Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1969, Side 23

Æskan - 01.09.1969, Side 23
fann gleði og hamingjukennd streyma um sig. Nú hafði þó lif lians einhvern tilgang. Nokkurri stundu síðar kom tilkynning frá franska skipinu um, að sjúklingnum liði betur og að hann væri rólegri. Ennfremur var fyrirspurn um, livort þeir gætu gert nokk- uð frekar þar um horð. Hann gaf nokkrar fyrirskipanir um, hvernig hlúa skyldi að manninum en settist svo i stól og hvíldi sig. Nú var ekkert hægt að gera annað en að biða, unz skipin mættust. Nú fór honum aftur að líða verr, þegar hann fann allt í einu aftur fyrir sínum sorgum. Frá þvi augnabliki, þegar loftskeytamaðurinn truflaði samtal skipstjórans og lians og þangað tii nú, hafði liugur hans ckki hvarflað til Helgu eða Ben Elkins. Þetta hafði ekki skeð, siðan áður en skilnaður þeirra varð. Já, nú virtist honum einn- ‘g þýðingarmeira að bjarga hinum veika manni, enda var það skylda hans sem læknis. „En hvað tæki svo við í Bataviu?" spurði hann sjálfan sig. Aftur fann hann heiftina brjótast fram í sér. Ógjörningur var að halda aftur af henni. Hann hafði þjáðst alltof mikið til, að þessi iieift gæti horfið i einni svipan. Jú, hann varð að hefna sín. Honum fannst nú enn sem fyrr, að hið eina, sem máli skipti, væri að koma fram svarinni hefnd á Ben Elkin. 1 sama bili rétti loftskeytamaðurinn honum pappírsblað. Hann tók það og las. Þar var nýtt skeyti frá franska skipinu, svohljóð- andi: „I.íðan sjúklingsins nokkru betri. Eiginkona hans, Helga Elkin, sendir lækninum beztu kveðjur. Vonum að hið versta sé liðið lijá“. Hann sat með blaðið i liöndunum og starði fram fyrir sig. Hann lirökk við, þegar loftskeytamaðurinn sagði: „Eruð þér veikur, læknir“? Hann hristi höfuðið og stóð þegjandi upp. Steinþegjandi gekk hann út úr klefanum. Með erfiðismunum gamalmennis staulaðist •>ann niður stigann niður á þilfarið og út að borðstokknum, hall- aði sér þyngslalega út að honum og hvarflaði augum til og frá. Eftir nokkra stund fór hann að átta sig. Sannarlega var kald- hæðni örlaganna liér að verki. Hann liafði bjargað lífi þess eina manns, sem hann vildi feigan. Eini maðurinn, sem liafði þurft á hjálp hans að halda í allri Austurlandaferðinni, reyndist þá vera Ben Elkin, sem liann sizt af öllu vildi lið veita og alls ekki hokkja. Og erfiði lians síðustu klukkustundirnar liafði þá orðið til að bjarga þesum manni. Og Helga hafði tjáð þakklæti sitt. Helga sem alltaf var svo nærfærin og háttvís. Hún mundi sízt af öllu gleyma að láta í Ijós þakklæti sitt undir slikum kringurp- stæðum. Hann vissi ekki síðar, hversu lengi hann liafði staðið þarna, hvort það höfðu verið nokkrar mínútur eða nokkrar klukkustundir. Hugur hans snerist aðeins um þetta undarlega örlagatafl, þessa wgilegu, nöpru og ruglingslegu, en ])ó margslungnu fléttu at- vikanna. En skyndilega lirökk hann upp úr liugsunum sínum við !>Ö hönd var lögð á öxl hans. Hann lieyrði loftskeytamanninn seKja: „Ég held að ])ér séuð veikur, læknir." Hann sneri sér við og sagði: „Nei, síður en svo. Hitinn var svo mikill þarna upp og svo reynir nú alltaf á taugarnar að . . .“ Hann reyndi að hafa vald yfir rödd sinni, en nú sagði liinn: »Hér er nýtt skeyti frá franska skipinu. Viljið þér ekki gera svo Vel og koma upp aftur?“ „Líður manninum verr?“ „Svo virðist vera.“ Hann var farinn að átta sig aftur. Nú var liin langþráða stund hcfndarinnar runnin upp. Enginn gæti ásakað hann, þótt ekki lækist að bjarga lífi Ben Elkins. En hann vissi sig öruggan um bjarga lífi mannsins, ef hann aðeins kærði sig um. Allar upp- lýsingar um einkcnni sjúkdómsins bentu á, að svo væri. Jú, vissulega lilaut að vera hægt að bjarga sjúklingnum og með l)eim ásetningi fór hann aftur upp í loftskeytaklefann, settist har við borðið og las fyrir nýjar fyrirskipanir. Skyndilega fann hann til mikillar þreytu. Hin uppliaflega áætlun hans var öll runnin út i sandinn. Loftskeytamaðurinn sat og starði á hann steinhissa. Hér mátti engum tima tapa. Hvers vegna féll læknirinn i svo djúpa þanka? En svo leit Birgir skyndi- lega upp og sagði: „ Við verðum vist að hafa liraðan á, ef okkur á að takast að bjarga vesalings manninum." Hann fann, að nú var teningunum kastað. Hann varð umfram allt að bjarga lifi Ben Elkins. Hann mundi enn einu sinni standa augliti til auglitis við Hclgu og sjá gleðibros færast yfir andlit liennar. Hann var læknir, en skylda livers læknis er að bjarga mannslifi. En þetta var lika síðasta læknisverkið, sem Birgir tók sér fyrir hendur. Hann lét afskrá sig í Bataviu, tók sér flugfar lieim til Danmerkur. Þar neitaði liann öllum tilboðum frá sjúkrahúsum, þvi héðan af ætlaði liann að hugsa eingöngu um tónsmíðar, og þvi erum við nú liér stödd. Við erum fátæk, sárfátæk. En svona vill Birgir vera. Og ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að segja þér nllt af létta.“ Frú Bentson horfði mjög alvarlega á Björgu, meðan hún sagði síðustu setningarnar. Framhald í næsta hefti. Allt lífið glatað Hcimspekingur einn var ferj- aður yfir á. Á lciðinni spurði liann ferjumanninn, hvort hann kynni rúmmálsfræði. „Nei, lierra minn,“ sagði ferjumaðurinn. „Ég hef aldrei heyrt hana ncfnda.“ „ Þá er fjórðungur ævi þinnar glataður. En kannt þú þá ekk- ert i heimspeki?" „Ekki baun,“ sagði ferjumað- urinn og brosti við. „Jæja,“ sagði heimspeking- urinn. „Þá er annar fjórðungur ævi þinnar glataður. En kanntu ekki eitthvað í stjörnufræði?“ „Ég hef aldrei heyrt hana nefnda,“ sagði ferjumaðurinn. „Þá er enn einn f jórði“ — —, lengra komst hann ekki, þvi að ferjan rakst á stein. Stórt gat kom á liana og var auðséð, að hún mundi brátt sökkva. Ferju- maðurinn kastaði af sér treyj- unni og sagði: „Kannt þú að synda, herra minn?“ „Nei“, sagði heimspekingur- inn. „Jæja,“ sagði ferjumaðurinn. „Þá er allt líf þitt glatað, því að nú er ferjan að sökkva.“ 379

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.