Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 22

Æskan - 01.09.1969, Blaðsíða 22
POPPMESSUR. Það hefur verið allmikið rætt og ritað um hinar svokölluðu „poppmessur", sem fram fóru í nokkrum af kirkjum Reykjavíkurborgar á síðastliðnu vori, og hafa menn verið þar bæði með og móti. Þetta nýja messuform er um þessar mundir víða [ tízku og er framkvæmt á ýmsan hátt. Mynd sú, sem hér birtist, er frá einni slíkri „poppmessu", sem haldin var í kirkju í Svíþjóð nýlega. Á meðan presturinn las hin heilögu orð voru tvær létt- klæddar dansmeyjar látnar sýna listir sínar fyrir altarinu. Hvað kemur svo næst? „Það er erfitt að útskýra. Þú ert ung stúlka, en ég er orðin öldruð og hef reynt meira en margir aðrir. Ég á erfitt með að greina frá þvi öllu. En í stuttu máli sagt, þá fór hjónaband Birg- is gersamlega út um þúfur þarna allt í einu. Helga varð afar ástfangin af Ben Elkin og fór með honum, yfirgaf mann, barn og heimili, engin skynsemi virtist geta komizt að í höfði hennar, hún virtist aðeins eiga eina ósk, -— að fylgja hinum fræga píanó- leikara. Fáum dögum síðar var hún farin og Birgir sat einn eftir með litlu stúlkuna sína. Þessi ógæfa kom iila við hann. Ég get ekki útskýrt, hvernig annað eins og það, sem ég nú hef fýst, getur átt sér stað, en mér virðist þó, að slíkt gerist þá og því aðeins að fólk missi dómgreind á eigin athöfnum, að rödd satnvizkunnar nái ekki lengur til þess. Heimur Birgis var hrun- inn í rústir og honum fannst lífið ekki vera þess virði að iifa þvi. Helga hafði verið miðpunkturinn i tilveru lians. Þó var litla dóttir hans eftir og það veitti honum nokkra liuggun. Sem móðir var ég löngu búin að skilja, að sonur lilýtur að yfirgefa föður og móður og búa með þeirri konu, sem hann liefur valið sér. Slíkt er lögmál lífsins og vissulega stendur skrifað, að þau tvö skulu vera eitt. En nú virtist allt vera eyðilagt. Hann missti áhugann fyrir starfi sínu, hætti að vinna á sjúkrahúsinu og réðst sem læknir á enskt skip, sem var í förum milli Southampt- on og Bataviu. Skipstjórinn hét Frisby, en skipið India. Fyrst gekk Birgir að vísu atvinnulaus nokkra mánuði og á meðan vonaði ég stöðugt, að hann mundi endurheimta áhugann fyrir starfi sínu. Ég fékk ekki að vita, hvers vegna hann valdi þetta skip en vonaði, að það væri til þess að komast héðan burt um stundarsakir og þess vegna hefði hann komið sér i samband við Silver Star — skipafélagið, sem átti „India“. En skömmu eftir brottför hans skynjaði ég, að ]>etta var liður í ákveðinni áætlun. Ég las af tilviljun í dagblaði, að Ben Elkin ætlaði að halda hljómleika í Austurlöndum fjær, meðal annars i Bataviu. Þá varð ég sem lömuð af ótta, því nú vissi ég, hvað Birgir ætlaðist fyrir. Ég þekkti frá námsárum Birgis, bversu ákveðinn hann var, þegar hann tók sér eitthvað fyrir hendur, og nú var ég sannfærð um, að hann ætlaði sér að koma fram hefndum yfir þeim manni, sem hafði lagt hjónaband hans i rúst. Yfirlæknirinn á sjúkrahúsinu hafði einmitt ráðlagt Birgi að fara i þessa ferð og bauð honum starf við sjúkrahúsið, bvenær sem lionum þóknaðist að snúa til baka. En auðvitað vissi yfir- læknirinn ekki, að Birgir ætlaði sér aidrei aftur heim. Hann ætl- aði víst aðeins að liitta Ben Elkin aftur. Ég get hvorki hugsað mér né útskýrt, að þetta hatursmyrkur skyldi leggjast yfir sál hans, en eitt var öruggt. Hann hataði Ben Elkin, sem var dek- urbarn hamingjunnar, hvar sem liann fór um heiminn. Hljóm- leika hafði hann haldið í