Morgunn


Morgunn - 01.06.1958, Síða 57

Morgunn - 01.06.1958, Síða 57
MORGUNN 51 eins og kraftaverk. Hann skrifaði tónsmíðar sínar, án þess að vita fyrir, hvað hann var að skrifa“. Tónskáldið Gluck segir frá því, að tónverkin hafi streymt til sín, og hann kvaðst ekki vita, hvaðan þau komu. Tón- skáldið Hoffmann segir: „Þegar ég sem tónsmíðar mínar, setzt ég við slaghörpuna, loka augunum og leik aðeins það, sem ég heyri“. Ch. C. Saint-Saens, sem frægur varð af Samson og öðrum óperum, var enn einn tónsnillingurinn, sem kvaðst hlusta, þegar hann samdi verk sín. Remy de Goncourt, lærdómsmaðurinn og ritdómarinn, segir: „Hug- myndir mínar rísa upp í straumi vitundarinnar, líkt og leiftur eða fuglar á flugi“. Frederick Myers segir um George Sand, að oft hafi það, sem hún reit, komið „eins og streymandi fljót, sem hún þurfti ekkert að hafa fyrir sjálf“, stundum með og stund- um án þess hún eins og sæi sögupersónur sínar. Charles Dickens var annar frægur skáldsagnahöfundur, sem ,,sá“ stundum sögupersónur sínar, einkum „frú Camp“, sem kom stundum og talaði við hann, meðan hann var í kirkju. Auðlegð í iðjuleysinu Oft hefir verið lögð áherzla á það, að hinir stóru snill- mgar hafi verið afburða starfsmenn, og að hin geysilegu starfsafköst þeirra hafi verið nauðsynleg til þess að safna forða í undirvitundinni, efniviði fyrir hana til að vinna úr. Á hitt hefir minni áherzla verið lögð, að annað ein- kenni snillinganna hefir verið tilhneiging þeirra til iðju- leysis, athafnaleysis, leti. Svo var um Waít Whitman og svo var um Leonardo da Vinci. Hann var stórkostlegur starfsmaður, en hann var jafn stórkostlegur iðjuleysingi. Whitman, Leonardo og hinir lögðu stund á iðjuleysi, at- hafnaleysi, vegna þess, að undir niðri fundu þeir, að þegar þeir höfðust ekki að, „slöppuðu af“, komu verðmætustu hugmyndirnar upp á yfirborð vitundarinnar frá undirvit-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.