Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 135

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 135
HELGI SKULI KJARTANSSON nemendum leið gegnum framhaldsskóla og draga úr brottfalli. Fyrir því hefur hún ýmis rök, en hér eru þau ein til umræðu sem sótt eru í rannsókn þeirra Jóns Torfa. Þar vill svo illa til að þau kusu, til einföldunar, að byggja næstum allar sínar tengingar við samræmdu prófin á einkunnum í íslensku (bls. 21-26, 29-31, 37-38,43, 48, 51, 55, 57, 63-65, 67-68). Stærðfræðieinkunnirnar koma aðeins lítillega við sögu (bls. 18-20). Fjórar staðhæfingar Guðrúnar Hrefnu um tengsl einkunna „í íslensku og/eða stærð- fræði" við námsferil í framhaldsskóla, samkvæmt rannsókn þeirra Jóns Torfa og Kristjönu, hljóta að vera lesnar út úr grófum myndrituin (bls. 20), reyndar af fullri varúð þannig að þar er greinilega ekkert ofsagt, en fyrir hennar tilgang hefði verið ólíkt betra að hafa sams konar reikninga út frá stærðfræðieinkunnunum eins og svo víða má finna um íslenskuna. Varúðin er minni þegar Guðrún Hrefna túlkar „tengsl milli einkunnar í íslensku og/eða stærðfræði á samræmdu grunnskólaprófi og árangurs í framhaldsskóla" þannig að „lítil stærðfræðikunnátta sé veruleg ástæða brottfalls í framhaldsskólum" og þess vegna hægt að draga úr brottfallinu „með því að styrkja stærðfræðikunnáttu" á grunnskólastigi. Örugglega er þetta að einhverju leyti rétt; það liggur nánast í eðli málsins. En tölulega samhengið stafar bæði af þessu og ýmsu öðru, ekki eingöngu af því að betri eða verri undirbúningur í einstökum námsgreinum ráði gengi nemenda í framhaldsskóla. Höfundar ritsins, sem svo víða reikna út alls konar tengsl við einkunnirnar í íslensku, fara afskaplega lítið út í orsakaskýringar á þessu samhengi, nema hvað það er „veikara en við hefði mátt búast" (bls. 37) þegar íslenskueinkunn- in er tengd við fall í framhaldsskólaáföngum. Að öðru leyti ræða þau ekki þá hlið málsins að grunnskólaeinkunnir séu mælikvarði á undirbúning fyrir frekara nám í sömu greinum, heldur nota þau íslenskueinkunn á samræmdu prófi sem staðgengil fyrir almennt námsgengi á unglingastiginu. En það tengist námsgengi í framhalds- skóla ekki aðeins sem beinn undirbúningur, heldur t.d. gegnum sjálfstraust (bls. 68), ánægju með skólagönguna (bls. 63), námið (bls. 64) og sérstaklega bóklegt nám (bls. 65), og hvatningu foreldra (bls. 51 og 67). Þetta eru allt atriði sem bryddir á í rann- sókninni, auk þess sem liggur í augum uppi að vinnustíll nemenda, sjálfsagi og aðrir hæfileikar geta haft sjálfstæð áhrif, annars vegar á einkunnir á unglingastigi, hins vegar á námsgengi í framhaldsskóla. Ef undirbúningurinn einn skipti máli, þá ætti samhengið líka að vera hið sama fyrir bæði kynin, sem það reynist alls ekki vera (bls. 20-25), og berast þá böndin að félaglegum áhrifaþáttum af einhverju tagi. Því rek ég þetta hér að það er óhjákvæmilegur fylgikvilli hinnar stuttu, skýru og hlutlægu framsetningar í Ungt fólk og framhaldsskólinn að lítið svigrúm verður til að ræða hugsanleg orsakatengsl. En mér virðist reynslan sýna að félagsvísindafólk megi helst hvergi benda á töluleg tengsl eða fylgni (hvað þá marktæka fylgni) án þess að brýna fyrir lesendum sínum jafnharðan að leggja fylgnina ekki að jöfnu við einhliða orsakatengsl. Þótt það séu nú tæp 60% af árganginum 1975, en ekki 40%, sem luku framhalds- skólaprófi samkvæmt rannsókninni, þá er það vissulega lág tala miðað við 56% fyrir fullorðið fólk allt að 65 ára aldri, og bendir út af fyrir sig til þess að menntunarstigið geri ekki betur en standa í stað. Hér vantar víst fyrirvara, og frekar tvo en einn. 133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.