Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 97

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 97
HANNA RAGNARSDÓTTIR ekki til að vera með); erfiðar aðstæður (í atvinnu- og félagslegu tilliti); kærðu sig ekki um þátttöku þegar ljóst var að spurt yrði um persónulega þætti; voru á leið úr landi um áramót og gætu því ekki haldið áfram í rannsókninni. Tvær fjölskyldur gáfu ekki ástæðu og ekki hefur tekist að ná í eina fjölskylduna, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fyrstu viðtöl við foreldrana fóru í flestum tilvikum (níu af tólf) fram á heimilum þeirra og notast var við túlka þar sem foreldrar og spyrill voru sammála um að þörf krefði. Öll viðtöl hafa verið tekin upp á segulband með fullu samþykki allra þátttak- enda. Foreldrarnir samþykktu einnig allir að skólar barnanna yrðu heimsóttir, rætt við kennarana og fylgst með börnunum í skólunum. Síðari viðtöl hafa öll farið fram á heimilum barnanna. Litið er á viðtölin annars vegar sem aðferð til að kynnast lífs- sögu þátttakenda, hins vegar leið til að varpa ljósi á orðræðu á heimilum og í skólum (Wetherell, Taylor og Yates, 2001; Plummer, 2001). BÖRNIN OG SKÓLASTARFIÐ Hér á eftir verða börnin fjögur og fjölskyldur þeirra kynnt til sögunnar, svo og áherslur í starfsemi skóla þeirra er snúa að erlendum börnum. Til að vernda börnin eru dulnefni notuð um þau og foreldra þeirra og skólarnir nefndir með bókstöfum. Leikskólabörnin Yusufer fimm ára drengur, fæddur á Islandi og hefur, þegar þetta er skrifað, verið í leikskólanum í tvö ár. Foreldrar Yusufs eru af ólíkum uppruna; faðir hans af afrísk- um, móðir hans Irena af evrópskum uppruna. Þau hafa sitt hvort móðurmálið og nota þriðja tungumálið í samskiptum sín á milli. Þau hafa búið á íslandi í fimm ár. Þau eru bæði sérmenntuð, hafa lokið námi að loknu skyldunámi og Irena hefur stundað háskólanám. Foreldar Yusufs hafa unnið við þrif á íslandi. Þau tala góða ensku en þau nota hana þó ekki í samskiptum sín á ntilli. Yusuf skilur samskiptamál þeirra, þó að það hafi ekki verið ætlunin að hann lærði það, að sögn móðurinnar. Hún segir þau hins vegar vera að kenna honum markvisst móðurmál þeirra beggja. Yusuf er því að verða fjöltyngdur; hann býr við þrjú tungumál á heimili sínu og í leikskól- anum tekst Yusuf á við fjórða tungumálið, sem móðir hans segir hann hafa átt í erfið- leikum með, enda einkum lært það í samskiptum við börn og í leik. Yusuf talar stundum íslensku þegar hann leikur sér heima, „eins og hann sé að ímynda sér íslenska vini sína", að sögn Irenu. Móðir Yusufs segir að þau hjónin hafi kosið að setja Yusuf í leikskóla til að hann kynntist öðrum krökkum, lærði að eiga samskipti við þau og lærði íslensku. Henni fannst hann vera einangraður heima. Aðspurð um leikskólann segir móðirin að Yusuf hafi lengi vel verið eftir hádegi, en þá hafi verið meira frelsi og leikir; betra skipulag á morgnana. Þess vegna hafi henni verið ráðlagt í leikskólanum að koma frekar með hann á morgnana. Irena segir Yusuf hafa átt fremur erfitt uppdráttar í leikskólanum, einkum fyrsta árið. Irena leggur áherslu á að Yusuf þurfi að laga sig að samfélaginu, ekki bara íslensku samfélagi heldur almennt að samfélagi. Þau viti ekki hvar þau muni búa í framtíðinni. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.