Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 40

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 40
Magnús Benediktsson skrif- ar Fluftljættinum margar spurn- ingar um flugnám, en hann segist langa til að verða flug- stjóri. Alltaf er bezt að hafa sem mesta menntun. Það minnsta, sem flugstjórar verða að hafa, er gagnfræðapróf. Stungið hef- ur verið xipp á, að krefjast prófs samsvarandi stúdents- prófi i islenzku, ensku og reikn- ingi. Þess vegna væri bezt að hafa lokið stúdentsprófi, en að sjálfsögðu er hægt að hefja flugnám fyrr, ef tími og pen- ingar eru til. BRÉFDÚFAN Um lengd námsins er ekki gott að segja. Það má segja að það fari eftir fjárhagsástæð- um nemandans og svo verður veðrið að vera gott. Námið er afar dýrt og skiptir liundruð- um ]>úsunda áður en lýkur. En flugmenn eru afar vel launað- ir, svo að það má segja að all- ur kostnaður og fyrirhöfn borgi sig. Námskostnaður fæst frádreginn á skattskýrslu cins og annar kostnaður við skóla- göngu hér á landi. Um hæfileika flugstjóra má nefna að þeir verða að vera líkamlega og andlega heilbrigð- ir, þ. e. þeir mega ekki hafa neina Hkamsgalla, sem kynnu að hindra þá að störfum. Sjón og heyrn verður að vera mjög góð. Þeir þurfa að vera geð- prúðir og tillitssamir. Jafnað- argeð og skörp athyglisgáfa eru atriði, sem miklu máli skipta. Þú spyrð, að hvaða lcyti starf- ið geti talizt vandasamt. Það er með þetta starf eins og önnur, að vandinn minnkar að jafnaði ineð aukinni ])ekkingu og reynslu. Æfðum flugstjóra þyk- ir ekki meiri vandi að fljúga flugvélinni sinni en þér að hjóla á rciðhjólinu þínu. Vand- inn kemur, þegar eitthvað ber út af. Ef keðjan slitnar á lijól- inu þínu, missir þú bæði drif- og hemlunarkraftinn. Hvað gerir þú þá? Hvað gerir flug- maðurinn, þegar mótor bilar? Það er við þessar aðstæður að mest reynir á hæfileika hans sem flugmanns. Og eins og liggur í augum uppi er svo miklu meira i liúfi, þegar flug- vél bilar heldur en hjólhestur, ])ótt mannslíf geti legið við í báðum tilvikum. í flugvélunum eru oftast mörg mannslif og þau eru fjársjóður, sem aldrei vxrður metinn til fjár. Það er þess vegna að gera verður iniklar kröfur til flugmanna og ábyrgð þeirra er vissulega mikil. Um mánaðarlaun er ekki gott að segja. Það fer eftir flugvélargerð og flugtíma, en kaupið getur verið frá kr. 25.000 til 00.000 og allt þar á milli. Hér er átt við laun flugstjór- anna. Skapar starfið trygga at- vinnu og góða afkomu? Já, sé maður í starfl á annað borð, er afkoman góð. Svo framarlega sem flugvélar eru til og félög til að reka þær, er þarna um trygga atvinnu að ræða. En þetta er þó eðlilegum takmörkunum báð, þ. e. a. s. þörfin fyrir flugmenn fer eftir fjölda og ferðatíðni flug- véla. Hér á landi hefur ekki skort flugmenn enn sem komið er. Hins vegar er oft rúm fyrir góða menn, því að í flugstjóra- stöður verður að vanda mjög valið. Já, mikið skal til mikils vinna. Hins vegar má benda á, að flugmannsstarfið er eitt þeirra, sem vinna má hvar sem er í heiminum, enda eru nú is- lenzkir flugmenn út um allar jarðir. Ljúktu þinu skyldunámi og helzt meiru til, Magnús, og farðu svo að hugsa þér til hreyfings upp í loftið. Hr. Páll S. Pálsson, Snæfelli, Stokkseyri, biður Flugþáttinn að birta mynd af þýzku orustuflugvélinni Messerschmitt Bf 109. Hér að ofan er myndin, og vil ég nota tækifærið til að segjaykkurdálítið frá þessari merkilegu flugvél. Einsætis orustuflugvélin Me 109 var sú frægasta, sem prófessor Willi Messerschmitt teiknaði. Hún er líka sú flugvél, sem mest var smíðað af i slðari heimsstyrjöldinni. Sagt er, að þær hafi verið 83 000. Hugmyndina að flugvél þessari fékk Messerschmitt árið 1934 og fyrsta Bf 109 flaug I september 1935. Framleiðsla hófst af fullum krafti 1937 og I júlí það ár var Bf 109 B tekin í notkun af Condor-flugsveitinni á Spáni. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út, var gerðin 109E tilbúin. Nú varð þessi flugvél aðalorustuflugvél þýzka flughersins (Luftwaffe). Me 109 tók mikinn þátt f orustunni um Bretland og stóð sig vel. Árið 1941 var orka hreyfilsins aukin að mun, og sú gerð var Bf 109 F. Árið 1942 kom gerðin Bf 109 G, og voru flestar framleiddar af þeirri gerð. Hún var þyngri en fyrri gerðir, betur vopnuð, en það þótti vandasamt að fljúga henni. Bf 109 G var enn i framleiðslu, þegar stríðinu lauk, og fram- leiðslunni var haldið áfram á Spáni og í Tékkóslóvakiu. í Bf 109 G-6 var einn 475 ha. Daimler-Benz hreyfill, mesti flughraði 525 km/t. og venjulegt flugdrægi 700 km. SUD-AVIATION SUPER CARAVELLE Áhöfn: 2—3. Sætaf jöldi: 104. Hreyflar og orka: Tveir 6.350 kg/þrýst. Pratt & Whlt- ney þrýstiloftsmótorar. Vænghaf: 34.30 m. Lengd: 33.00 m. Hæð: 8.72 m. Ilámarksf lugtaksþungi: 52.000 kg. Arðfarmur: 9.265 kg. Farflughraði: 835 km/t. Flugdrægi: 2.725 km. 396
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.