Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 106

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 106
VILJI O G VÆNTINGAR í leikskóla Yusufs hefur starfsfólk nokkrar áhyggjur af því fjölbreytta tungu- málaumhverfi sem hann lifir í og telja það flókinn veruleika fyrir svo ungt barn. For- eldrar Yusufs virðast ekki hafa sömu áhyggjur. Þau tala sitthvort móðurmálið við hann og kenna honum markvisst sín móðurmál. Yusuf er virkur og kraftmikill strák- ur, sem er vel vakandi fyrir umhverfi sínu. Að öllum líkindum mun hann læra þriðja tungumálið, samskiptamál foreldra sinna, að ákveðnu marki líka og staðfestir móðir hans að hann hafi þegar töluverðan skilning á því. Börn læra ekki eingöngu það sem kennarar eða foreldrar ætla þeim, heldur læra þau einnig af allri sinni reynslu, sam- skiptum og þátttöku (Siraj-Blatchford og Clarke, 2000; Tabors, 1997). Móðir Leru hefur mikla trú á leikskólastarfinu og telur það gott. Hún er hlynnt sjálfstæði Leru sem, að sögn leikskólastjóra, er mjög ákveðin og sterk. Móðirin er full aðdáunar þegar hún talar um hve vel Leru hefur gengið að aðlagast leikskólastarf- inu. Hugmyndir hennar um uppeldi virðast falla vel saman við leikskólastarfið, hún setur Leru skorður á heimilinu, en hefur mikinn áhuga á að Lera fái það besta sem býðst varðandi skóla. Móðir Leru gerir lítið úr menningarmun og er fús til að laga sig að því sem íslenskt samfélag hefur að bjóða. Hún hefur sætt mismunun í heimalandi sínu, hefur miklar væntingar til áframhaldandi lífs og starfs á Islandi og beygir sig fús undir þau lög og skyldur sem hún þarf að uppfylla til að verða fullgildur þegn. Hún nefnir sérstaklega ánægju sína með leikskólastarfið, þar sem urtnið er sýnilega gegn mismunun. Móðirin leggur þó ríka áherslu á uppruna þeirra mæðgna og að Lera viðhaldi móðurmálinu. Brooker (2002) reynir að nokkru leyti að tengja viðhorf og reynslu foreldra upp- runamenningu. Hins vegar ber að hafa í huga að mikilvægt er að skoða reynslu og viðhorf einstaklinga, sem eru virkir þátttakendur í mótun menningar (Jackson og Nesbitt, 1993) og kanna orðræðu um menningu og trúarbrögð eins og hún birtist meðal einstaklinganna í daglegu lífi samkvæmt Baumann (Jackson, 2004). Af viðtölum við foreldra í ofangreindri rannsókn að dæma hefur ekki verið um stórvægilega árekstra að ræða í samspili heimamenningar og skólamenningar. Árekstrar sem orðið hafa stafa hugsanlega af eftirfarandi þáttum: Annars vegar skorti á þekkingu eða skilningi meðal kennara á lífsviðhorfum og aðstæðum foreldra, hins vegar skorti foreldra skilning á kröfum og viðmiðum skólanna. Líklegt er að með auknum samræðum heimila og skóla sé hægt að yfirvinna þær hindranir sem komið hafa fram. Mikilvægt er að leggja áherslu á traust foreldrasamstarf og hafa í huga að börn sem öðlast ekki öryggi og sjálfstraust á fyrsta skólastiginu flytja með sér óöryggi yfir á næstu skólastig (Hanna Ragnarsdóttir, 2002). Hverjar eru væntingar foreidra eða forráðamanna grunnskólabarnanna Wen wen og Sohni til skólakerfisins og hvert er viðhorf þeirra til náms? Hvernig koma skólarn- ir til móts við þarfir barnanna og hvernig er mat foreldranna á stöðu barna sinna? Foreldrarnir eða forráðamennirnar eru ánægðir með skólastarfið og foreldrar Sohni tala sérstaklega um vönduð vinnubrögð og ánægju barnanna með kennsluna. For- eldrarnir nefna þó einangrun barnanna - þau hafi lítil sem engin samskipti við íslensk börn - og taka kennararnir undir þetta. Þó hefur Wen wen góðan félags- þroska, er glaðlynd og jákvæð. Forráðamenn hennar telja að minnka mætti aðgrein- 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.