Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 19

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 19
Þá var það einn daginn, að nokkrir karlapar, sem ætl- uðu að fá sér að drekka í vatnsbólinu, er þeir höfðu notað langa lengi, rákust á flokk af svörtum öpum með fjaðraskraut á höfði. Báðir flokkarnir hörfuðu hvor fyr- ir öðrum inn í skógarþykknið, en nú var gömlu öpunum nóg boðið. Þeir báðu Tarzan að mega flytja sig langa leið inn í skóginn og lét hann það eftir þeim og lifðu þeir þar í friði fyrir þessum óþekktu aðskotadýrum. En nú gat Tarzan ekki verið daglega í kofa sínum eins °g áður. Ekki gat hann þó stillt sig um það að fara frá flokki sínum í leiðangra til kofans endrum og eins og notaði hann þá jafnframt ferðina til þess að endurnýja örvaforða sinn með því að heimsækja svertingjaþorpið að næturþeli. En nú voru svertingjarnir farnir að fela örvar sínar, og varð því Tarzan að sitja á gægjum lieilan dag, til þess að sjá í hvaða kofa þeir geymdu örvaranar. Þessar ferðir Tarzans urðu til þess, að hann varð að vera fjarverandi frá flokki sínum nokkurn tíma og þar nteð vanrækja konungsskyldur sínar. Þær voru að vísu ekki svo mjög margbrotnar, en oft þurfti að skera úr deilu- niálum, sem upp komu, strax og það með röggsemi. Ef til vill kom hann Þaka gamli einn daginn ösku- vondur og sagði frá því, að Mungó hefði tekið konu hans. ^á varð Tarzan að kalla flokkinn saman og ef það var svo að apynjan vildi heldur vera hjá Mungó, þá dæmdi Tarz- an að það skyldi svo vera, en Mungó skyldi gefa Þaka eina af dætrum sínum í staðinn. Eða þá þegar Gutr beit Tönu konu sina svo, að hún varð að halda saman blæðandi sári á síðu sinni. „Hvað var að?“ spyr Tarzan. Jú, Gutr segir, að Tana hafi ekki viljað klóra honum á bakinu og ekki viljað sa^kja handa honum hnetur upp í trén. Tarzan skammar þau bæði og hótar Gutr að hann skuli fá að finna íyrir hnífnum, ef hann bíti konu sína, og Tana lofar bót og betrun. Þannig stjórnaði Tarzan flokki sínum og kom hon- um þá í góðar þarfir, að vit hans og dómgreind var tnörgum sinnum meiri en apanna. En oft var hugur hans langt í burtu. Hugsanirnar Uru það, sem hann hafði lesið í bókunum í kofanum, sóttu oftlega á hann. Og innst inni fann Tarzan til þess, hann átti ekki samleið með mannöpunum. Hefði ^;da fóstra hans lifað, mundi hann þó hafa fylgt flokkn- Uru og lifað lífi þeirra áfram, en nú fann hann það ljós- ^ega, að einhvern tíma ræki að því, að hann segið skilið við flokkinn og tækist þá langa ferð á hendur, til þess að ^e*ta að kynstofni sínum, hinum hvítu mönnum. Eitt var það þó, sem batt Tarzan enn um stund við ^°kk sinn. Einn af yngri karlöpunum var farinn að gefa það í skyn, að hann ætti, sökum krafta sinna, rétt til konungdómsins í flokknum. Þetta var Terkoz og var hann sonur Tublats gamla, sem Tarzan felldi fyrir nokkr- um árum. Tarzan féll ekki við að eftirláta honum kon- ungdóminn og hélt sig því með llokknum enn um hríð. Tarzan hefði helzt viljað sigra Terkoz hníflaus og bogalaus. Honum hafði nú vaxið svo afl og þrek að hann liélt, að ef til vill gæti hann ráðið niðurlögum þessa risavaxna apa, ef ekki hefðu verið hinar ægilegu vig- tennur apans. Tilviljun olli því þó, að Tarzan réð ekki við þetta. Eitt sinn, er flokkurinn var í ætisleit, barst Tarzan til eyrna hátt neyðaróp apynju. Allur flokkurinn safnaðist þegar saman utan um þau tvö, sem börðust. — Það var Terkoz, sem hélt í hárið á gamalli apynju og barði hana sundur og saman. Tarzan skipaði honum að liætta strax, því að hann átti ekki þessa konu. Hana átti gamall og slitinn api, sem ekki hafði lengur þrek til að verja hana. Terkoz var að berja konuna vegna þess að hún vildi ekki sleppa við hann fugli, sem hún hafði náð í. Hann vissi vel, að það var á móti lögum flokksins að ráðast á konu annars apa, en þegar hann sá, að Tarzan var bogalaus hélt hann barsmíðinni áfram til þess að æsa Tarzan til bardaga. Og hann lét ekki á sér standa, en réðst þegar á Terkoz. Hnífur Tarzans kom á móti vigtönnum apans og Tarz- an var rniklu snarari og liðugri, hins vegar voru kraftar mannapans nokkru meiri en andstæðingsins. En senni- lega hefði þó apinn haft betur í þessari orustu, sem háð var upp á líf og dauða, og Tarzan apabróðir, lávarður af Greystoke hefði látið lífið sem óþekkt skógardýr. En þá kom það til, sem hóf Tarzan yfir hin önnur dýr skógarins — vitið. Það var skynsemi hans, sem bjargaði honum í þetta sinn. Terkoz var mikið særður af hnífsstungum á liöfði og brjósti og Tarzan var einnig mikið rifinn, til dæmis hékk höfuðleður hans öðrum megin niður og dapraði sjón hans á öðru auganu. En þrátt fyrir þetta hafði þó Tarzan kom- izt undan hinum ægilegu vígtönnum apans. Tarzan var nú að hugsa upp bragð í bardaganum. Hann einsetti sér að reyna að komast aftan að fjanda sínum og koma hníf sínum inn á milli herðablaða apans. Þeir ultu um koll urrandi og bítandi og allt í einu var Tarzan kominn á bakið á apanum sem tók það til bragðs að velta sér eftir skógarsverðinum. Þá var það að Tarzan missti hníf sinn og var nú vopn- laus, en hélt sér á baki Terkozar með því að smeygja ann- arri hendi undir handarkrika apans og aftur fyrir svíra hans. Þarna hafði Tarzan hitt á bragð úr grísk-rómversku glímunni, sem kallað er „hálfur Nelson". Hann reyndi að ná sama taki með hinni hendinni og það tókst. Tarzan hafði báðar hendur spenntar undir handarkrikana á ap- anum og aftur fyrir stuttan, en geysisterkan háls hans. „Heill Nelson“ var komin á Terkoz og hann varnarlaus. 375
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.