Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 60

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 60
„Á É G AÐ VERA MEÐ ÞVÍLÍKUM KERLINGUM í BEKK?" Það sem eldri konurnar töldu hafa gagnast sér allra best var stuðningurinn sem þær veittu hver annarri. Þær ræddu mikið um hvað það hefði skipt þær miklu máli að halda svona vel saman og finna hvatningu og stuðning í jafningjahópnum. Ein þeirra sagði um þetta: Auðvitað hefur fjölskyldan styrkt mig, en af því að við erum alveg í sama farinu í náminu og vitum alveg hvað við eigum að gera og hvað við þurf- um að gera [þá er stuðningur samnemendanna svo mikilvægur]. Og svona smátt og smátt vissum við líka hvar við vorum veikar ... Þegar maður sagði: Mér líður illa eða eitthvað, þá einhvern veginn upplifði ég eins og að hópurinn skildi mig raunverulega. Önnur ræddi um hvernig þær hefðu hjálpast að og hvatt hver aðra. Ég man alveg eftir símtölum ... Ein hringdi bara á fyrstu önn og sagði: „Ég er hætt, þetta gengur ekki hjá mér. Ég get þetta ekki". Og bara fór að gráta í símann. Þá sagði ég: „Jæja ef þú hættir þá hætti ég ..." Það var engin kannski merking hjá mér að segja það, en við vorum svolítið mikið svona. Þetta varð svona kappsmál að við héldum hver annarri á floti. Þær lærðu saman og hvöttu hver aðra og mynduðu stuðningshópa með aðstoð náms- ráðgjafa. í hópi eldri fjarnema ræddu þær hvernig þær höfðu hist úti á landi á hverju misseri og að sá stuðningur sem þær fengu hver af annarri hefði skipt sköpum. Annars hefðu þær gefist upp. Hér er dæmi úr umræðunni í þeim hópi: B: Það hringir einhver samnemandi í mig í október og segir: „Við ætlum að hittast þrjár á Akureyri, viltu vera með?" Og þá var ég alveg að því komin að gefast upp, en ég var alltaf ákveðin í að ég myndi þrauka til áramóta og sjá hvernig þessi próf færu. A: Við ætluðum að hittast fimm og komum fjórar ... B: En við töluðum ekki um það á Akureyri hvað við vorum tæpar allar. A: Nei það var engin sem viðurkenndi það en við vorum allar á þessum [tíma] punkti ákveðnar að hætta. B: En engin af okkur talaði um það. A: Akváðum svo að gefa þessari helgi sjens. Og bara það að hittast það peppaði okkur svona rosalega upp ... Jú hún kunni þetta og ég kunni hitt og við gætum lagt það svona í púkk. B: Og ég kunni ekki neitt og gat fengið aðstoð. A: Manni leið þannig kannski hverri fyrir sig. B: Og það sýndi sig að út úr þessum fjórum myndaðist þessi hópur þarna á landsbyggðinni og það varð til þess að ég gafst ekki upp. Þessi eina sem ekki mætti, hún hætti um jólin. A: Við höfum hist á Akureyri á hverri einustu önn. B: Og í Stykkishólmi, og í Húnavatnssýslunni og á Kópaskeri. Við höfum hist heirna hjá okkur öllum. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.