá vunglinu. Collins er talinn hlédrægastur allra hinna fimmtíu og tveggja geimfara Bandarikjanna. Hann er maður framkvæmdanna en ekki orðanna. Er þeir John Voung voru á hring- braut f Gemini-10 fyrir réttum tveimur árum, voru þeir svo fáorðir, að orð var á haft. En svo lítið, sem talað var, þá var þvi meira gert. Collins fæddist í Rómaborg 31. okt. 1930. Hann er kvæntur Patriciu Finne- gan, og eiga þau hjón þrjú börn, Kathleen, Ann og Michael og eru þau 10, 8 og 6 ára. Meðal áhugamála Collins eru veiðar og handbolti. Hann hefur hlotið ýmis heiðurs- merki fyrir vel unnin störf og mikla hæfni. EDWIN J. ALDRIN var annar þeirrá manna sem steig á tunglið. Hann er fæddur 20. janúar árið 1930. Hann lauk prófi B. A. stigs frá West Point herskólanum árið 1951. Þá gekk hann í flugherinn og flaug meðal annars til Kóreu meðan stóð á styrj- öldinni þar. Hann fór sextíu og sex árásar- ferðir og hlaut ýmsar orður fyrir. Seinna varð hann verkfræðingur í hernum og fékkst þar við geimför. Hann hlaut doktorsgráðu sfna árið 1963 og var valinn til geimferða- þjálfunar sama ár. Hann fór fyrstu geim- ferð sina árið 1966. Frammistaða hans vakti þá mikla athygli. Aldrin er kvæntur Joan A. Archer. Þau hjón eiga þrjú börn, Michael, Janice og Andrew, 13, 12 og 11 ára. Aldrin á sér mörg áhugamál. Hann er íþróttamaður mikill, stundar hlaup, dýfingar og köfun. Hann hefur hlotið allmargar orð- ur fyrir vel unnin störf f verkfræði og vfs- indum og hreystilega frammistöðu f hern- um. Aldrin hefur mikla flugreynslu að baki. Hann á meira en 3500 skráða flugtfma, flesta þeirra í þotum. Aldrin setti met f geimgöngu er hann dvaidist meira en fimm og hálfa klukkustund utan fars sfns f Gemini 12 ferðinni. 387

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.