Englandi, Frakklandi, Þýzkalandi og Ameríku og alls staðar var liann hlaðinn hástemmdu lofi. En erfitt virðist vera að halda góðri og heilbrigðri skapgerð við slík- ar kringumstæður. Birgir sagði mér þetta allt síðar. Hann sagði mér einnig allt, sem gerðist í Austurlandaferðinni. Sú frásögn var í stuttu máli á þessa leið: Á leiðinni til Austurlanda var hann farinn að kynnast skip- stjóranum og oft sátu þeir saman og skeggræddu, einkum á kvöldin. Birgir liafði sagt lionum frá ýmsu, sem á daga bans hafði drifið. Þó liafði hann ekki sagt honum allt, til dæmis bafði liann ekki nefnt, að Helga og Ben Élkin væru í Bataviu. Ég held, að hann hafi ekki vitað fyrir vist, hvað hann mundi taka til bragðs, ef hann hitti þau þar, en hann ætiaði að koma fram hefndum á einhvern hátt, því eins og áður er sagt, fannst honum stoðunum vera kippt undan tilveru sinni. Kvöld eitt var samtal þeirra rofið með því að loftskeytamað- urinn kom af skyndingu til þeirra og sagði: „Læknir, vilduð þér koma upp og aðstoða mig? Eitthvað er . . .“ Birgir bað skipstjórann að afsaka sig og fór upp í loftskeyta- klefann. Loftskeytamaðurinn sagði: „Hér er fyrirspurn frá frönsku gufuskipi í 160 kilómetra fjarlægð. Þeir á skipinu spyrja, hvort við höfum lækni um borð. Þeir hafa engan lækni, en einn af far- þegum þeirra er fárveikur og manninum elnar sóttin. Svo virðist sem um eitrun sé að ræða. Þeir spyrja yður, livað þeir geti gert.“ „Spyrjið þá um orsakir og einkenni eitrunarinnar", sagði Birgir. Loftskeytamaðurinn gerði svo og á meðan liripaði Birgir nokkrar spurningar á blað. Hann spurði um ýmis sérstök ein- kenni sjúkdómsins, liita, hvað hefði verið gert fyrir sjúklinginn áður o. s. frv. Loftskeytamaðurinn sendi þessar spurningar og af svörunum réð Birgir, að veiki maðurinn væri í inikilli hættu. Hann sendi þá fyrirspurn um, hvort lyíjabirgðir væru um borð. Þeir fengu játandi svar um hæl og þar var einnig tilgreint hvaða lyf þeir hefðu. Birgir athugaði lyfjaskrána. Hann vissi, að liér var um lif eða dauða að tefla, bað loftskeytamanninn að halda við sambandinu við hitt skipið, meðan hann næði i eina af lækningahókum sín- um. Hann þaut niður í klefa sinn, fann hókina, snaraðist upp aftur og fór að blaða í bókinni. Svo fann hann það, sem hann leitaði að og sendi lyfseðil, því svo vildi til að nauðsynlegustu lyfin voru til í hinu skipinu. Hann sendi ennfremur fyrirspurn um, hvort þeir gætu breytt stefnu sinni og komið til móts við „India“, sv'o að hann gæti fengið að líta á sjúklinginn. Hann fékk það svar, að crfitt væri um vik. þar eð þeir væru á heimleið frá Bataviu. „Segið þeim að þeir verði að koma,“ sagði Birgir. Loftskeytin fóru á milli og svarið var á þá lund, að skipstjór- irin gæti ekki undir nokkrum kringumstæðum breytt um stefnu. „Sendið þau skilaboð, að hann sé morðingi, ef hann gerir það ekki“, sagði Birgir fokvondur. „Skipin geta liitzt eftir nokkra klukkutíma. Þá getum við tekið manninn um horð hjá okkur og hjúkrað honum. Spyrjið um álirifin af lyfinu." Næsta svar var á þá lund, að þeir liefðu breytt um stefnu i átt til „India“, að þeir væm búnir að blanda meðul eftir fyrirsögn Birgis og gefa sjúklingnum þau. Eftir að Birgir liafði gefið sinar síðustu fyrirskipanir, gekk hann lengi um á þilfarinu. Taugar hans voru í uppnámi, en það uppnám veitti lionum þó nokkra fróun. Honum fannst raunar, að þessi harátta við dauðann veitti sér undursamlegan frið. Hann 378
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.