Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 46

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 46
SPURNINGAR OG SVOR Landnám ríkisins. Svar til Skarphéðins: Starf- semi landnáms ríkisins er í meginatriðuin tvíþætt. Annars vegar lýtur hún að stofnun ný- býla, annaðhvort í hyggða- hverfum eða á vegum einstak- linga, en hins vegar miðar hún að því að auka búin á þeim jörðum, sem fyrir eru, og koma í veg fyrir, að jarðir fari í eyði, þær, sem hyggilegar eru. Það, sem fellur undir ný- býlastofnanir samkvæmt land- námslögum, er: 1. Stofnun nýbýlis til almenns búrekstrar a) í byggðahverfi i>) á eigin iandi. 2. Stofnun félagsbúskapar á eldri jörð. 3. Endurbygging eyðijarðar. 4. Stofnun garðyrkjubýlis á jarðhitasvæði. 5. Stofnun smábýlis eða iðn- aðarhýlis á 6 ha ræktanlegs lands að lágmarki. Landnám rikisins hefur stofnað til byggðahverfa í 15 sýslum landsins. I þessum byggðahverfum eru 3—9 ný- býli í hverfi, og eru nýbýla- mönnum byggð býlin eftir að landnámið hefur lokið fram- kvæmdum sinum i hverfinu. Landnám ríkisins kaupir land- ið undir býlin, ieggur vegi um hverfið, leggur vatnsleiðslur að og skolpleiðsiur frá hýlunum og ræktar 25 ha tún fyrir hvert hýli. Þá lætur hmdnámið girða hverfin af og ]iurrka ræktunar- lönd og beitilönd að nokkru. Þegar einstaklingar stofna ný- býli, styrkir Landnám ríkisins ræktun á þeim býlum, unz náð er 25 ha túnstærð. Fyrstu 5 ha, sem ræktaðir eru á hverju býli, eru styrktir með kr. (i.000,00 á lia, en siðan nemur styrkurinn kr. 3.000,00 á ha. Styrkur til garðyrkjubýla nemur kr. 00,00 á fermetra í gróðurhúsi, unz 1000 m- er náð. Þeir, sem ný- býli stofna á eigin landi eða i byggðahverfum, njóta sömu styrkja og lána til l)ygginga og bændur á eldri jörðum. Sú starfsemi Landnáms rik- isins, sem miðar að ])ví að stækka búin á eldri jörðum og koma í veg fyrir, að byggileg- ar jarðir fari í eyði, er einkum tvenns konar. í fyrsta lagi styrkir landnámið ræktun á öllum þeim jörðum, sem hafa minna tún en 25 ha og byggi- legar teljast, unz 25 ha marki er náð. Þessi styrkur nemui' kr. 2.500,00 til kr. 3.000,00 eftir ræktunarskilyrðum. t öðru lagi veitir Landnám ríkisins styrk til byggingar íbúðarhúsa í sveitum, kr. 60.000,00 til hygg- ingar hverrar íbúðar. Ef þessar upplýsingar nægja þér ekki, þá ættir þú að skrifa til skrifstofu Landnáms ríkis- ins, Hafnarstræti 6, Reykjavík. Tannsnyrting Svaé til Bjarna: Hið eina, sem sýnilegt er af slímhúð munnsins, eru varirnar. Þær eiga að vera rjóðar á lit, slétt- ar og sprungulausar. Snyrting varanna keppir að þessu marki. Notkun sterkra munnskolvatna og tannsápu getur oft valdið því, að slímhúð varanna þorni um of og varirnar springi og skorpni. Við snyrtingu var- anna eru varasmyrsli notuð, og má ekki rugla þeim saman við varalit. Varasmyrslin eru úr möndluolíu og vaxi og lítið eða ekkert af rauðum lit látið saman við. Glyserin á ekki að nota við varasnyrtingu. Munn- snyrting er í því fólgin að skola og þvo inunn og háls. Ber að gera það eftir hverja máltíð. Til þess er notað volgt vatn, ýmist eintómt eða bætt er í það lireinsandi og ilm- andi munnskolvatni. Astand tannanna hefur mikla þýðingu fyrir útlit manna. Illa hirtar tennur bera vott um sóðaskap og eru stórlýti á fólki, jafnvel þótt það sé að öðru leyti snot- urt. Tennurnar eiga að vera hvítar. Skemmdar tennur eru tíðasta orsök andremmu. Við tannsnyrtingu er notaðurtann- liursti, tannsápa, tannduft eða tannvatn. Áður en tennur eru burstaðar, skal ævinlega skola munninn rækilega. Tannburst- inn sé hæfilega stór og stinn- ur. Skal bursta alla tannfleti sem rækilegast. Ef tannholdið er heilbrigt, á eklti að blæða úr því eftir burstun. Þegar þú fæddist, varstu tannlaus. Sennilega hefur fyrsta tönnin komið í ljós, þeg- ar þú varst hálfs árs. Smátt og smátt hafa svo komið fleiri tennur, og við tveggja ára ald- ur hefur þú verið búinn að taka 20 tennur. Nefnast þær mjólkurtennur. Á sjöunda ári og næstu ár losna og detta mjólkurtennurnar burlu, og fullorðinstennur koma í þeirra stað. Þær eru 32: fjórar fram- tennur, tvær augntennur og tiu jaxlar í hvorum gómi. Oft- ustu jaxlarnir (vísdómstenn- urnar) koma ekki fyrr en um tvítugt eða síðar. 402
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.