Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 58

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 58
„A E G A Ð VERA MEÐ ÞV KUM KERLINGUM i B E K K ? " gagnvart bóklega náminu og það kom sumum þeirra á óvart hversu ólík hin fræði- lega nálgun var reynsluþekkingu þeirra þegar kom að námskeiðum sem fjölluðu sér- staklega um leikskólann og leikskólabarnið. Þær ræddu um hvað þær hefðu verið öruggar með sig þegar kom að námskeiðum sem snertu leikskólann beint. Þær hefðu talið sig vita þetta allt saman. Svo hefðu þær fengið skell þegar kom að prófi. Ein þeirra eldri sagði: „Eg vissi alveg ótrúlega mikið áður en ég kom í þennan skóla. En svo uppgötvaði ég það að ég vissi ekki nema bara brot af því sem ég hélt að ég vissi." Þær eldri tóku fegins hendi námskeiðum þar sem lögð var áhersla á að kenna vinnubrögð í háskólanámi. Yngri nemunum fannst slík námskeið aftur á móti vera tímaeyðsla þar sem þær höfðu þessa undirstöðu úr framhaldsskóla. Eldri konunum fannst t.d. íslenskuáfangi þar sem farið var í ritgerðasmíð vera hrein himnasending. Ein þeirra sagði: Mér er minnisstætt, þarna á fyrsta ári, kúrs sem öllum hinum stelpunum fannst alveg hræðilegur ... Við vorum alveg í skýjunum og lærðum svo mikið þar hvernig átti að gera ritgerð. Maður hefur varla þorað að segja þetta, af því að þær náttúrulega fóru í gegnum þetta í fjölbraut. En við, þetta voru bara grundvallaratriði hjá okkur að ná þessu til þess að geta bara gert ritgerðir. Eldri og yngri nemarnir höfðu einnig ólíka skoðun á vettvangsnáminu. Yngri konurnar vildu hafa meiri tíma til að kynnast daglegu starfi á leikskólunum í vett- vangsnáminu og síður eyða tíma í verkefni þar sem reyndi á beitingu fræðanna í tengslum við leikskólastarfið. Þær eldri þekktu leikskólann vel og fannst þær ekki þurfa tíma til kynnast leikskólastarfi í vettvangsnáminu. Þær töluðu um að þeim fyndist vettvangsnámið of iangt. Þær hefðu unnið lengi í leikskóla og fannst að þær þyrftu ekki að eyða svona miklum tíma á vettvangi. Hér er dæmi um umræðu í hópi eldri nema: A: Mér finnst bara ofboðslega gengið fram hjá reynslunni sem maður hefur. B: Algerlega sniðgengið R: Þið eruð bara settar inn eins og þið séuð að kynnast leikskólastarfinu? A: Eins og að vera að æfa sig að lesa fyrir fimm börn í hóp þegar maður hefur oft haft upp í 24 barna hóp, skiljið þið. Eða sjá um einhverja tón- listarstund sem maður var búinn að sjá um í mörg ár ... B: Þó að ég sé alltaf að mótmæla þessu verknámi þá ... hefur maður alveg ofboðslega gott af því að fara út í vettvangsnám, mismunandi leikskóla. En ekki í þetta langan tíma ... lesa sögu fyrir tíu börn eða eitthvað. Þetta er algjör tímaeyðsla. Yngri konunum fannst vettvangsnámið mjög gagnlegt og vildu fá að njóta þess sem slíks. Þær töluðu um að of mikið væri sett fyrir af verkefnum á vettvangstímabilinu og að þær vildu frekar fá að vera á staðnum með börnunum og læra á leikskólann. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.