Morgunn


Morgunn - 01.06.1958, Síða 81

Morgunn - 01.06.1958, Síða 81
MORGUNN 75 nú staddur hinu megin við djúpt haf, væri þar nú í hópi glaðra vina.1) Þá gaf skyggna konan svo nákvæma lýs- ingu af skapgerð minni, hneigðum mínum og eiginleikum, að mig hlaut stórlega að undra. Ég þekkti ekki aðeins sjálf- an mig af lýsingunni, heldur voru í henni bendingar um sjálfan mig, sem bókstaflega urðu mér lykill að skilningi á ýmsu í fari mínu. Fyrir kemur það, að þegar vér skyggn- umst inn í sál vora, hvatir vorar, hugrenningar, tilfinn- ingalíf og vilja, þá rekum vér oss á margskonar mótsagnir og gátur, sem jafnvel hin skýrasta sjálfsprófun megnar ekki að gefa oss skýringu á. En hér vörpuðu þessi leiftur, sem skyggna konan hafði séð með því að halda í hendi sér innsigluðu bréfi, sem geymdi hárlokk minn, björtu Ijósi yfir margar mótsagnir og ráðgátur í fari mínu, sem ég hafði ekki kunnað fyrr að ráða. Þarna fékk ég í vissum skilningi opinberun um sjálfan mig, sálgreiningu, sem ég hlaut að viðurkenna, er ég stóð andspænis þessu furðu- lega atviki. Hitt varð mér þó engu minna undrunarefni, sem skyggna konan sagði, er hún hélt á innsigluðu umslagi, sem geymdi smáræmur úr bréfi Klapka til mín. Hún lýsti manninum, sem bókstafina og tölustafina í umslaginu hafði skrifað, sem manni, er væri fallegur maður, alskeggj- aður, með tindrandi augu, og hafi þessi maður með vopna- valdi frelsað borg, sem umsetin hafi verið af óvinum. Að svo miklu leyti, sem ég veit, var lýsingin af persónu Klapka hershöfðingja, fortíð hans og skapgerð nákvæmlega rétt. En þá bætti skyggna konan því við, að þessi maður væri nú alls ekki staddur í París, heldur hefði hann farið til borgar einhverrar, sem ekki væri afarlangt í burtu, til að O Hin „djarfmannlega dáð“, sem skyggna konan talar hér um að Schurz hafi drýgt, var það, er hann bjargaði með frábærri dirfsku vini sínum Klink úr fangelsi í Spandau og varð frægur af. Og í Englandi, „hinu megin við djúpt haf“, er hann einmitt staddur með Klink-f jölskyldunni þessa dagana. Þýð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.