Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Page 16

Morgunn - 01.06.1964, Page 16
10 MORGUNN og blekking. Þó er því ekki haldið fram, að allir miðlar blekki aðra vísvitandi, heldur fari þessi blekkingarstarfsemi fram í undirvitund miðilsins og sé mögnuð af undirvitund og eftir- væntingu fundargestanna jafnhliða. Áður en lengra er hald- ið út í þessa sálma, þykir mér rétt að taka fram, að aldrei hef ég rekizt á nokkurn mann, sem í alvöru heldur því fram, að fjarhrif geti verið frambærileg skýring á öllum tegund- um dulrænna fyrirbæra. Þau geta til dæmis ekki skýrt hreyfi-fyrirbæri (telekinesis) og líkamninga-fyrirbæri (ma- terialisation). 1 annan stað er það, að tilraunir þær, sem hingað til hafa verið gerðar til þess að sanna, að fjarhrif á milli lifandi manna eigi sér stað, hafa borið það með sér, að fjarhrifin eru mjög miklum erfiðleikum bundin og hafa yfirleitt ekki tekizt, nema í mjög takmörkuðum tilfellum, þannig að við margar tilraunir er árangurinn svo lítill um- fram það, sem líkindareikningur segir til um, að engan veg- inn er útilokað, að um hreina heppni í getgátu sé þar að ræða, en ekki fjarhrif, enda hefur slíkt óspart verið notað til þess að véfengja sannanir fyrir því, að fjarhrif eigi sér stað. Hins vegar lýsa góðir skyggni- og talmiðlar framliðn- um mönnum, sem þeir aldrei hafa séð, ekki aðeins rétt og greinilega og segja til um nöfn þeirra, heldur skýra þeir hiklaust frá fjölmörgum atvikum úr lífi þeirra, sem þeir ekki gátu haft neina hugmynd um með venjulegum hætti. Oft segja miðlar frá einu og öðru i sambandi við ævi fram- liðinna manna, sem engir viðstaddir kannast við, en reynist þó siðar að vera rétt við eftirgrennslan. Er þá ýmist, að ein- hverjir gefa sig síðar fram, sem votta, að rétt hafi verið frá skýrt af miðlinum, eða það sannast af gömlum bréfum eða bókum, að miðillinn hafi farið með rétt mál. Það eina, sem sannazt hefur um f jarhrif, eins og áður er sagt, er það, að vísindamönnum hefur tekizt að sýna fram á, að þau eigi sér stað í einstökum og raunar tiltölulega mjög fáum tilfellum. Og yfirleitt hefur ekki enn, þrátt fyrir sí- endurteknar tilraunir um marga áratugi, tekizt að koma frá einum mannshuga til annars á þennan hátt nema stuttum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.