Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Síða 10

Morgunn - 01.06.1964, Síða 10
4 MORGUNN Þessi ungi maður hélt því fram, að hann væri dulskyggn (clairvoyant) og hefði erft þá gáfu frá móður sinni. Dr. Rhine fýsti nú að ganga úr skugga um hvað væri hæft í þessu. Valdi hann með sér til þessara tilrauna ungan sál- fræðing að nafni J. G. Pratt. Tilraunir þessar fóru fram í sjálfri háskólabyggingunni. Var þeim í stuttu máli hagað á þessa leið: Pratt byrjaði jafnan á því að kalla Pearce inn í rann- sóknarstofu sína. Þar komu þeir sér saman um, hvernig tilrauninni skyldi hagað og báru nákvæmlega saman vasaúr sín. Síðan gekk Pearce rakleitt inn í litla stofu í bókasafni háskólans, og var hún í um það bil 100 metra f jarlægð frá rannsóknarstofu Pratts. Sérstök gerð af spilum var notuð við þessar tilraunir. Pratt byrjaði á því að stokka spilin vandlega og hvolfdi siðan stokknum á borðið. Enginn lif- andi maður hafði hugmynd um hvernig spilin lágu í stokkn- um. Af því leiddi, að þessar tilraunir fjölluðu ekki um hugs- anaflutning, heldur um skyggnigáfu (clairvoyance). Þegar allt var tilbúið og Pratt hafði sannfært sig um að Pearce væri á sínum stað, tók hann með nákvæmlega einn- ar mínútu millibili spil úr stokknum, lagði það á hvolf og án þess að sjá það eða sýna það nokkrum, á lokaða bók, sem lá á miðju borðinu. Að nákvæmiega mínútu liðinni lagði hann það á borðið vinstra megin bókarinnar, tók næsta spil, lagði það ofan á bókina og lét það liggja þar eina mín- útu. Þetta endurtók hann með nákvæmlega sama hætti, unz stokkurinn var upp genginn, en í honum voru 25 spil. Á meðan þessu fór fram, sat Pearce inni í bókasafns- herberginu 100 metra í burtu. Þar skráði hann jafnóðum í tvíriti svör sín við því, hvaða spil lægi á bókinni hverju sinni. Síðan undirritaði hann skýrslu sína, lét annað eintak henn- ar í umslag, sem hann síðan innsiglaði, en hitt afhenti hann Pratt að lokinni tilrauninni. Venjulega fóru fram tvær til- raunir á dag og nákvæmlega með sama hætti. Oft var dr. Rhine sjálfur viðstaddur tiiraunirnar í rannsóknarstofu Pratts. Honum voru afhent svörin í hinu innsiglaða um-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.