Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 103

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 103
HANNA RAGNARSDÓTTIR lesa Kóraninn. Elstu börnin eru því í raun að læra fjögur tungumál; móðurmálið og ensku sem þau lærðu frá unga aldri í upprunalandinu, arabísku og íslensku. Faðir- inn bætir við að börnin hafi aðgang að krakkablöðum og sögum á móðurmálinu á Netinu hjá kennaranum og sé það mjög gott. Eldri börnin þrjú eru í grunnskóla og gengp öll í skóla í upprunalandinu áður en þau komu til íslands. Að sögn Abboo er skólakerfið þar mjög ólíkt íslensku skólakerfi. Hann segir börnin vera hrifin af skól- anum hér, einkum frelsinu. Hann telur hins vegar frelsið vera of mikið á Islandi hvað varðar börnin. Abboo vill að börnin læri íslensku þar sem fjölskyldan hefur í hyggju að búa á Islandi. Þau eru mest inni í bekkjum og telur hann að það sé gott, svo þau séu ekki aðskilin frá hinum börnunum. Aðspurður hvort börnin hans eigi íslenska vini segir hann svo ekki vera en skólinn sé að reyna að skipuleggja hópastarf til að efla samskipti barnanna. Hann segir kennsluaðferðir og hugmyndafræði skólans vera mjög góðar, er mjög ánægður með kennarann sem mest sinnti börnunum í upp- hafi, segir hann mjög færan. I samtali við foreldrana kemur fram að ekki hafa orðið árekstrar vegna ólíkra trú- arbragða eða menningar skólans og heimilisins, ekki hafi reynt á kirkjuferðir um jól og aðra trúarlega þætti í skólastarfinu sem valdið gætu erfiðleikum hjá þeim sem múslimum og tekið sé tillit til trúartengdra matarvenja þeirra. Hann segir Sohni vera frjálst að taka þátt í íþróttum sem hún stundar, sundi og öðru því sem fer fram í skól- anum. Aðspurður um hvort honum finnist að í skólanum eigi að fræða um uppruna- menningu þeirra segir hann að það sé nauðsynlegt að veita bæði börnum og fullorðn- um einhverjar upplýsingar, vegna þess að fólk sé margt illa upplýst og hafi ranghug- myndir um upprunaland þeirra (Viðmælandi: Aboo). Sohni er í grunnskóln B. Að sögn skólastjóra, hér nefnd Dóra, hefur starfið sem snýr að erlendum börnum verið mótað af góðu og áhugasömu starfsfólki. Það sé hins vegar ekki allt starfsfólk skólans sammála stefnunni eða tilbúið að taka á móti börn- unum í bekki. Hún segir að börnin séu ekki sett þar sem vitað sé að mjög neikvæð viðhorf ríki. Aðspurð um hvort eitthvað hafi verið unnið gegn neikvæðni segir hún að upplýsingamiðlun fari fram og reynt sé að ræða málin. Skólastjórinn segir einnig að starfsemin sem snýr að erlendu börnunum sé dálítið einangruð frá skólanum almennt og þyrfti að kynna hana betur. Börnin séu líka svo „illa mállaus" og vilji halda svolítið hópinn. Þeim gangi ekki vel að tengjast félagslega. Dóra minnist á frekar neikvæða umræðu í samfélaginu um að nýbúar séu orðnir of margir, en um leið sé talað um hvernig eigi að styrkja þetta fjölmenningarsamfélag. Fólk sé hrætt við að koma upp um sína eigin fordóma, t.d. þegar það sé spurt hvort það vilji fá nýbúa í fjölskylduna. Hún segir einnig að „í skólanum hafi þau verið ótrúlega lánsöm með nýbúa". Þeir séu mjög efnilegir námsmenn og gott fólk. Varðandi samskipti íslensku og erlendu barnanna segir Dóra að grunnforsendan sé að samtalshæfni sé til staðar en krakkar velji sér vini eftir því hvað þau eigi sameiginlegt. Það þurfi líka að „æfa nýbúana í að koma sér inn í hópinn". En svo sé hópamyndun nýbúanna líka til stað- ar og þar gildi jafnvel aðrar reglur. Einnig sé nokkrum erfiðleikum bundið að vita hvenær fólk er endanlega sest að, erlendu fjölskyldurnar flytji sumar oft milli hverfa og jafnvel bæja (Viðmælandi: Dóra). 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.